Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.04.2005, Page 6

Fréttir - Eyjafréttir - 21.04.2005, Page 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 21. apnl 2005 KAFFIHÚSAKÓRINN hef ur stækkað með hverju árinu og framundan er Færeyjaferð, tónleikar og kaffihúsamessa. Ósvaldur er lengst til hægri á myndinni. Kaffihúsakórinn með tónleika á sumardaginn fyrsta: Að finna sína eigin rödd Meirihluti bæjar- stjórnar óstarfhæfur -segir Andrés Sigmundsson Kaffihúsakór Landakirkju stendur fyrir tónleikum í Höilinni á sumardaginn fyrsta. Tónleikamir hefjast klukkan 21.00 en húsið verður opnað klukkutíma fyrr til þess að gefa tónleikagestum kost á að koma sér vel fyrir og fá sér kaffi áður en dagskráin hefst. Tónleikamir á fimmtudag em liður í fjáröflun en Kaffihúsakórinn ætlar að leggja land undir fót og fara í tónleikaferð til Færeyja um næstu mánaðamót. Um þijátíu manns em í kómum en Ósvaldur Freyr Guðjónsson, kórstjómandi og Jarl Sigurgeirsson segja að mikið hafi fjölgað í kómum síðasta ár og nýlt fólk komið inn. „Við byrjuðum sem sönghópur fyrir um þremur ámm sem hefur verið að dafna og stækka síðasta árið. Við fómm í tónleikaferð til Kefla- víkur og á Alftanes fyrir um ári síðan og þá fjölgaði hjá okkur og það komu mörg ný andlit inn fyrir Menningar- nóttina í Reykjavík en þá sungum við í Ráðhúsinu,“ segir Ósvaldur eða Obbi eins og hann er alltaf kallaður. „Kórinn varð til í kring um Kaffi- húsamessur í Safnaðarheimilinu og tengingin er því sterk við kirkjuna," bætir Jarl við. „Við flytjum dægurlög, popp og gospel þannig að efnisskráin er fjölbreytt og ég held að það skili sér til áheyrenda ef fólk er að syngja lög sem það hefur gaman af.“ Þeir segja Halldór B. Halldórsson hafa komið með hugmyndina að Færeyjaferðinni sem lagt verði upp í 29. apríl nk. „Við vomm að hugsa um að fara norður í land en þá kom þessi skemmtilega hugmynd upp hjá Halldóri og það fer íjömtíu manna hópur til Færeyja undir dyggri hand- leiðslu Áma Johnsen," segir Obbi. Mæli með kórstarfi „Dagskráin verður þannig að við verðum með tónleika í Norræna húsinu á föstudeginum og kaffi- húsamessu í safnaðarheimilinu í Götu á laugardeginum. Við komum svo fram við messu í Þórshöfn á sunnudeginum og höldum heim á leið daginn eftir,“ segir Jarl. Kaffihúsakórinn verður með kaffihúsamessu í Safnaðarheimilinu miðvikudaginn 27. apríl klukkan 20:30 og þeir Obbi og Jarl hvetja alla til að mæta enda verði kórinn í fantaformi svona rétt fyrir Færeyja- ferðina. „Við emm búnir að æfa stíft,“ segir Obbi en bætir því við að hjá Kaffihúsakómum sé annað form en í hefðbundnu kórastarfi. „Þama er hver og einn að syngja meira með hjartanu. Kannski er meira lagt upp úr því að fólk hafi gaman af þessu og að menn finni sína rödd,“ segir Jarl. og bætir því við að það sé mjög skemmtilegt að vera í kórastarfi. Auk þess að syngja með Kaffihúsa- kómum hefur hann sungið nokkmm sinnum með Kirkjukór Landakirkju. „Eg hef gaman af hvom tveggja en þetta er ólíkt, annað klassík og hitt dægurlög. Bæði þessi form em krefjandi og ég mæli með kórastarfi fyrir alla sem hafa áhuga á söng og tónlist.“ Þeir félagar segja móralinn í hópnum góðan og kórfélaga ná vel saman. „Þetta er breiður hópur og ólíkir einstaklingar og það kemur vel út. Fólk er að syngja lög sem það þekkir og það hefur mikið að segja. Obbi heldur utan um þetta og stjómar með styrkri hendi,“ segir Jarl. Þeir vildu að lokum koma á framfæri þakklæti til allra sem hafa styrkt kórinn til fararinnar til Færeyja. Á fundi skólamálaráðs í síðustu viku var lögð fram fyrirspum frá Unu Þóru Ingimarsdóttur, foreldri á leikskólanum Sóla, um hver staðan sé þar varðandi fjölda deilda, fyrir- hugaðan byggingartíma og fleira. I svari meirihluta ráðsins kom fram að innan bæjarstjómar væri samstaða um byggingu nýs leikskóla og þann 7. mars sl. hafi undir- búningsnefnd um byggingu nýs leikskóla komið á fund bæjarráðs og kynnt teikningar og kostnaðaráætlun. Á fundinum komu fram spum- ingar um annars vegar fermetrastærð per bam, samanburður á bygginga- kostnaði miðað við tvo aðra sambærilega skóla og var bæjarstjóra falið að afla nánari upplýsinga um málið. Una Þóra óskaði eftir að bóka óánægju sína með að ekki liggi fyrir niðurstaða með nýbyggingu leik- skóla á Sólalóðinni. Andrés Sigmundsson lagði einnig fram bókun: „Mikil óánægja kom fram á fundinum með þróun mála varðandi fyrirhugaðan nýjan leik- skóla og m.a. að núverandi húsnæði ANDRÉS: Mikil óánægja með þróun mála. Sóla væri óviðunandi. Meirihluti bæjarstjómar getur ekki komið sér saman um stærð fyrirhugaðs nýs leikskóla. Illvígar deilur innan meirihlutans um þetta mál og reyndar mörg önnur hefur lamandi áhrif á starfsemi bæjarfélagsins. Spurning er hvort meirihlutinn sé almennt starfshæfur við þessar að- stæður.“ Samstarfsnefnd um málefni lögreglunnar: Aukinn kraft í forvarnir f síðustu viku fundaði samstarfsnefnd um málefni lögreglunnar og var farið yfir nokkur mál er varða lögregluna í Eyjum. Mættir vom Karl Gauti Hjaltason sýslumaður, Jóhannes Olafsson yfir- lögregluþjónn, Amar Sigurmundsson bæjarfulltrúi og Viktor St. Pálsson sem sat fundinn fyrir hönd Lúðvíks Bergvinssonar. Fyrst var farið yfir lista áfengis- veitingahúsa í bænum og kom fram að nokkrir staðir eiga eftir að ganga frá sínum málum. Upplýst var á fundinum að Kristín Eva Sveinsdóttir lögregluþjónn taki við forvamamálum í grunnskólum og leikskólum bæjarins. Ætlunin er að setja aukinn kraft í forvamir lögreglu í skólunum. Oskað var eftir samstarfí við fræðslu- og félagsmálasvið bæjar- ins í þeim efnum. Rætt var um aldur gesta á skemmti- stöðum bæjarins, unglingapartý í heimahúsum og útivistartíma. Kom fram að lögreglan hafi unnið mikið að þessum málum undanfarið og ávallt heyrast raddir um að unglingadrykkja sé áberandi og of mikil. Einnig var farið yfir umferðarmál og hundamálefni en þar kom fram að KARL Gauti sýslumaður ný samþykkt um hundahald í Vest- mannaeyjum væri í smíðum og bærinn hefði ráðið umsjónarmann dýrahalds í bænum sem ætti einnig að sjá um lausa hunda. Ákveðið var að halda næsta samráðsfund nokkru fyrir þjóðhátíð. Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður, segir að nefndin sé nú að fara af stað en samkvæmt lögum um lögreglu ber sveitarfélagi og lögregluembættum að hafa samráð sín á milli. Hann segir þetta mjög gott fyrir báða aðila og löngu tímabært. „Þetta getur bara verið til góðs en þess ber þó að geta að samvinna sveitarfélagsins og lögreglu hefur verið mjög gott í gegnum tíðina hér í Eyjum. Sjálfur hef ég reynslu frá Selfossi og þar voru lítil samskipti. Samt má alltaf gera betur og við emm að fara lengra í þeim efnum." Ný flugstöð rís við Bakkaflugvöll Á fóstudaginn hélt Flugmálastjórn reisugildi á Bakkaflugvelli og tilefnið var að risin er ný flugstöð sem á að verða tiibúin til notkunar 1. júlí í sumar. Nýja flugstöðin er 450 fermetrar og kemur í staðinn fyrir þá gömlu sem fyrir löngu er orðin of lítil enda ekki nema 45 fermetrar. Það kom fram að hátt í 30.000 farþegar fara um Bakkaflugvöll og fara fleiri þessa leið til Vestmannaeyja en um Reykjavíkurflugvöll.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.