Fréttir - Eyjafréttir - 21.04.2005, Page 19
Fréttir / Fimmtudagur 21. apríl 2005
19
n sem hefst á
sigur á Stjörnunni í oddaleik
Batnandi mönnum er best að lifa,
stendur einhvers staðar og að mörgu
leyti má heimfæra það upp á kvenna-
lið IBV því leikur þess hefur heldur
betur legið upp á við í undanfömum
leikjum. Sérstaklega hefur varnar-
leikurinn tekið stakkaskiptum en IBV
spilaði sinn besta leik í langan tíma í
þriðja og síðasta leik gegn Stjömunni
í undanúrslitunum. Eyjastúlkur vom í
raun betra liðið í öllum þremur leikj-
unum en ótrúlegur klaufaskapur og
óheppni varð til þess að útileikurinn í
Garðabæ tapaðist. En stelpurnar
sýndu það í oddaleiknum að þar er á
ferð lið sem Haukar ættu að varast.
Eins og við var að búast var fyrsti
leikur liðanna jafn og spennandi.
Aldrei rnunaði meira en tveimur
mörkum á liðunum en yfirleitt var
jafnt og liðin skiptust á að skora.
Þegar rétt um hálf mínúta var eftir var
staðan jöfn, 19:19 og Eyjastúlkur í
sókn. Eva Björk Hlöðversdóttir braust
þá í gegn, fiskaði víti sem hún tók sjálf
og tryggði IBV um leið sigurinn,
20:19. ,
Mörk ÍBV: Alla Gokorian 6/3, Eva
Björk Hlöðversdóttir 5/4, Guðbjörg
Guðmannsdóttir 4, Darinka Stefano-
vic 2, Tatjana Zukovska 2, Anastasia
Patsiou 1.
Varin skot: Florentina Grecu 20/1.
Leikurinn í Garðabænum þróaðist
til að byrja með á svipaðan hátt, liðin
skiptust á að skora og var jafnt framan
af fyrri hálfleik. En í síðari hálfleik
tóku Eyjastúlkur öll völd á vellinum
og fljótlega fór að draga í sundur með
liðunum. Mestur varð munurinn sex
mörk en þegar fjórar mínútur vom
eftir af leiknum var hann kominn
niður í íjögur mörk.
Þá tók við ótrúlegur leikkafli þar
sem Eyjastúlkur voru um tíma aðeins
þrjár á móti sex. Auk þess fóm
leikmenn hreinlega á taugum, tóku
rangar ákvarðanir og vissulega mátti
deila um nokkra vafasama dóma á
lokakaflanum. Þannig var boltinn t.d.
dæmdur af ÍBV þegar tíu sekúndur
vom eftir en þá átti IBV að fá aukakast
í stað þess að missa boltann. Stjömu-
stúlkur þökkuðu svo pent fyrir sig,
skomðu sigurmarkið þegar aðeins
tvær sekúndur vom eftir og lokatölur
urðu 24:23.
Mörk ÍBV: Alla Gokorian 8/1,
Anastasia Patsiou 6, Eva Björk Hlöð-
versdóttir 4/1, Darinka Stefanovic 3,
Guðbjörg Guðmannsdóttir 2.
Varin skot: Florentina Grecu 26/3.
En með tapið í Garðabænum á
bakinu, mættu leikmenn ÍBV til leiks í
oddaleikinn staðráðnar í að sanna sig
fyrir alþjóð. Reyndar byrjaði Stjaman
betur í leiknum en um miðjan fyrri
hálfleikinn tóku Eyjastúlkur við sér,
komust í fyrsta sinn yfir og litu ekki
um öxl eftir það. Mestur varð mun-
urinn átta mörk og lokatölur 32:24.
Vonandi
að toppa á réttum tíma
Alfreð Finnsson, þjálfari ÍBV var
kátur í leikslok. „Eigum við ekki bara
að segja að þetta hafi verið með okkar
betri leikjum í vetur. Við byrjuðum
reyndar illa en náðum okkur svo á
strik og mér fannst við spila fanta-
góðan handbolta í 45 mínútur. Við
leystum það líka betur núna þegar Alla
var tekin úr umferð, notuðum meira
breiddina á vellinum og losuðum svo
reglulega um Öllu enda stoppar hana
enginn þegar hún kemst á strik.
Vamarleikurinn hefur verið vaxandi
hjá okkur og markvarslan er líka
svakaleg. Þegar við leikum svona
góða vörn þá ver Florentina yfir
tuttugu skol enda er Flora mikil
stemmningsmanneskja. Þetta var
mjög skemmtilegur leikur, stórgóð
stemmning í húsinu og leikmenn
hreinlega nærast á svoleiðis
stemmningu."
Er liðið að toppa á réttum tíma?
„Auðvitað vona ég það en ég ætla
ekki að fullyrða neitt um það. Eg þarf
að nota Ingibjörgu og Önu Perez
meira, þær komu inn á í dag og
spiluðu vel. En við höfum verið afar
óheppin með meiðsli, höfum fengið
okkar skammt af þeim og ég vona að
við verðum laus við þau það sem eftir
lifir tímabilsins."
Mörk ÍBV: Anastasia Patsiou 10, Eva
Björk Hlöðversdóttir 8/5, Tatjana
Zukovska 4, Alla Gokorian 3,
Ingibjörg Jónsdóttir 1, Guðbjörg
Guðmannsdóttir 1.
Varin skot: Florentina Grecu 29/1.
| Undanúrslit karla - Fyrsti leikur: ÍBV 30 - Stjarnan 29
Enn munaði aðeins einu marki
-Sigurður Ari átti stórleik og hefur aldrei staðið sig betur á ferlinum
SIGUÐUR Ari skorar hér eitt af átta mörkum sínum í leiknum á þriðjudaginn.
Eyjamenn unnu fyrsta leikinn í
viðureign sinni gegn IR í undan-
úrslitum Islandsmótsins í Eyjum á
þriðjudaginn. Munurinn var aðeins eitt
mark eins og í leikjunum þremur gegn
Fram í átta liða úrslitunum. Heima-
menn voru mun sterkari lengst af,
leiddu að meðaltali með fimm mörk-
um en staðan í hálfleik var 15:10. Það
leit út fyrir rólegan leik allt þar til
tæpar tíu mínútur voru eftir en þá tókst
IR-ingum að saxa á forskotið og
jöfnuðu á lokamínútunni í fyrsta sinn.
Zoltan Belanyi tryggði ÍBV hins vegar
sigurinn með marki úr víti þegar rétt
tæp mínúta var eftir og lokatölur 30:29
fyrirÍBV.
ÍBV fór mjög vel af stað, tók
landsliðsmanninn Ingimund Ingi-
mundarson nánast úr umferð og fyrir
vikið náði hann sér engan veginn á
strik í sóknarleiknum. Heimamenn
skoruðu fyrstu tvö mörkin og náðu
strax góðu forskoti. Mestur varð
munurinn í fyrri hálfleik sex mörk en
undir lok hálfleiksins náðu IR-ingar
aðeins að laga stöðuna enda voru
leikmenn IBV um tíma aðeins þrír
inni á vellinum, þar af tveir úti-
leikmenn. Munurinn var kominn
niður í þrjú mörk en góður lokakafli
hjá IBV varð til þess að í hálfleik
munaði fimm mörkum.
Framan af síðari hálfleik skiptust
liðin á að skora, ÍR-ingar minnkuðu
muninn en Eyjamenn juku hann aftur.
Þannig gekk þar til um tíu mínútur
voru eftir. Þá brugðu IR-ingar á það
ráð að taka þá Sigurð Ara Stefánsson
og Tite Kalandaze úr umferð en
reyndar höfðu þeir tekið Tite úr
umferð frá fyrstu mínútu. Við það
riðlaðist sóknarleikur ÍBV, ÍR-ingar
nýttu sér það og jöfnuðu 29:29 þegar
aðeins tæpar tvær mínútur voru eftir.
Eyjamenn fengu svo víti þegar um 50
sekúndur voru eftir og úr því skoraði
Zoltan Belanyi. Síðasta orðið átti hins
vegar Roland Eradze sem toppaði
stórleik sinn með því að verja síðasta
skot ÍR-inga.
Það sem stendur upp úr eftir leikinn
er góður vamarleikur ÍBV, sérstaklega
í fyrri hálfleik enda skoruðu IR-ingar
aðeins tíu mörk í hálfleiknum. Mark-
varslan var á heimsmælikvarða og
stuðningur áhorfenda minnti á gömlu
„góðu“ tímana, þegar gamli salurinn
var troðfullur og stemmningin eftir
því.
Sigurður Ari Stefánsson átti stórleik
fyrir IBV, skoraði átta mörk og gaf
nokkrar fínar stoðsendingar. „Eg var
ákveðinn í að það væri kominn tími til
að láta til mín taka í þessari
úrslitakeppni. Eg var ekki sáttur við
sjálfan mig í leikjunum gegn Fram og
það var kominn tími til að sýna hvað
ég get. En þetta var fínn leikur hjá
okkur og þó þeir hafi jafnað þama
undir lokin verður maður bara að
halda haus og klára leikinn. Næst er
það bara að taka IR-ingana á útivelli,"
sagði Sigurður að lokum.
Zoltan Belanyi, hinn reyndi homa-
maður var þyngdar sinnar virði á
lokakaflanum, skoraði mikilvæg
mörk, m.a. síðasta mark IBV. „Við
vomm að klúðra svolítið á loka-
kaflanum og gerðum sóknarmistök.
Við vomm svolítið stressaðir og nýir
leikmenn vom að koma inn þannig að
við náðum aldrei góðum sóknarleik
síðustu mínútumar. Vömin í leiknum
var frábær allan tímann og Roland
varði mjög vel. Við náðum að stoppa
Ingimund í leiknum og það er aðal-
atriðið gegn ÍR. Vamarleikurinn er
aðalatriðið því við skomm alltaf nóg
af mörkum. Svo var líka frábært að fá
svona góðan stuðning í kvöld.
Áhorfendur vom okkar áttundi maður
og við óskum bara eftir því í næsta
leik að fá sama stuðning og kannski
aðeins meiri."
En var ekkert erfitt að fara á
vítalínuna undir lokin ?
,Jú, það var mjög erfitt. Strákamir
spurðu mig hvort ég væri ekki til í að
taka þetta og ég var það. Sem betur
fer skoraði ég.“
Mörk IBV: Sigurður Ari Stefánsson
8, Tite Kalandaze 7, Samúel ívar
Ámason 5, Zoltan Belanyi 4, Robert
Bognar 3, Grétar Eyþórsson 2, Svavar
Vignisson I.
Varin skot: Roland Eradze 23.
Töpuðu
íótta
marka leik
KFS lék á laugardaginn þegar strák-
amirmættu Leikni R. íEgilshöll.
KFS féll sem kunnugt er úr 2.
deild sfðasta sumar en á sama tíma
enduðu Leiknismenn í 3. sæti sömu
deildar og því nokkur styrkleika-
munur á liðunum. Leiknismenn
vom sterkari framan af og skomðu
fyrsta markið á 14. mínútu og bættu
svo við öðm aðeins tveimur mín-
útum síðar og í hálfleik var staðan
2:0.
Leiknismenn byrjuðu svo á að
komast í 3:0 í upphafi síðari hálf-
leiks en lokakafii leiksins var
skrautlegur. Víðir Róbertsson
byrjaði á að minnka muninn fyrir
Eyjamenn en Leiknismenn svömðu
stuttu síðar og staðan orðin 4:1.
Leiknismenn skoruðu svo fimmta
markið fimm mínútum fyrir
leikslok en KFS bætti svo við
tveimur mörkum undir blálokin,
það gerðu þeir Trausti Hjaltason og
Ivar Róbertsson og lokatölur því 5:3
fyrir Leikni.
Fyrstaopna
golfmótið
Fyrsta opna Hole in One mótið í
sumar fer fram í Vestmannaeyjum á
sunnudaginn.
Leikin verður punktakeppni og
verða verðlaun fyrir fimm efstu
sætin auk þess verða verðlaun fyrir
besta skor og nándarverðlaun verða
á öllum par 3 holunum.
Þátttökugjald er 2.500.- og einnig
er hægt að kaupa pakka á 6.000,-
sem er flug fram og til baka frá
Bakka með Flugfélagi Vestmanna-
eyja og mótsgjald. Skráning í mótið
er á golf.is og hjá Golfklúbbi
Vestmannaeyja í síma 481-2363.
Völlurinn í Eyjum lítur mjög vel út
og því er um að gera að skella sér í
fyrsta mót sumarsins næsta
sunnudag.
Framundan
Fimmtudagur 21. apríl
Kl. 14.00 Grindavík-ÍBV D.bikar
karla.
Kl. 19.40 ÍR-ÍBV Undanúrslit karla.
Laugardagur 23. apríl
Kl. 15.00 ÍBV-KR D.bikar kvenna.
Kl. 16.00 HK-ÍBV F.mót, 3. fl.
kvenna.
Kl. 16.15 Haukar-ÍBV Úrslit
kvenna.
Kl. 18.00 Grótta-ÍBV F.mót, 3. fl.
karla.
Sunnudagur 24. aprfl
Kl. 12.00 Afturelding-ÍBV F.mót,
3. fl. kvenna.
Kl. 13.00 Grindavík-ÍB V