Fréttir - Eyjafréttir - 21.04.2005, Blaðsíða 10
10
Fréttir / Fimmtudagur 21. apríl 2005
Halla Einarsdóttir var kjörin Ungfrú Vestmannaeyjar 1985 og varð númer fimm í keppninni 1
Innri fegurð og fric
Halla Einarsdóttir, Ijós-
myndari, hefur í nógu
að snúast, en hún er
starfsmaður Safnahúss
Vestmannaeyja og
starfar sem Ijósmyndari
ó eigin stofu. Hún lærði
Ijósmyndun í
Bandaríkjunum og
ókvað að snúa heim að
nómi loknu og býr nú
hér ósamt fimm óra
dóttur sinni. Hún hefur
mikinn óhuga ó
andlegum mólefnum,
hefur m.a. lært heilun
og leggur sig fram um
að starfa með fólki með
svipuð óhugamól. Nú
eru liðin tuttugu ór
síðan Halla var kjörin
Ungfrú Vestmannaeyjar
við mikinn fögnuð
viðstaddra. Það er ekki
hægt að spjalla við
Höllu ón þess að rifja
þann kafla í lífi hennar
upp.
Hélt hún væri að ruglast
Keppnin fór fram á Skansinum sem
þá var helsti skemmtistaður Eyjanna
og öll umgjörð um hana hin gíæsi-
legasta og skemmtileg.
„Þetta var 1985 en árið eftir var
byrjað með Sumarstúlkukeppnina og
ekki keppt um Ungfrú Vestmanna-
eyjar aftur fyrr en árið 1992. Ég hélt
titlinum því í nokkur ár,“ segir Halla
stríðnislega.
„Keppnin Ungfrú Vestmannaeyjar
var tengd Ungfrú íslands keppninni
og ég man að Ólafur Laufdal, Unnur
Steinsson, Ema Jóhannesdóttir og
Margrét Klara Jóhannsdóttir voru í
dómnefndinni héma heima. Það kom
mér verulega á óvart þegar ég var
beðin um að vera með í keppninni,
varð alveg steinhissa. Kristjana
Geirsdóttir kom hingað til að frnna
stúlkur í keppnina og hringdi í mig.
Ég spurði hana hvorl hún væri ekki
eitthvað að ruglast, mér datt ekki
annað í hug, þetta var eitthvað svo
íjarstæðukennt. Hún bað mig um að
koma og spjalla við sig og þar vom
fleiri stelpur mættar. Hún talaði
okkur til og það endaði með því að
við vomm komnar í fegurðar-
samkeppni.
Mérfannst undirbúningurinn mjög
skemmtilegur og auðvitað var þetta
allt saman spennandi. Mamma tók
mikinn þátt í þessu með mér og
studdi mig á allan hátt. Ég var á
sautjánda ári þegar þetta var, auð-
vitað er það fullungt og árið eftir var
þessu breytt og stelpurnar urðu að
vera átján ára gamlar til að fara í
Ungfrú Island keppnina.
Við Ragnheiður Borgþórsdóttir
fómm svo í Ungfrú Island keppnina
til Reykjavíkur," segir Halla og þegar
hún er spurð segir hún ýmislegt hafa
breyst við þetta.
Allir þekktu mann
„Auðvitað fékk maður mikla athygli
út á þetta og allt í einu þekktu mann
allir. Við vomm eins og prinsessur á
bauninni á milli æfinga og það var
voða gaman. Ég var með svaka
skvísum og lenti í 5. sæti f Ungfrú
íslands keppninni. Hólmfríður Karls-
dóttir, sem varð alheimsfegurðar-
drottning, lenti í öðm sæti og Sif
Sigfúsdóttir var í þriðja sæti en hún
varð svo Ungfrú Skandinavía.
Stelpumar vom allar flottar og
höfðu mikla reynslu af því að koma
fram. Þannig að ég var mjög ánægð
með að ná fimmta sætinu innan um
allar þessar skvísur.
Davíð Oddsson, sem þá var
borgarstjóri, krýndi fegurðar-
drottningu Reykjavfkur og sagði
eitthvað á þá leið að það væri rnunur
ef allar Kvennalistakonurnar væm
svona fallegar. Það féll ekki í góðan
jarðveg hjá kvenréttindakonum og
olli talsverðu uppnámi og þær
mótmæltu hástöfum. Mættu þær m.a.
á þing og í vinnu uppstrílaðar með
borða með einhverjum áletrunum á. I
framhaldinu var mikið talað um
gripasýningar.
Það vakti líka athygli og gerði
kvöldið skemmtilegt að poppstjaman
Rod Stewart var meðal skemmti-
krafta kvöldsins þannig að það var
heilmikið í þetta lagt.“
Halla segir það skemmtilega
tilviljun að systurdóttir hennar,
Guðbjörg Erla Ríkharðsdóttir skyldi
taka þátt í fegurðarsamkeppni tuttugu
ámm seinna. „Ég er auðvitað stolt af
stelpunni og hún lenti í öðm sæti í
Ungfrú Suðurland og keppir í Ungfrú
ísland keppninni 20 maí. Ég fór á
Hótel Selfoss og fylgdist með
keppninni. Það var glæsilegt kvöld
og mjög gaman, ekki síst fyrir það að
stelpumar frá Eyjum röðuðu sér í þrjú
efstu sætin. Ég ætla auðvitað að mæta
á Ungfrú íslands keppnina og ég var
meira að segja búin að panta far út en
ég er búin að breyta miðanum, annað
kemur ekki til greina."
Ljósmyndanám 1 Banda-
ríkjaríkjunum
Árið eftir hleypti Halla heimdrag-
anum og flutli til Reykjavíkur ásamt
tveimur vinkonum sínum. „Við
fómm þrjár stelpur í borgina til að
vinna og skipta um umhverfi. Ég var
þar í eitt ár en 1989 fluttist ég til
Bandaríkjanna í skóla sem heitir
University of Alabama. Égfór
þangað með strák sem þá var
kærastinn minn en hann hafði verið
skiptinemi þama úti og ætlaði alltaf í
nám í Bandaríkjunum. Hann fór í
tjölmiðlafræði og ég í ljósmyndanám
en það var auðvitað alveg kjörið og
allt planað því við ætluðum að vinna
saman í framtíðinni. En þetta gekk
ekki alveg upp hjá okkur
skötuhjúunum, við hættum að vera
saman og hann fór heim og ég varð
ein í Ameríku. Þetta var svona Palli
var einn í heiminum dæmi,“ segir
Halla og gerir góðlátlegt grín að öllu
saman.
„í skólanum byrjaði ég á því að
fara í undirbúning eins og allir gera
og þar tók ég teikningu og grafíska
hönnun. Ljósmyndunin heillaði mig
alveg þannig að ég ákvað að leggja
hana fyrir mig eftir undirbúnings-
námið.
Það er hægt að læra Ijósmyndun á
tveimur til þremur árum en ég vildi
ná mér í BA gráðu og ég var í
háskólanámi þama úti í fjögur og
hálft ár. Ég lærði auðvitað allt um
ljósmyndun á þessum tíma en það
hefur auðvitað mikið breyst og orðið
mikil þróun síðan.“
Miklar tækniframfarir
„Ég er í Ljósmyndarafélagi Islands
því það er nauðsynlegt að hitta aðra
fagaðila og kynna sér nýja tækni.
Þegar ég var að vinna í söludeild
Hans Petersen kynntist ég mörgum
Ijósmyndurum og það er auðvitað
alltaf gott að ræða við aðra um það
sem hver og einn er að fást við hveiju
sinni. Ljósmyndun er kennd í
Iðnskólanum en hann hefur hingað til
verið lokaður neina fyrir nemendum
skólans. Nú hefur hins vegar verið
ákveðið að opna einhverja kúrsa sem