Fréttir - Eyjafréttir - 21.04.2005, Qupperneq 16
16
Fréttir / Fimmtudagur21. apríl 2005
Með fullan poka af þolinmæði
Mál Sigurðar Guðmundssonar, sem sakfelldur var fyrir að hafa valdið dauða níu mánaða
gamals barns, verður tekið fyrir hjá Mannréttindadómstóli Evrópu
SIGURÐUR: Það er klárt mannréttindabrot og auk þess var ekki tekið
tillit til þess að móðirin er flogaveik og tók lyf alla meðgönguna og á meðan
á brjóstagjöf stóð. Það getur leitt til þess að æðakerfið hrynur og barnið
var með auka milta.
Um síðustu helgi bárust þau tíðindi írá
Strassborg að mál Sigurðar Guð-
mundssonar, sem sakfelldur var fyrir
tveimur ámm fyrir að hafa valdið
dauða níu mánaða gamals bams, yrði
tekið fyrir hjá Mannréttindadómstóli
Evrópu. Talið var sannað í málinu að
barnið hafi dáið eftir að hafa verið
hrist harkalega. Þetta gerðist 2. maí
árið 2001 og var Sigurður handtekinn
10. september sama ár og hnepptur í
varðhald. Hann fékk síðar þriggja ára
fangelsisdóm í undirrétti sem var
styttur í 18 mánaða fangelsisvist í
Hæstarétti. Hann hefur nú afplánað
tólf mánuði og er á skilorði til 28. júní
nk.
Sigurður hefur frá fyrstu tíð haldið
fram sakleysi sínu og telur margt
athugavert við málsmeðferðina. Sú
ákvörðun mannréttindadómstólsins að
taka málið upp er mikill áfangasigur
fyrir Sigurð enda er níu af hverjum tíu
málum vísað frá dómi. Segir Sigurður
að þeir hefðu ekki tekið málið fyrir
nema þeir hefðu séð ákveðin mann-
réttindabrot í málsmeðferðinni.
Málið er einstakt á Islandi og raunar
hefur slíkt mál aldrei áður komið upp
á Norðurlöndum. Þess vegna er um
ákveðið prófmál að ræða og hefur
Sigurður fengið gjafsókn hjá Mann-
réttindadómstólnum. Hann hefur
gagnrýnt málsmeðferðina alla, til að
mynda fékk verjandi hans, Sveinn
Andri Sveinsson, ekki að spyrja
læknaráðið beint og sama fólk var í
ráðinu í bæði undir- og yfirrétti. Hann
segir hvort tveggja klár mannréttinda-
brot sem og ákvörðun Hæstaréttar að
vísa frá erindi átta erlendra sér-
fræðinga sem sögðu allir að það væri
útilokað að bamið hafi verið hrist.
„Það er klárt mannréttindabrot og
auk þess var ekki tekið tillit til þess að
móðirin er flogaveik og tók lyf alla
meðgönguna og á meðan á brjóstagjöf
stóð. Það getur leitt til þess að æða-
kerfið hrynur og bamið var með auka
milta. Það var aðeins einn meina-
fræðingur fyrir dómi en ekki var tekið
tillit til þeirra átta sem lögðu fram álit
eftir að hafa lesið kmfningaskýrsluna.
Sú heitir Þóra Stephensen og hún í
raun giskar á hvað hafi gerst og leitast
núna við að sanna þá ágiskun sína.“
Til að mynda segir Sigurður að hún
hafi sjálf sent út sýni til Bandaríkjanna
til að fá úr þessu skorið en þegar á
reyndi hafi hún neitað að láta verjanda
hans fá aðgang að þeim gögnum. „Við
þurftum að leita beint út til Banda-
ríkjanna til að fá að sjá niðurstöður
þeirra og þær vom á þá leið að það
gætu verið þrjár ástæður fyrir láti
bamsins, shaking baby syndrom, C-
vítamínskortur og ofnæmi."
Sigurður bendir einnig á að ef
bamið hafi dáið úr „shaking baby
syndrorrí* þá hafi þau verið tvö að
vinna þama en alltaf var aðeins horft
til hans. „Síðan er annað sem var ekki
litið til en það er sú staðreynd að ef
barn er hrist þá geta liðið allt að 72
tímar þangað til það missir með-
vitund."
VIII fá uppreisn æru
Sigurður bætti við að bamið hafi verið
veikt heima hjá sér nóttina áður en það
deyr þannig að margt er óvíst í þessu
máli en hæstiréttur komst þó að þeirri
niðurstöðu að Sigurður bæri ábyrgð á
dauða bamsins.
Hann tók út sinn dóm á Kvía-
bryggju mestallan tímann en dvaldist
síðustu þrjá mánuðina á Vemd þar
sem hann þurfti meðal annars að fara í
áfengismeðferð, þó hann hafi alla tíð
verið bindindismaður. Aður en
Sigurður hóf afplánun hafði hann
kynnst núverandi eiginkonu sinni,
Sigrúnu Sigmarsdóttur og eru þau
búin að koma sér vel fyrir í Eyjum.
Baráttan heldur áfram enda segir
Sigurður að erfitt sé að sætta sig við að
vera dæmdur fyrir eitthvað sem hann
gerði ekki.
„Við höfum fullan poka af þolin-
mæði og það veitir ekki af enda má
búast við að málið taki allt að sjö ár í
meðferð úti í Strassborg. Nú em
komin tvö ár frá því ég kærði og þvf
fimm ár eftir.“
Sigurður vill fá uppreisn æm. Hann
hefur lent í vandræðum með að fá
vinnu vegna dómsins og margt hefur
gengið honum í óhag eftir að ósköpin
dundu yfir. Hann segir lögfræðing
sinn nú þegar vera farinn að vinna að
skaðabótakröfu á hendur ríkinu en
erfitt sé að meta í fjárhæðum hvaða
áhrif dómurinn hefur haft. Það er ekkj
nóg með að hann berjist við íslenska
ríkið lyrir mannréttindadómstólnum í
Strassborg heldur hefur hann einnig
kært sýslumanninn í Kópavogi.
„Þannig var að þegar ég var hand-
tekinn var gerð húsleit heima hjá mér.
Þeir skemmdu þar tölvuna mína og
týndu ýmsu sem þeir tóku. Til dæmis
týndu þeir öllu bókhaldinu mínu sem
og bamavagni. Þeir bmtu líka á mér
varðandi bömin mín,“ sagði hann og
útskýrði það nánar.
„Eftir dóminn yfir mér þá átti fyrr-
verandi kona mín erfitt og það þurfti
að taka bömin af henni. Tvö þeirra
vom sett í fóstur til ömmu sinnar og
afa en tvö önnur vom sett til ókunnugs
fólks. Það mátti ekki gera án þess að
ræða við mig enda vomm við með
sameiginlegt forræði. Sigrún gerði sér
ferð í Kópavoginn og ræddi við
yfirvöld þar og bauðst til að taka
bömin hingað til Eyja. Því var ekki
sinnt og ég tel þau, ásamt félagsyfir-
völdum í Kópavogi, hafa brotið illa á
mér.“
Síðastí vettvangur baráttu Sigurðar
er við sýslumannsembættið í Eyjum
sem hefur lagt inn ósk um að Sigurður
verði gerður gjaldþrota vegna ó-
greidds sakarkostnaðar. Nemur hann
tæpum fimm milljónum króna.
Sigurður hefur staðið í stappi vegna
þessa þar sem ekki má gera hann
gjaldþrota vegna opinberra gjalda
svona skömmu eftir afplánun. Hafa
menn deilt um hvort um opinber gjöld
sé að ræða eða ekki. Niðurstaðan var
sú að fresta málinu fram á sumar en
eftir bréf mannréttindadómstólsins þar
sem ljóst er að málið verður tekið fyrir
hefur Sigurður farið fram á að
gjaldþrotsbeiðninni verði frestað fram
yfir úrskurð dómstólsins. Það á enn
eftir að koma í ljós hvort yfirvöld
verða við beiðni hans.
svermi @ eyjafrettir. is
Hippahátíðin verður um helgina:
Ballið verður
frá klukkan
sjö til eitt
Nú er blásið til fjórðu Hippahátíðar-
innar í Eyjum en hún verður með
nokkuð breyttu sniði því nú mega
böll í Höllinni ekki standa lengur en
til klukkan eitt á nóttunni. Við þessu
er brugðist með því að byija fyrr og
þeir sem mæta tímanlega fá glaðning.
Sjálf hátíðin hefst á föstudaginn með
Hátíð hippans og þjóðlagakvöldi.
Aðstandendur eru bjartsýnir á aðsókn
og vísa til þess að hippamir tóku því
sem að höndum bar og höfðu mikla
aðlögunarhæfileika.
„Við vitum minnst um það,“ sagði
Helga Jónsdóttir, talsmaður Hippa-
hátíðarinnar, þegar hún var spurð
hver staðan væri um bann við böllum
eftir klukkan eitt í Höllinni.
„Hallarbændur ætla að bregðast
myndarlega við þessum aðstæðum og
á hátíðin að byija klukkan sjö á
laugardaginn. Aðgangur er 2000
krónur en þeir sem mæta fyrir
ldukkan átta fá mat í kaupbæti auk
hamingjustundar á bamum til
klukkan hálf níu,“ sagði Helga.
Sjálf Hippahátíðin hefst strax á
föstudagsmorguninn klukkan tíu
þegar Hippabandið fer um bæinn
með tónlist sína og heimsækir
fyrirtæki, stofnanir og velunnara.
„Klukkan átta er svo Listahátíð
hippans í Vélasal Listaskólans þar
sem er að finna bíl og herbergi
hippans. Auk þess sýnum við
eftirprentanir frá hippatímanum sem
em til sölu. Þama verður líka nytja-
sýning, fatnaður og fylgihlutir eins og
skartgripir og töskur sem em svo stór
hluti af ímyndinni. Um klukkan níu
verður þjóðlagahátíð hippans sem
gæti staðið fram á nótt því mér
vitanlega em engin tímamörk á
þessum tónleikum. A laugardaginn
HIPPABANDIÐ: Helga, Hrafnhildur, Arnór, Grímur, Jóhann Ágúst, Sæþór, Páll Viðar og Ágúst.
verða sýningamar opnar og þar
verður allt tíl sölu.“
Helga segir að hápunkturinn verði
í Höllinni um kvöldið og hún óttast
ekki að breyttur tími á skemmtuninni
hafi áhrif á aðsóknina. „Hippamir
tóku því sem að höndum bar og nýttu
það sem náttúran bauð hverju sinni.
Þeir höfðu einnig ótrúlega aðlögunar-
hæfni og nú er tækifæri til að sanna
það. Útspil Hallarbænda er líka
myndarlegt og ég held að þetta sé
tilraun sem enginn vill missa af."
Helga segist hafa orðið vör við
áhuga á fastalandinu og nokkrir hafi
þegar meldað sig. „Það hringdi einn
sem sagðist alls ekki vilja missa af
þessu veseni öllu og hlakkar til að
mæta. Það ganga ýmsar sögur um
bæinn og ein er að einhveijir ætli að
slá upp stóm tjaldi fyrir ofan Höllina
og þar gæti gleðin staðið fram á
morgun,“ sagði Helga að lokum.
Hippabandið skipa Amór
Hermannsson rytmagítar og söngur,
Ágúst Ingvarsson ásláttur, Grímur
Þór Gíslason trommur, Helga
Jónsdóttirsöngur, Hrafnhildur
Helgadóttir söngur og trompet,
Jóhann Ágúst Tórshamar bassi, Páll
Viðar hljómborð og Sæþór Vídó
sólógítar og söngur. Og lagalistinn
telur 70 lög.