Harmoníkan - 28.02.1996, Blaðsíða 17

Harmoníkan - 28.02.1996, Blaðsíða 17
Portatíve bónorðstilfæringum í Bengal (Cheng), í nunnuklaustrum sem undirleikshljóðfæri fyrir söng, á 12. öld á Englandi (að kon- unglegri fyrirmynd) sem veraldlegt hljóðfæri (portative) og að síðustu fékk það samþykki Pius páfa 12. sem harm- oníka. Snúum okkur aftur að Cheng með lausum tónfjöðrum og fylgjum því til Evrópu. Cheng hafði nógu fagra tóna til að heilla flest gagnrýnin evrópsk tóneyru. A einfalt Cheng er hægt að leika einn, eða tvo tóna samtímis og einnig fram- kalla örlítinn hristing. Það hefur fjarræn- an, afar fagran og nákvæman tón, í lík- ingu við það sem heyrist í litlu pípuorg- eli. Cheng var talið búa yfir miklum krafti, og útnefnt sem heilagt hljóðfæri í musterum Konfúsíusar í trúarlegum at- höfnum og notað sem leiðandi hljóðfæri á öllum tyllidögum. Aður en við fylgjum Cheng út úr Kína, er vert að geta þess að tónfjaðrirnar í því voru gerðar úr afar mismunandi málmum, og í sumum til- fellum notuð gullblanda. Þá var lögun þeirra einnig afar mismunandi. Það er álitið að Cheng hafi verið að finna víða í löndum Asíu og gæti hafa borist með trú- boðum eða fyrr, á tímum krossferða eða jafnvel enn fyrr með asískum kaup- mannalestum sem fóru þúsundir mílna í verslunarferðum sínum. Við vitum samt sem áður að tónfjöðrin berst til Rússlands á 18. öld þar sem hún berst í hendur tón- listarmanns að nafni Johann Wilde. Jo- hann þessi er þekktur fyrir að finna upp ákveðna fiðlutegund, varð sér úti um eða var gefið Cheng í St. Pétursborg, og lærði að spila á það. Þegar Kratzenstein, eðlis- fræðingur frá Kaupmannahöfn heyrði í honum og rannsakaði tónfjaðrimar, lagði hann til við orgelsmiðinn Kirschnik í St. Pétursborg að setja slíka tóna í orgel. Sá síðarnefndi smíðaði engin slík orgel. Hann bjó aðeins til orgel-píanó. Það var hinn velþekkti Georg Joseph Vogler frá Dramstadt sem smíðaði fyrsta orgelið með slíkum tónfjöðrum, og út frá því þróaðist stór fjölskylda hljóðfæra með tónfjöðrum eins og harmóníum, munn- hörpur og harmoníkur. Allt þetta gerðist eftir 1800. Aður en við höldum inn í 19. öldina þegar harmoníkan varð til, skulum við líta á hvaða aðrir hlutar harmoníkunnar voru fyrir í notkun. Það er vert að rekja hugmyndina um færanleika hljóðfærisins og einnig um þróun belgsins. Notkun herja Egypta og Grikkja á belgjum fyrir um 1500 fyrir Krist er kunn. Til eru skýrslur um lítil, færanleg orgel í líkingu við harmoníku, sem hafa verið grafnar upp úr rústum. Eldri heimildir er að finna á tveim leirmyndum sem voru grafnar upp í Susa í Persíu. Þessar leirmyndir eru taldar vera frá 800 f/Krist og sýna hljóð- færaleikara með orgel sem líkist harm- oníku. Einnig eru til leifar af styttu af hljóðfæraleikara að spila á lítið færanlegt hljóðfæri, spennt á brjóstkassann þar sem önnur höndin stjómar belg. Var hún graf- in upp í Tarsus á Sikiley og er frá um 200 f/Krist. I kínverska hluta Turkestan í fornum hluta Khotan var einnig önnur stytta fundin af litlu orgeli sem spennt er á brjóstkassa spilarans. Lítil loftdrifin orgel sem hægt var að bera á sér og með handdrifinn belg, virðast hafa verið í notkun meðal Islam-trúarmanna. Framhald í nœsta blaði Landsmót S.Í.H.U. 1996 Nýlega sendi framkvæmdastjórn landsmóts S.Í.H.U. frá sér fréttatil- kynningu til allra formanna sam- bandsfélaga um tímasetningu mótsins og tímalengd hvers félags á tónleik- um. Bréfið var dagsett 8. febrúar og höfðu þá 13 félög tilkynnt þátttöku en skráningu lýkur í lok febrúar sam- kvæmt bréfi þessu. Dagskráin verður eins og lýst er af ritara S.I.H.U. í pistli frá haustfundi, tónleikar hefjast kl. 14:00 og dans- leikir kl. 22:00. I bréfinu er gefið upp verð á gist- ingu og tjaldstæðum og tekið er fram að gistingu á staðnum þurfi að panta hjá framkvæmdastjóra fyrir 15. maí n.k. Þeim sem kjósa að gista á hóteli, er bent á Hótel Mosfell Hellu sem einnig hefur smáhýsi til leigu. Vissara er að hafa tímanlega samband við hótelið en frá Laugalandi að Hellu eru 14 km. Matur verður seldur landsmótsdag- ana á Laugalandi og er gefið upp verð sem hér segir: Morgunverður kr. 500, hádegisréttur kr. 600, miðdegiskaffi kr. 400 og kvöldverður kr. 1.300. Matur verður á hlaðborði og er ætlast til að hver og einn sæki sér mat sjálf- ur. Þegar er búið að ákveða matseðil í stórum dráttum og fást nánari upplýs- ingar hjá formönnum félaganna eða hjá framkvæmdastjórn. Æskilegt er að matur sé pantaður fyrirfram og reiknað með að seldir verði matar- miðar til að auðvelda innheimtu. Framkvæmdastjórn landsmóts S.Í.H.U. er þannig skipuð: Jóhann Bjarnason framkvæmdastjóri, sími 487 58155 Sigrún Bjarnadóttir for- maður H.F.R., sími 487 5882 og Stef- án Ármann Þórðarson gjaldkeri, sími 482 1170 Þ.Þ. 17

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.