Fréttir - Eyjafréttir - 21.04.2005, Qupperneq 2
2
Fréttir / Fimmtudagur 21. apríl 2005
Helga Björk opnar Heilsuverið:
Vil ná til þeirra sem
ekki stunda líkamsrækt
Helga Björk Óskarsdóttir opnaði
Heilsuver ehf. miðstöð heilbrigðis og
næringar að lllugagötu 10 á föstu-
daginn. Hún lærði hjúkrun, heil-
brigðis- og næringarfræði í Danmörku
og hefur auk þess lært nudd og
spjaldhryggjarmeðferð og hefur kennt
leikfimi um árabil.
Helga segir að markmiðið með
opnun miðstöðvarinnar sé að ná í þann
hóp fólks sem ekki stundar
líkamsrækt. „Eg vil að allir hreyfi sig
því það er lífsspursmál og markmiðið
er að ná til þess fólk sem ekki fer inn á
hinar stöðvamar. Eg er ekki með stöð
þar sem fólk getur komið og farið
heldur miðast starfíð hér við persónu-
lega einkaþjálfun eftir óskum hvers og
eins Það verða ekki fleiri en tveir í
salnum hjá mér í einu, þ.e. ég tek fólk í
einkaþjálfun og hins vegar geta tveir
og tveir tekið sig saman eins og hjón,
vinkonur o.s.frv. Ég vil fá hingað fólk
á öllum aldri, böm, unglinga og
fullorðna.“
Heilsuverið er vel búið tækjum sem
miða að vöðvauppbygginu og
brennslu. „Ég er með fjölþjálfa sem er
tæki sem fær brennsluna upp hjá fólki,
þetta er eins konar gönguskíðatæki og
það er sniðugt að því leyti að fólk
verður ekki fyrir álagi á hnén eins og
oft vill verða þegar fólk æftr á göngu-
bretti. Spinning hjólið er frábært fyrir
hjarta og brennslu á fitu og þriðja
tækið býður upp á íjölbreyttar æftngar
eins og upptog, niðurtog, fótapressu,
ælingar fyrir alla stóm vöðvahópana.
Ég er líka með box og rope yoga og
það er mikill áhugi fyrir því. Box er
alveg frábær þjálfun. Éyrir utan það að
veita útrás fyrir innri reiði þá er þetta
frábær þjálfun fyrir hjarta, vöðva og
bein. Box hentar ekki bara körlum
heldur líka konum en ég kenndi Tai-
box í mörg ár í Danmörku. Rope yoga
er líka mjög vinsælt og það hafa
ótrúlega margir sýnt því áhuga. Ég er
með eitt sett og gæti hugsanlega bætt
við mig fleiri settum það fer eftir
eftirspuminni."
Helga leggur mikið upp úr næringu
og býður upp á ráðgjöf fyrir fólk sem
er að berjast við sjúkdóma, einstak-
linga sem þurfa létta sig og fólk sem
vill bæta sína líðan og er með sértæk
vandamál. „Mataræði skiplir mjög
miklu máli, þú ert það sem þú borðar.
Ef fólk borðar til dæmis ekki
grænmeti og ávexti þá vantar stóran
hluta af næringarefnum í líkamann
eins og steinefni, vítamín og ekki síst
treijar.
Ég er með fitumælingatæki og mæli
blóðsykur og blóðþrýsting hjá fólki.
Eins athuga ég úthald hjá fólki og það
þarf oft ótrúlega lítið til að auka það.
Einnig skiptir mataræði miklu máli
fyrir fólk sem stundar keppnisíþróttir
og ég hef verið með fyrirlestra um
lífsstíl og mataræði."
Helga er að ljúka BS námi í nær-
ingarfræði og setti upp sérstakt
átaksverkefni í tengslum við loka-
ritgerð sem hún vinnur að. „Ég fékk
góðan hóp á öllum aldri til samstarfs
við mig. Þetta var allt fólk í áhættuhóp
vegna sykursýki II, hárrar blóðfitu og
hjartasjúkdóma. I upphafi og lok
átaksins var fólk vigtað og blóðsykur
og blóðþrýstingur mældur. Þessi fimm
einstaklingar sem voru athugaðir sér-
staklega héldu matardagbók og lýstu
því hvernig þeim leið. Hópurinn fór í
göngu þrisvar í viku og eftr þrjár vikur
hafði úthaldið aukist til muna. Allir
stóðu sig vel og öll gildi lækkuðu,
Tók fyrir 31 tilkynningu
vegna 47 barna
Á fundi fjölskylduráðs í síðustu viku
lá mánaðarlegt yfirlit til Barna-
verndarstofu vegna barnaverndartil-
kynninga í mars 2005. Félags- og
fjölskyldusviði bárust níu tilkynningar
vegna 21 bams, ein tilkynning barst
vegna vanrækslu bama, ein vegna
ofbeldis og sjö vegna áhættuhegðunar
bama.
Frá áramótum hefur félags- og
fjölskyldusviði borist 31 tilkynning
vegna 47 barna, ftmm vegna van-
rækslu bama, fjórar vegna ofbeldis og
23 vegna áhættuhegðunar bama.
Samkvæmt upplýsingum frá Heru
Einarsdóttur, framkvæmdastjóra fé-
lags og fjölskyldusviðs, berast til-
kynningar um áhættuhegðun barna
víða að, þær geta komið frá for-
eldrum, lögreglu, heilsugæslu, ná-
grönnum o.s.frv.
Þær tilkynningar snúast um hegðun
bamsins en tilkynningar vegna van-
rækslu og ofbeldis gagnvart börnum
snúa að fullorðnu fólki þ.e.a.s.
foreldrum eða forráðamönnum barna.
Af þeim níu tilkynningum sem bárast
í marsmánuði voru þrjár frá for-
eldram, tvær frá skóla og fræðslu-
yftrvöldum, tvær frá lögreglu og tvær
frá öðrum.
Ef tölur frá árinu 2003 era skoðaðar
bárast 88 lilkynningar vegna 67 bama.
Þrjátíu tilkynningar bárust frá lög-
reglu vegna áhættuhegðunar barna,
tilkynningar vegna gruns um van-
rækslu barna voru 19 og 13 vegna
áfengis/vímuefnaneyslu foreldra. Átta
tilkynningar bárast frá heilsugæslu og
18 tilkynningar frá foreldrum og eða
aðstandendum. Hluti tilkynninga vora
vegna ofbeldis gagnvart bömum,
líkamlegt, andlegt, kynferðislegt og
vegna heimilisofbeldis og sjálfsvígs-
tilrauna.
Snmskip buðu helstu viðskipta-
vinum til veislu í HöIIinni á
föstudagskvöldið. Þar mættu um
130 manns, Hippabandið spilaði
og boðið var upp á sjávarrétta-
hlaðborð sem Grímur kokkur
töfraði f'ram. „Fyrirtækið hef'ur átt
velgengni að fagna í Vestmanna-
eyjum, flutningar hafa stóraukist.
Nýlega endurnýjaði endurnýjaði
Samskip áætlunarskipin Arnarfell
og Helgafell, sem þjónusta
Vestmannaeyjar, en þau eru að
mörgu leyti sérsniðin að þörfum
Eyjanna. Meginstoðin í starfsemi
okkar í Eyjum er inn- og
útflutningur, Landllutningar í
daglegum áætlunarferðum,
rekstur Herjólfs og stórflutningar
og þjónusta við Siglu sem annast
stórtlutninga fyrir okkur,“ sagði
Guðfinnur rekstrarstjóri í Eyjum.
Á myndinn eru Hólmar Svansson
deildarstjóri afgreiðslustaða,
Haukur Sigurvinsson í
útflutningsdeild, Guðfinnur
Pálsson rekstrarstjóri
Vestmannaeyjum og Jóhann
Bogason stórflutningadeild.
FRÉTTIR
Utgí'fandi: Eyjasýn elif. 480378-054!) - Vestmannaeyjuin. ltitstjóri: Ómar (íarðarsson.
Bladanipnn: Sigiirsveinn Þórðarson, (iiiðbjiiig Siguigeii'sdóttir. íþiVittii' .liilius Ingason.
Abyrgðannenii: Omarbaidarsson&(iísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjasýn Eyjaprent. Vestinannaeyjuin. Aðsetur ritstjórnnr: Slrandvegi 47.
Simar: 481 l.«H)& 481 3310. Myndriti: 481-1393. NetfangAafpóstar: frettir@eyjafrettir.is.
Veffang; litfp/Avww.eyjafrettir.is
HELGA Björk og sambýlismaðurinn, Páll Viðar, við opnun Heilsuvers.
kílóin fuku, blóðsykur lækkaði og
blóðþrýstingurinn varð betri. Þátttak-
endur töluðu um að þeim liði betur
bæði líkamlega og andlega en best af
öllu er að við ætlum að halda áfram.
Við eram búin að stofna morgunhóp
sem fer í göngu klukkan 06.30 en ef
fólk hreyfir sig áður en það hefur
borðað þá brennir það helst fitu. Við
hittumst á mánudögum, miðviku-
dögum og föstudögum á gatnamótum
Illugagötu og Kirkjuvegar við Blátind.
Annar hópur fer í göngur klukkan
18,00 þriðjudaga og fimmtudaga og á
laugardögum klukkan 10.00. en sá
hópur hittist fyrir utan Sjúkrahúsið,"
sagði Helga en það er öllum velkomið
að slást í hópinn með göngufólkinu.
BEKKURINN var þéttsetinn á leiknum og var framkoma áhorfenda til
fyrirmyndar.
HSÍ njósnar í Eyjum
✓
Myndatökumaður á vegum HSI
myndaði áhorfendur á IR-leiknum
Það vakti athygli blaðamanns að á leik
ÍBV og ÍR í undanúrslitum íslands-
móts karla í handknattleik, var ung
kona með myndbandsupptökuvél í
norðvesturhluta salarins og beindi hún
myndavélinni aðallega upp í áhorf-
endastúku.
Eftirlitsdómari í leik ÍBV og
Stjömunnar í kvennaboltanum stöðv-
aði leik liðanna á dögunum vegna
lúðrasveitar sem spilaði á pöllunum
og auk þess hefur áhorfendum í
undanfömum leikjum verið vísað til
sætis norðan megin í salnum. Sam-
kvæmt öruggum heimildum Frétta var
þama á ferðinni dóttir Einars
Þorvarðarsonar, framkvæmdastjóra
HSÍ og því leit allt út fyrir að
sambandið væri að njósna í Eyjum.
Fréttir leituðu eftir svöram hjá
Einari um málið. „Við eram ein-
faldlega að skoða umgjörð leikja á
vegum HSI. Hjá sambandinu era
einungis tveir starfsmenn að mér
meðtöldum og við höfum einfaldlega
ekki tök á því að fara á alla leiki. En
við erum að skoða umgjörð leikja
vegna fækkunar áhorfenda og eftír því
sem ég heyrði þá var vel mætt og góð
stemmning í Eyjum. Hlynur Sig-
marsson spurði okkur hvort ekki væri
í lagi að vera með litla lúðrasveit á
pöllunum og það var kannski fyrst og
fremst þess vegna sem ég vildi fá
myndir af umgjörðinni. Þetta byijaði
allt fyrir nokkram áram þegar Stalla
Hú var á pöllunum en þeir voru famir
að spilajarðarfararstef þegar hitt liðið
átti leik. Það var reyndar fyrir minn
tíma sem framkvæmdastjóra HSI en
þetta var bannað í framhaldinu. Ef
þetta er hins vegar smekklega gert þá
er ekkert að því að reyna búa til
skemmtilegri umgjörð en nú er. í
framhaldinu af þessari vinnu ætlum
við svo að funda með formönnum
deildanna og þá munum við
væntanlega finna einhverjar vinnu-
reglur í þessum efnum," sagði Einar
að lokum.
FHÉTTIH koma út alla fiinmtudaga. liladiðerselt i áskrift ogeinnig i laiisasölu á Kletti,
'IVistinuni, Toppnuin, Vöruval, Herjólfi, Fliigliafnarversliiiiiiini, Kniniiiini, Ísjakaniini,
Bónnstidei), verslun 11-11, Skýlinn í Friðarliöfn og i Jolla i Hafnarfirði og afgreiðsln
IIejnilfs í Þorláksliiifn. FHE'ITI 11 eni prentaðar i 3(KK)eintiikuin. FHÉiTIHeru aðilar að
Saintiikiini liajar- og héraifefréttablaðiL Eftirprentnn, liljóðritun, notkun ljósniynda og
airnað er óheimilt nema lieiniilila sé gctið.