Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.04.2005, Síða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 21.04.2005, Síða 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 21. apríl 2005 Virðing fyrir umhverfi og sögu -Þar liggja sóknarfærin, segir Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður / Þjóðminjasafns Islands sem heimsótti Vestmannaeyjar fyrir skömmu Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminja- vörður Þjóðminjasafns Islands heimsótti Eyjar á dögunum og hélt fund með forstöðumönnum bæjarins ogsafnannaíEyjum. Húnsagðiað með heimsókninni vildi hún fylgja eftir áherslum í safnastarfi í útgefinni safnastefnu á sviði þjóðminjavörslu, sem Þjóðminjasafnið markaði og kom út á vegum Menntamála- ráðuneytisins árið 2003, taka þátt í hugmyndavinnu og umræðu um framtíðarsýn sem taki mið af sögu, menningu, og umhverfi með áherslu á samhengi hlutanna og heildarmynd. „Hér eru mörg tækifæri til að efla safna- og menningarstarf, sem er sóknarfæri í uppbyggingu ferða- þjónustu og þar með fjölga atvinnu- tækifærum. Náttúran er einstök og mikil saga og þar af leiðandi af miklu að taka sem tengist sögu landnáms og byggðar, Tyrkjaráni, sjósókn og lífs- baráttu fólksins sem hér hefur lifað og starfað. Þelta þarf að tengja mannlífi dagsins í dag, sem ég tel afar mikilvægt. Hafa þarf heildarsýn í huga við mótun á framtíðarsýn, sbr. orð Gunnars Dal: „Aldrei er hægt að huga að því einstaka án þessa að þekkja þá heild sem það er brot af.“ Það þaif að leggja grunn að húsa- vernd með húsakönnun á byggðinni í Vestmannaeyjum í samstarfi við Húsafriðunamefnd og stuðla að uppbyggingu á svæðinu þar sem fer saman vemdun og uppbygging. Ég er sannfærð um hér er hægt að vinna að slíkri uppbyggingu því kraftinn vantar ekki. Víða annars staðar hefur verið gerð húsakönnun og útbúin kort af eldri byggðarkjömum og mat lagt á varðveislugildi þeirra. A því þarf uppbygging að byggja, en það mun auk þess leiða til fegurri ásýndar bæjarins, en gömul hús njóta sín ætíð best þegar rétt er staðið að viðgerðum og viðhaldi. Samstarf þjóðminjavörslunnar, sveitarfélagins og einkaaðila í slíkum verkefnum gæti sannarlega leitt til mikilsverðra framfara, sem gæti skipt bæinn miklu máli í ferðaþjónustu og menningarstarfi." Margrét segir að huga þurfi að ásýnd bæjarins og hvar sóknarfærin liggja en allt hangi þetta saman. „Það þarf að bæta ímyndina en hér er margt að skoða og upplifa. Þetta er spuming um hvert menn vilja stefna og hvað við viljum draga fram þannig að það styrki hvað annað. MARGRÉT og Hlíf Gylfadóttir forstöðukona Byggðasafnsins. Góður árangur hefur náðst víða unr land með þessum hætti, s.s. á Siglufirði, Hofsósi og ísafirði en Þjóðminjasafnið leggur mikla áherslu á samráð, samvinnu og samhengi. Gististaðir og veitingastaðir skipta miklu og að þeir tengist mannlífinu á staðnum þannig að þetta vinni allt saman. Sjá má fyrir sér hvernig gestir geti upplifað söfn, menningar- stofnanir, en einnig nútímamenn- inguna, s.s. ýmsar hefðir, stemmn- ingu og mannlíf á staðnum, fiskmarkað, bryggjulíf; skoða gosstöðvamar, fomminjar í Herjólfsdal, þ.e. Vestmannaeyjar og það sem gerir staðinn sérstakan. Það er að ýmsu að huga í framtíðinni og mikilvægast er að leggja gmnn að vönduðum vinnubrögðum þar sem áhersla er lögð á virðingu fyrir umhverfinu og sögunni, þar liggja sóknarfærin. Margrét leggur áherslu á að vanda þurí'i vel allt sem tengist Menningar- húsi í víðum skilningi en þar geti skapast aðstaða til að sýna gosminjar og fomminjar. „Eins þarf að huga að fomminjum í Herjólfsdal og fræðslu um minjar staðarins í samráði við Fomleifavernd og náttúruvemdar- yfirvöld. Þetta er viðkvæmt svæði þar sem þart' að leggja áherslu á minjar og náttúm á hógværan hátt. Þjóð- hátíðin er hluti af því litríka mannlífi sem hér er. Ég set spumingarmerki við tilgátuhús senr er þá eftirlíking af landnámsbænum. Reynslan sýnir að það er það stórt og dýrt verkefni og ef það er ekki gert vel þá er ekkert gaman að því. Garðabær fór aðra leið til að kynna sínar fomleifar og valdi margmiðlunarleiðina en það er nýstárleg leið en aðstandendur fengu verðlaun fyrir þessa hugmynd. Eiríksstaðir er tilgátuhús sem tókst mjög vel en það var mjög kostnaðarsamt verkefni og það kostar lika mikið að halda því við. Þetta er mál sem þarf að hugsa alveg niður í kjölinn. Þess ber að geta að útlend- ingar vilja upplifa raunvemleikann, náttúmna og eitthvað sem er ekta en ekki tilbúna veröld. Það er svo mikið framboð af slíku víðs vegar í heiminum. Okkar styrkur liggur í því raunvemlega og jafnvel ósnortna. Hvað finnst þér um að opna Surtsey fyrir ferðamönnum? „Mitt álit er að ekki eigi að fara með ferðamenn þar í land, enda eyjan viðkvæm. Það má ekki fóma því sem gerir Surtsey einstaka, enda nóg að sigla að eynni, upplifa og horfa og vita að þama hefur lífríkið fengið að þróast af sjálfu sér. Það að horfa á eyjuna er sannarlega nægileg upp- lifun að mínu mati fyrir ferðamenn. Við gerðum yfirlitsskrá yfir merka staði á Íslandi í alþjóðlegu samhengi, þegar Þingvellir vom tilnefndir á heimsminjaskrá og Surtsey var einn þeirra staða. Surtsey verður því að friða og umgangast sem einstakar minjar. Það væri t.d. skoðandi að nýta Blátind til þess að sigla með ferðamenn og varðveita skipið þannig með notkun í þágu ferða- þjónustu. Það er ákveðin leið í minjavörslu, að nota samhliða varðveislu. Það gæti verið vert að skoða þá leið ef hann mætti nýta fyrir ferðaþjónustu en varðveisla getur verið þung í viðum ef hún felur ekki í sér notkun. Mér finnst Vestmanna- eyjar hafa alla burði til að verða staður sem allir ferðamenn verða að heimsækja, en lykillinn er að móta þar stefnu sem byggir á fagmennsku, hugmyndum og samhengi sem endurspeglar sérkenni staðarins.“ gudbjorg @ eyjafrettir. is Fyrir skömmu héldu menendur Steinunnar Einarsdóttir, mynd- listarkonu, sýningu á verkum sínum í Vélasal Myndlistarskólans þar sem gaf að líta 58 myndir eftir 22 nemendur. Þetta er tíunda nemendasýning Steinunnar og það skemmtilega er að alltaf sjást framfarir. Það er líka gaman að sjá hvað margir finna hjá sér löngun til að takast á við myndlist- ina og ná árangri. Steinunn sagði í samtali við Fréttir að nemendur og gestir hefðu verið ánægðir með hvernig til tókst. „Ég hafði hægt um mig í vetur, var ekki með nema 16 reglulega nemendur. Þegar ég byrjaði fyrir tíu árum var ég í Safnaðarheimilinu sem var allt í lagi en það mikil breyting til hins betra þegar ég komst inn í Listaskólann. Sýningar hafa alltaf verið mjög skemmtilegar og það sýnir sig að fólk kann að meta þær. Að þessu sinni seldust fimm myndir sem er ekki svo slæmt,“ sagði Steinunn að lokum. STEINUNN t.h. ásamt nokkrum nemenda sinna, Konný, Guðrún, Jóhanna og Ollý.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.