Harmoníkan - 28.02.1996, Page 7

Harmoníkan - 28.02.1996, Page 7
voru þarna harmoníkuleikari (karl), gít- arleikari og söngkona frá Danmörku. Ég sá að Grænlendingar elska polka. Þeir ráku upp öskur og hlógu og klöppuðu þegar þeir heyrðu polka. Þá var þarna tuttugu manna hljómsveit frá Danmörku, mjög góð. Sirkus frá Danmörku og ým- islegt fleira. Ekki fengum við dagskrá um hvenær eða hvar við ættum að spila hverju sinni. Næsta dag vorum við að koma úr mat, en við borðuðum öll saman í mötuneyti. Þá var keyrt upp að hliðinni á okkur og sagt: Nú eigið þið að spila á þessum stað klukkan þetta. Þennan dag spiluðum við út í gamla bænum sem er minjasafn. Ansi kalt var þar og vorum við orðin loppin á fingrum þegar á leið. Sátum við á palli milli gamalla húsa, en fólkið sat á grasinu í kring. Um kvöldið spiluðum við í samkomuhúsinu. Á Jóns- messukvöldið var farið niður að sjónum. Þar var keikt í stórum bálkesti og allir dönsuðu í kringum það.. Þá var komið með dall sem í var deig. Börnin fengu löng prik og fékk hvert barn deigslettu, sem var svo vafið utan um enda priksins og síðan bakað í eldinum og borðað. Næsta dag var frí hjá okkur til kvölds. Þá áttum við að spila í samkomuhúsinu. Fyrst var sýnt grænlenskt leikrit og áttum við að spila á eftir. Þegar þangað kom , var ansi fátt og hætt við allt saman. Sú sem sá um skipulagið sagði að þetta staf- aði líklega af því að fólkið væri búið að skemmta sér yfir sig. Þar með vorum við komin í frí frá spilamennsku. En þá höfð- um við leikið öll lögin 40 og sum þeirra oft. Mig langar til að minnast á hjónin sem tóku okkur upp á sína arma. Hús- bóndinn var mjög glaðlegur og hress. Húsmóðirin var frekar til baka en tók okkur mjög vel. Bæði voru útivinnandi og voru þá synimir tveir heima fyrir há- degi. Við reyndum að tala við þá dönsku en þeir töluðu eingöngu grænlenskt mál. Svo samskipti okkar í milli voru frekar erfið. Þessa daga sem við vorum hjá þeim var mikið að gera hjá þeim. Eftir vinnu fylltist stofan af fólki. Þetta voru þeir sem áttu að leika í leikritinu sem ég hef áður minnst á. Voru þau að sauma búninga úr selskinnum. Var þá mjög glatt á hjalla. Þetta fólk er mjög glaðlegt og hlýtt í viðmóti. Ég var að dást að skinn- unum, þegar Anda (húsbóndinn) sagði: „Þú færð skinn með þér heim“. Svo eitt kvöldið þegar ég kom heim, sátu hjónin í stofu og horfðu á sjónvarpið. Ég settist hjá þeim og eftir litla stund, þá var klukk- an um hálf ellefu, segir hann allt í einu: „Nú sauma ég fyrir þig tösku og þú verð- Horft út um stofugluggann ur að horfa á“. Ég hélt að þetta væri ein- hver venja þarna og samþykkti það auð- vitað. Klukkan 4:30 um morguninn lagði hann verkið frá sér. Ég var orðin ansi framlág og frúin sofnuð í sófanum, þetta var kvöldið áður en heim skyldi haldið. Ég hugsaði, þar fór taskan fyrir bý. Hann hlýtur að senda mér hana seinna. En þegar ég kvaddi kom hann með tösk- una tilbúna. Einn daginn spurði hann hvort hann mætti prófa harmoníkuna. Þá spilaði hann nokkur lög, ágætlega. Sagði hann mér að hann hefði spilað í dans- hljómsveit í mörg ár. Já, þeir eru víða harmoníkuleikararnir. Síðasta kvöldið var svo sameiginlegur kvöldverður og voru allir leystir út með gjöfum. Síðan var haldið til þyrlu og flogið aftur til Narsassuaq. Þar gistum við á hótelinu sem var það eina á staðnum og síðan haldið heim til íslands um hádegi daginn eftir. Þessi ferð verður ógleymanleg. Ég gæti sagt frá mörgu fleira en læt hér við sitja. Ég get með sanni sagt að ég sé ekki eftir því að hafa þegið þetta boð og kynnst landi og þjóð svo sem hægt er á einni viku. Messíana Marselíusdóttir Isaftrði Hluti bœjarins Nanortalik Anda leikur af hjartans list 7

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.