Harmoníkan - 28.02.1996, Side 4

Harmoníkan - 28.02.1996, Side 4
ÞRASTASKÓGUR um verslunarmannahelgina Eins og undanfarin ár stendur Harm- oníkan fyrir útisamkomu í Þrastaskógi um verslunarmannahelgina og vonandi fáum við gott veður, það er að segja þurrviðri. Hugsanlega verða gerðar ein- hverjar breytingar á dagskrá t.d. gætu spurningakeppni og myndgetraun verið felldar niður þar sem áhugi gesta fyrir þeim er takmarkaður. Hvort eitthvað verður gert í staðinn eða dagskráin ein- faldlega stytt er óráðið. Varðeldur á sunnudagskvöldi nýtur alltaf vinsælda og almenn ánægja var með danspallinn sem við vorum svo heppin að fá seinast. Við höfum áður leitað eftir áliti gesta um hugmyndir að einhverju skemmti- legu og erum alltaf tilbúnir að hlusta á góð ráð í þeim efnum, hvort heldur varð- ar breytingar eða nýjungar til að hafa á dagskrá, eða jafnvel hvort eigi að stytta hana. Hafið við okkur samband eða sendið okkur bréf ef þið hafið góða hug- mynd. Þó kústabassi Vigfúsar Sigurðs- sonar hafi verið einn í keppni um frum- legasta hljóðfærið er sennilegt að við efnum til hennar aftur því við höfum hlerað að til séu góðar hugmyndir um frumlegt hljóðfæri sem á bara eftir að vinna úr. En allar nánari upplýsingar í næsta blaði. 1996 ÆVINTÝRIÁ GÖNGUFÖR í næsta blaði minnumst við 10 ára afmælis blaðsins. Er ekki eitthvað sem þú vilt að við leggjum meiri áherslu á í blaðinu áskrifandi góður. Má ekki bjóða þér að leggja orð í belg af þessu tilefni? Útgefendur Veríð að setja upp markaðinn í Þrastaskógi á síðasta sumri. 4

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.