Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.04.2005, Síða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 21.04.2005, Síða 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 21. apríl 2005 Lögreglan: Skemmtistað- ír stóðust prófið Vikan var frekar í rólegri kantinum hjá lögreglu og ekkert alvarlegt sem kom upp. Lögreglan fór í sérstakt eftirlit á skemmtistaði bæjarins um helgina og virtist sem allt færi vel fram og þurfti lögregla ekki að hafa afskipti af gestum eða gera athugasemd við verta. Eins voru nokkrar bifreiðar stöðvaðar vegna eftirlits með ökumönnum m.a. með tilliti til ölvunaraksturs en ökumenn reyndust allir vera í lagi. Alls voru stöðvaðar 11 bifreiðar. Lögreglu var tilkynnt um að brotist hafi verið inn í Guðrúnu VE þar sem skipið lá við bryggju í Friðarhöfn. Talið er að brotist hafi verið inn í skipið á tímabilinu 15. aprfl til 17. apríl. Ekki var að sjá að nokkru hafi verið stolið en brotin hafði verið upp hurð að klefa skipstjóra. Ekki er vitað hver þarna var að verki og eru allar upplýsingar um hver þama gæti hafa verið að verki vel þegnar. Tveir ökumenn voru sektaðir vegna brota á umferðarlögum en um var að FÍV hyggur á landvinninga í Rangárþingi: Hugmyndin að reka fjarnámsdeild á Hvolsvelli Hreyft hefur verið þeirri hugmynd að Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum reki fjarnámsdeild á Hvolsvelli sem gerir nemendum þar kleift að stunda nám við skólann í tvær annir án þess að þurfa að flytja. Nemendur myndu þá hetja framhaldsskólanám sitt í sinni heimabyggð en Ijúka því við FIV eða annan framhaldsskóla. A námstíma eru nemendur, sem mundu stunda nám við fjamámsdeildina á Hvolsvelli, fullgildir nemendur FÍV með þeim skyldum og réttindum sem því fylgja. Elliði Vignisson, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum og kennari við FÍV, segist hafa leikið sér með þessa hug- mynd í nokkum tíma núna sem felst í að Framhaldsskólinn hér bjóði upp á framhaldsskólakennslu í gegnum stofnun útibús á Hvolsvelli. „Hug- myndin er sú að nemendur geti lokið fyrsta árinu í gegnum fjamám og standi svo til boða að koma hingað í áframhaldandi nám eða fara í annan skóla. Hugmyndin fæddist þegar ég átti samtal við Ólaf Eggertsson bónda á Þorvaldseyri um skólamál í Rang- árþingi eystra. Síðan þá hef ég rætl við lykilaðila hér heima og á Hvolsvelli og málinu hvarvetna verið vel tekið,“ sagði Elliði. Á föstudaginn fundaði hann ásamt Bergi Elíasi Agústssyni bæjarstjóra og Ólali Hreini Sigurjónssyni skóla- meistara með skólafólki á Hvolsvelli. „Em menn einróma um að láta reyna á hvort mögulegt sé að hrinda þessu í framkvæmd í haust. Málið var kynnt í sveitarstjóm í Rangárþingi á fimmtu- daginn.“ Elliði segir að hugmyndin sé að FÍV, Vestmannaeyjabær og Rang- árþing geri með sér samkomulag um að FÍV reki fjamámsdeild á Hvolsvelli sem gerir nemendum á því skólasvæði kleift að stunda nám við skólann í tvær annir án þess að þurfa að flytja af svæðinu. „Nemendur hefja þá fram- haldsskólanám sitt í heimabyggð en Ijúka náminu hjá okkur eða í öðrum framhaldsskólum. Á námstímanum em þeir fullgildir nemendur FIV með þeim skyldum og réttindum sem því fylgja," sagði Elliði. Hann sagði að þama væri verið að bregðast við hugsanlegri fækkun nem- enda FÍV bæði vegna styttingar á námi til stúdentsprófs og vegna íbúa- þróunar í Vestmannaeyjum eins og hún hefur verið. „Það em því líkur á auknu svigrúmi innan núverandi ramma FÍV til að þjónusta nemendur annarstaðar frá og þá eðlilegt að horfa fyrst og fremst til nærliggjandi svæða.“ Elliði sagði mikilvægt að horfa til þess að þarna væri verið að stórauka þjónustu við nemendur í Rangárþingi. „Núna þurfa nemendur að llylja frá heimilum sínum 16 ára með til- heyrandi óhagræði og álagi. Slíkt er sérstaklega slæmt þegar nemendur em að skipta um skólastig og takast á við nýjar og ólíkar kröfur í námi. Ef af þessari framkvæmd verður er nem- endum gert kleift að hefja fram- haldsskólanám án þess að flytja frá heimilum sínum. Að loknu fyrsta árinu stæði nemendum síðan til boða að hefja nám við FÍV sem staðar- nemendur, og þá ef til vill á heimavist, eða flytja sig í annan framhaldsskóla." Elliði sagði að til þess að þetta yrði að vemleika þyrfti samstillt átak sveitastjóma beggja sveitarfélaga, FIV og Hvolsskóla auk stuðnings frá aðilum svo sem Visku, menntamála- ráðuneytinu og öðmm. I dag em fjórir framhaldsskólar á Suðurlandi, Fjölbrautaskóli Suður- lands Selfossi með 744 nemendur, Framhaldsskólinn í Austur-Skafta- fellssýslu Homafirði með 98 nem- endur, FÍV með 204 nemendur og Menntaskólinn Laugarvatni með 132 nemendur. „Mörgum spurningum er ósvarað enda mál þetta á algeru byrjunarstigi. Mikilvægt er að skilgreina nákvæmlega þjónustuþörf Rangárþingssvæðisins. Eftir er að kortleggja væntingar og þarfir þeirra nemenda sem hugsanlega myndu nýta sér íjamámið. Sérstaklega þarf að meta væntanlega útkomu á sam- ræmdum prófum með tilliti til þess hvort nemendur koma til með að notfæra sér hraðferðar- eða hæg- ferðaráfanga í kjamagreinum og sömuleiðis þörfina fyrir stuðnings- áfanga,“ sagði Elliði. Fyrsta skrefið var fundur forystu- manna beggja vegna þar sem hugmyndin var mótuð. Þar var staðfestur sameiginlegur vilji til að vinna áfram að þessari hugmynd. Næsti fundur hefur verið boðaður miðvikudaginn 27. apríl en þá munu Rangæingar heimsækja okkur hingað til Vestmannaeyja, skoða skólann og svo framvegis. I kjölfarið verður svo rætt áfram um málið og vonandi verður hægt að stofna fjamámsdeild við FÍV á Hvolsvelli innan fárra vikna og bjóða upp á fullgilt nám strax næsta haust.“ ræða vanrækslu á að nota öryggisbelti við akstur bifreiðar. Lögreglu var tilkynnt um sl. helgi að skemmdir hafi orðið á bifreið á Búastaðabraut þegar göngubrú yftr skurð sem þar er fauk á bifreiðina. Lögreglan vill minna eigendur ökutækja að tími nagladekkjanna er liðinn á þessu vori og eru ökumenn hvattir til að skipta yfir á sumar- hjólbarða. Lögreglan mun hins vegar ekki byrja að sekta strax þar sem enn gæti verið von á kuldakasti. Þá vill lögreglan benda ökumönnum á að leggja ekki á Kirkjuvegi og Vest- mannabraut við Islandsbanka, heldur leggja á bifreiðastæði sem er sunnan bankans. Lagning á þessum götum, sérstaklega Kirkjuvegi, þrengir mjög að umferð og því vill lögreglan beina því lil ökumanna að nota bifreiða- stæðið sunnan bankans. Sumardagurinn fyrsti: Skátar og ferða- þjónustan slá saman Dagskrá sumardagsins fyrsta hefst klukkan 11.00 með því að tilkynnt verður í Safnahúsinu hver verður Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2005. Hefðbundin skrúðganga skáta verður frá Ráðhúsinu kl. 13.30 og klukkan 14.00 hefst skemmtidagskrá undir stjórn skáta í Iþróttamið- stöðinni. Fimleikafélagið Rán, Hressó og leikskólamir rnunu skemmta þar. Nýnæmi er Ferðalangur á heima- slóð, þar sem aðilar í ferðaþjónustu munu kynna bæjarbúum og öðrum hvað þeir hafa upp á að bjóða. I tengslum við þessa kynningu verður myndasýning í Flugstöðinni þar sem saga hennar og flugs í Vest- mannaeyjum verður rakin. Auk þess munu Hestaleigan í Lukku, Fjólan, Café María og Hótel Þórshamar kynna þjónustu sína á sérstöku kynningarverði. Kristín Jóhannsdóttir, markaðsfull- trúi bæjarins, segir að Reykja- víkurborg hafi riðið á vaðið með Ferðalang á heimaslóð sem er hugsuð til að kynna það sem hún hefur upp á að bjóða. „Nú var ákveðið að landsbyggðin yrði með líka og er dagskráin hugsuð til að kynna heimamönnum víðs vegar um landið eitthvað af því sem þeirra eigin ferðaþjónusta hefur upp á að bjóða. Nokkur ferðaþjónustufyrirtæki í Vestmannaeyjum gripu gæsina og ætla að vera með kynningu eða sértilboð í tilefni dagsins. Hápunkt- urinn verður örugglega í Flugstöðinni þar sem verður sýning á gömlum og nýjum myndum úr fluginu allt frá dögum Bjama Jónassonar fram til þess að núverandi vélakostur Flugfélags Vestmannaeyja tók við. Þetta verður kannski smátt í sniðum til að byrja með. Allir í ferðaþjón- ustunni fengu tilkynningu um dagskrána og vonandi verða fleiri með næst,“ sagði Kristín en hægt er að fá upplýsingar um Ferðalanginn á ferdalangurinn.is. Kristín sagðist hafa rætt þetta við skátana sem strax voru til í samstarf um dagskrána á Sumardaginn fyrsta. „Við auglýsum saman, þeir verða með sína hefðbundnu dagskrá og hægt verður að fá skátakakó hjá þeim að henni lokinni." r ' '11 JWL i gk : ■ WSl H Surtseyjarraðstefna gæti orðið í Undirbúningur að ráðstefnu um Surtsey er í fullum gangi ásamt því að hér verði sett upp Surtseyjarstofa. Hugmyndin er að þar verði safnað saman öllum þeim upplýsingum og gögnum sem til eru um Surtsey og að rannsóknum á eynni yrði stjómað héðan. Bergur Elías Ágústsson, bæjar- stjóri, hefur unnið að málinu ásamt Amari Sigurmundssyni formanni bæjarráðs og Lúðvík Bergvinssyni bæjarfulltrúa og þingmanni. „Við byijun júní höfum verið að undirbúa ráðstefnuna í samráði við Sigríði Önnu Þórðar- dóttur umhverfisráðherra. Hún verður haldin í Vestmannaeyjum og gæti orðið 2. eða 3. júní þó er það ekki endanlega ákveðið," sagði Bergur. Um leið er unnið að stofnun Surtseyjarstofnunar í Vestmanna- eyjum og er hugmyndin að hún verði starfrækt í tengslum við Náttúmstofu Suðurlands í Vestmannaeyjum. „Við sjáum fyrir okkur að þama gæti skap- ast eitt starf að minnsta kosti.“ Sinueldur ógnaði Höfðabóli Lögreglu var tilkynnt um tveiuu sinuelda í vikunni. Annars vegar var kveikt í sinu á Nýjahrauni en ekki urðu miklar skemmdir á gróðri þar sem tókst að slökkva eldinn það fljótt. Hins vegar var tilkynnt um að sinu- eldur ógnaði Höfðabóli og þurfti að kalla út slökkvilið til að ráða niðurlögum eldsins. Hins vegar urðu engar skemmdir á Höfðabóli. Tvö slys úti ásjó Tvö vinnuslys vom tilkynnt lögreglu í vikunni og áttu þau sér bæði stað um borð í Snorra Sturlusyni VE. Fyrra slysið átti sér stað þann 10. aprfl sl. þegar skipverji utn borð fékk gilskrók í sig og slasaðist alvarlega. Hann var fluttur með þyrlu vamaliðsins á sjúkrahús í Reykjavík. Tildrög slyssins em í rannsókn. Seinna slysið átti sér stað þann 12. apríl sl. þegar skipverji sem var að vinna í lest klemmdist þannig að fingur fór úr liði. Hann var fluttur í land með Vestmannaey VE.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.