Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.04.2005, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 21.04.2005, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 21. apnl 2005 13 P" 41 Handboltinn: Tite bestur Blað, sem HSI gefur út. hefur valið Tite Kalandaze besta leikmann ársins. Þrír aðrir leikmenn frá ÍBV í liði ársins, þar af tvær hjá konunum. HSÍ gaf út blað í tilefni úrslita- keppni karla- og kvenna í hand- knattleik sem nú stendur sem hæst. í blaðinu voru forráðamenn liðanna sem komust í úrslit fengnir til að velja lið ársins, bæði í karla- og kvenna- flokki. Eyjamenn eiga tvo fulltrúa í hvorum flokki fyrir sig. Tite Kalandaze er í liði ársins sem leikmaður ársins og sóknarmaður ársins. Roland Eradze er markvörður ársins og fékk Florentina Grecu sömu tilnefningu. Einnig var vinstri hornamaður ÍBV, Guðbjörg Guð- mannsdóttir, í liði ársins . Uppgangur hjá BM-Ráðgjöf í Eyjum: Vantar fleira fólk til starfa SIGURÐUR og Sigrún með starfsfólki BM-ráðgjafar í Eyjum. Nú er svo komið að þrettán starfsmenn eru hjá fyrirtækinu, þar af fjórir í fullu starfi. Síðasta hálfa árið hefur fyrirtækið BM-Ráðgjöf verið með útstöð í Vestmannaeyjum sem sífellt hefur verið að vaxa. Nú er svo komið að þrettán starfsmenn eru hjá fyrirtækinu, þar af fjórir í fullu starfi. Fyrirtækið skiptist í þrjá megin- þætti, samskiptayer, ráðgjafasvið og fnjminnheimtu. I Vestmannaeyjum er samskiptaver og nýverið var ráðinn nýr yfirmaður, Sigurður Guðmunds- son og tók hann við 1. apríl sl. og stýrir þessu ásamt eiginkonu sinni, Sigrúnu Sigmarsdóttur. Sigurður segir þetta vera úthringiver fyrir félagasamtök, líknarfélög og fyrirtæki. „Við sinnum ýmiss konar markaðsstarfsemi fyrir þessa aðila og það er sífellt að aukast að fyrirtæki leiti til BM-ráðgjafar til að sinna þessum hlutum fyrir sig. Við sinnum beinni markaðssókn og leitum beint til kúnnans en mörg fyrirtæki bíða eftir að kúnninn komi til þeirra,“ sagði Sigurður og bætti við að nú væru þrettán á launaskrá hjá þeim og enn vantar fólk enda fjölgi verkefnum. Hingað til hefur þetta verið kvöld- vinna en nú eru þau að byija fyrr, eða klukkan eitt eftir hádegi og býðst fólki nú hálfsdagsvinna. Aðspurður hvemig það kom til að þau tóku þetta að sér sagði Sigurður að haft haft verið samband við þau í marsmánuði. „Við þurftum að svara strax en þá var ég í vinnu í FES á vöktum og þær kláruðust ekki fyrr en í síðustu viku. Við tókum þetta að okkur og eftir mánaðamótin fór Sigrún að koma meira og meira inn í þetta með mér.“ Hann segir að þetta starf eigi vel við sig enda haft hann starfað við sölustörf nánast allan sinn starfsferil og sé menntaður á því sviði. BM-Ráðgjöf hefur höfuðstöðvar í Reykjavík þar sem starfa um tuttugu og fimm starfsmenn og í síðustu viku var opnað útibú í Keflavík. Níu símstöðvar hafa verið virkar í Eyjum frá þvf í nóvember en nú á að fjölga þeim upp í ellefu. Þau hafa verið að auglýsa eftir starfsfólki og horfir Sigurður þá helst til fólks á aldurs- bilinu þrjátíu til sextíu ára. „Við höfum verið með mikið af ungu fólki sem hefur staðið sig vel en við viljum auka hlul þeirra sem eldri eru enda getur dagvinnuverkefnið hentað þeim vel. Launin eru sam- bærileg því sem gerist í höfuðborginni en allir fá fast tímakaup en síðan er árangurstengt ofan á það og þau sem eru dugleg eru að hafa mjög gott út úr þessu, jafnvel allt upp í 1500 krónur á tímann." Gamla myndin af stað á nýjan leik Birting þessara vinsælu mynda hefur nú göngu sína á ný á síðum Frétta. Að þessu sinni barst okkur myndin frá Kjartani Mássyni frá Valhöll. Hún er af 4. flokki íþróttafélagsins Þórs árið 1961. Af þessum hópi 12 Eyjapeyja eru þrír þeirra látnir, en þeir fórust allir í slysum örfáum árum eftir að þessi mynd var tekin. Efri röð frá vinstri, Alexander Guðmundsson þjálfari og þáverandi formaður félagsins, þá búsettur við Grænuhlíð, götu í austurbænum, sem fór undir hraun í gosinu, Örlygur Haraldsson, áður til heimilis að Túngötu 16, hann féll í höfnina og drukknaði árið 1965, Amfnð Bjömsson frá Gerði, Örn Ólafsson kenndur við SIS, Þorsteinn Ingólfsson frá Laufási, Ólafur Öm Kristjánsson áður til heimilis að Kirkjuvegi 26, og Sverrir Jónsson, áður til heimilis að Boðaslóð 22, hann lést í mótorhjólaslysi. Neðri röð frá vinstri: Sævar Tryggvason, áður til heimilis að Helgafellsbraut 20, Leifur Gunnarsson frá Gerði, Gunnar Finnbogason, áðurtil heimilis að Höfðavegi 4, hann dmkknaði við Teistuhelli í Ofanleitishamri árið 1964, Magnús Axelsson, áður til heimilis að Kirkjuvegi 67 og Valur Andersen frá Sandprýði. Ef lesendur Frétta hafa undir höndum myndir og upplýsingar um þær, sem átt gætu heima í þessum efnisflokki, væru þær vel þegnar. Spurt er: Ætlar þú ó Hippahótíð? Enima Vido Já hvort ég ætla. Ég á þennan fiotta galla og auk þess er að koma fólk ofan af landi sem ætlar með mér. Við verðum sextán manna hópur sem fer saman. Diljá Magnúsdóttir Já það gæti alveg farið svo. Ég er búin að fara tvisvar á Hippaball og þetta er alveg rnega sluð. Magnús Sigurðsson Að sjálfsögðu. Ég ætla að sjálfsögðu á Hippaballið og líklega líka að kíkja við í Listaskólanum. Baldvin Þór Sigurbjörnsson Nei því miður kemst ég ekki. Ég er á leið á Higbury að horfa á meistarana taka Tottenham í bakaríið.*

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.