Fréttir - Eyjafréttir - 21.04.2005, Page 11
Fréttir / Fimmtudagur21. aprfl 2005
11
jm titilinn Ungfrú Island - Tuttugu árum seinna fylgir hún systudóttur sinni þessa sömu leið:
iur skipta líka máli
ljósmyndarar geta sótt og mér finnst
sjálfsagt að opna þetta þannig að
starfandi ljósmyndarar komist í betri
tengsl við skólann og fái endur-
menntun. Ég hef tekið námskeið sem
í boði hafa verið og þannig haldið við
minni þekkingu en það er í þessu eins
og öðm nauðsynlegt að halda henni
við og miklai' breytingar hafa orðið í
þessu starfí.“
Höllu fmnst nýja digital tæknin mjög
spennandi en liefur áhyggjur af því
að myndir geymist ekki eins lengi í
stafrænu formi eins og filmur.
„Stafrænar myndir varðveitast ekki
eins vel og filmur og ég tala nú ekki
um svarthvítar filmur. Samt sem áður
eru sumar ljósmyndastofur alveg
komnar með digital tæknina í sína
þjónustu og taka eingöngu stafrænar
myndir en svo eru aðrir með filmur
þannig að þetta er misjafnt. Tækninni
fleygir hratt fram og vonandi fínnst
lausn á þessu, ég á frekar von á því að
þess verði ekki langt að bíða.“
Svarthvítar skemmtílegar
Halla segir auðvitað dálítið mis-
skemmtilegt að vinna myndir og það
fari dálítið eftir vinnsluformi. „Mér
finnst voða gaman að vinna svart-
hvítar myndir, sérstaklega listrænar
en mig vantar tíma til þess. Mér
fmnst allt skemmtilegt við svarthvítu
myndimar í myrkraherberginu, lyktin
þegar maður er vinna þær og það er
hægt að fylgjast með og sjá hvemig
myndin kemur fram og verður til.
Litvinnslan er allt öðruvísi og
flóknari. Efnin eru sterkari og þar af
leiðandi varhugaverðari og það er
miklu auðveldara að vinna myndir í
photoshop, það er auðvitað alveg
draumur. Maður þarf ekki að vera að
vinna í rnyrkri og þarf þar af leiðandi
ekki að þreifa fyrir sér eins og þegar
maður er að vinna myndir í
myrkraherbergjum," segir Halla en
tekur fram að allt við myndavinnslu
hafi sinn sjarma.
Myndirfrá 1900 til 1950
Eins og fyrr segir starfar Halla við
Safnahúsið. „Mér finnst ég vera
heppin að hafa fasta vinnu á safninu,
eitthvað fast og ömggt enda er ég í
samstarfi við skemmtilegt fólk.
Starfið við Safnahúsið er tvískipt.
Halla er í hlutastarfi við upplýsinga-
miðlun á bókasafninu og aðstoðar
fólk við leit á safninu. „Starfið felst
m.a. í því að koma þeim sem þurfa að
nota safnið mikið, t.d. háskóla-
nemum, inn í það hvemig safnið er
uppbyggt, hvemigá að leita á
Gegnir.is o.s.frv. A Gegnir.is er hægt
að sjá allt það efni sem til er á safninu
og öðmm söfnum á landinu. Það er
líka hægt að sjá hvað er inni á
safninu hér og annars staðar en
kerfið er mjög aðgengilegt og fínt.
Fólk getur sótt þessar upplýsingar úr
tölvunni heima hjá sér og það er
auðvitað mjög þægilegt."
Hitt hlutastarfið er við Ljós-
myndasafn Vestmannaeyja en vinnan
felst í því að flokka og skipuleggja
safnið. „Draumurinn er að númera
allar myndir en það á eftir að skrá allt
safnið. Þetta em mest glerplötur og í
þeim liggja mikil verðmæti og þar af
leiðandi mikilvægt að þetta sé passað
og komið í viðunandi geymslu. I
fyrsta lagi þarf að setja plötumar í
sýmfrí umslög til að vama því að þær
skemmist. Plötumar em í mismun-
andi ástandi og sumt liggur undir
HALLA með frænkunni, Guðbjörgu Erlu sem nú fetar í fótspor stóru frænku.
skemmdum. Safnið sem við emm að
vinna er frá ámnum 1900 til 1950og
þessar myndir hafa mikið
heimildagildi."
Halla segir að forsvarsmenn
Ljósmyndasafns Akraness hafi gert
myndir hjá sér aðgengilegar
almenningi með því að setja
myndimar á Netið. „ Ef við gætum
komið þessu í framkvæmd þá getur
fólk sent okkur upplýsingar um það
hveijir em á myndunum og við
safnað upplýsingum sem vantar. Eftir
því sem tíminn líður þá er erfiðara að
fá upplýsingar um fólkið á mynd-
unum og við þyrftum að fá fleira fólk
til að yfirfara safnið en ég er einungis
í 30 prósent stöðu við Ljósmynda-
safnið. Ég hef líka verið að skanna
myndir og setja í albúm sem fólk
getur skoðað og það hjálpar mjög
mikið ef fólk gefur sér tíma til að líta
á þetta. Ég er í samstarfi við
Ljósmyndasafn Reykjavíkur og
Þjóðminjasafnið og hef leitað mér
upplýsinga þar því það þarf að vinna
safnið hér að miklu leyti frá gmnni.
Við vomm að fá skráningarkerfi en
þetta er langtímaverkefni og þyrfti
meiri mannskap og tíma í þetta.“
Hef glímt við þunglyndi
Halla er líka að vinna sjálfstætt og
tekur myndir af fólki á ljósmynda-
stofu sinni. „Það er í rauninni orðin
aukavinna en margir em að spyrja af
hverju ég vinni ekki eingöngu við
ljósmyndun. Satt að segja var álagið
mikið þegar ég var alfarið við þetta.
Ég vinn alein og það þarf ákveðnar
tekjur til að standa undir rekstri. Það
má segja að ég hafi unnið yfir mig,
þegar ég var eingöngu í sjálfstæðum
II FRÉTTIR J
s /A
Halla Einarsdóttir:
UNGFRU VESTMANNAEYJAR ‘85
Fvrstu æfingaleikirnir
hjáÍBV
Franinnlan I lUOjmkuin! (dynbil- 'clU i *»n«l toíjuiuui Iraiii
**««ii) 4 llui|«ltiíit h]l tBV. A-Mi Unu.
•Hit «ttti I doldathði Euhcrja Irt IBV htfur «11 il ItJu UAul I bytiu«
HEFUll 1»Ú SÉÐ LAMPAÚRVALIÐ
HJÁOKKÚR?
Opiö luiigurdag
10-12.
Kertalampar
Kúlulampar
Styttulampar
Keramiklampar
Luxolampar
Stækkunarglerslampar '
Gormalampar
Standlampar
Svo eru þeir að koma aftur:
Kuðungalamparnir frábæru
(slðast soldusi þeir slra« upp)
Flasslínan er að seijast upp.
Úrval af fermingar og gjafavörum (eda
þannigsko) KOMDUBARA OG SJÁÐUf
HALLA prýddi forsíðu Frétta þegar hún var kjörin Ungfrú
Vestmannaeyjar.
rekstri og hef átt við veikindi að
stríða í kjölfarið. Ég hef glímt við
þunglyndi síðan en verstu fordóm-
arnir eru manns eigin fordómar. Það
fylgir þessu svo mikil skömm að
maður talar ekki um það við neinn og
leitar sér ekki hjálpar. Það er svo
skrítið að það virðist miklu auð-
veldara að leita sér læknis ef það er
eitthvað líkamlegt að manni. Ég var
jafnvel fegin ef eitthvað annað var að
plaga mig. Þá gat ég farið til læknis
og fengið smá samúð út á það. Það
eiga allir að leita sér hjálpar sem eiga
við þunglyndi að stríða. Það er hægt
að fá hjálp í Vestmannaeyjum eins og
í Reykjavík. Fólk verður að vinna
gegn fordómnumu því oft stafar
þunglyndi af lrkamlegum orsökum
sem enginn ræður við. Lyf og
samtalsmeðferðir hjálpa mikið og
það hafa orðið miklar framfarir og
aukinn skilningur á sjúkdóntnum
síðustu árin. Svefntruflanir valda
fólki oft miklum erfiðleikum og það
skiptir höfuðmáli að koma reglu á
hann og yfirleitt að lifa reglubundnu
lífi, hreyfing og útivera hjálpar mikið
til. Fjöiskyldan hefur staðið þétt við
bakið á mér og hjálpað mér mikið í
gegn um þessa erfiðleika Nú er ég að
byggja mig upp.“
Lærir heilun og sinnir
andlegum málefnum
Halla hefur seinni árin látið sig
andleg málefni varða og lætur
svokallaða Kærleiksdaga sjaldan
framhjá sér fara en það er Vigdís
Steinþórsdóttir sem stendur fyrir
þeim. „Þetta er hópur fólks sem
kemur saman og hefur andleg
málefni og óhefðbundnar lækningar í
fyrirrúmi. Kærleiksdagar voru
haldnir hér í Eyjum í fyrsta skipti
veturoglukkuðustmjögvel, Mér
finnst þessar helgar alveg yndislegar
en þessa daga kemur fólk saman,
byggir sig upp og lætur allt stress
lönd og leið. Það er ekki sagt
neikvætt orð þessa daga og allir
glaðir og kátir. Við hugleiðum og
maður hreinsar sig út og áhyggjurnar
hverfa á bak og burt. Ég er að læra
og tileinka mér heilun en hef ekki
mikla reynslu ennþá en er nýbúin að
fá mér bekk til að nota í reikiheilun."
Halla segir að hún hafi farið á
námskeið og lært viss tákn, eins og
hún orðar það. Þegar hún er spurð
hvort það fari ekki mikil orka í að
heila fólk segir hún það misskilning
en hins vegar fari mikil orka í gegn.
„Við höfum verið þrjú saman í
þessu og oft verið að heila hvert
annað. Við erum líka í bænahring,
hittumst reglulega, biðjum fyrir fólki
og bæjarfélaginu og það gerir engum
nema gott. Eg er líka búin að fara í
gegn um í 12 spora vinnu sem er
andlegt ferðalag. Það er farið í gegn
um hvert spor og það er mikil sjálfs-
skoðun og fólk þarf að leggja
heilmikið á sig til að ná árangri. Fólk
uppsker líka mikið á því að fara í
gegnum þetta prógramm sem skilar
sér í betri líðan. Trúin hefur hjálpað
mér mjög mikið. Andlegt jafnvægi
skiptir miklu og þá er maður hæfari
til að sinna öllum í kringum sig. Litla
stelpan mín skiptir auðvitað
höfuðmáli í mínu lífi og hún er bæði
sjálfstæð og dugleg,“ sagði Halla að
lokum.
gudbjörg @ eyjafrettir. is