Harmoníkan - 28.02.1996, Blaðsíða 8
Af haustfundi S.Í.H.U.
Haustfundur Sambands Islenskra
Harmoníkuunnenda (S.Í.H.U.) var hald-
inn á Varmalandi í Borgarfirði 7. október
s.l. í boði Harmoníkuunnenda Vestur-
lands. Auk stjórnar S.Í.H.U. voru þarna
saman komnir formenn og fulltrúar að-
ildarfélaganna alls 29 manns og var það
met þátttaka.
Ur skýrslu stjórnar:
í upphafi minntist Ásgeir formaður
Rósu Jónsdóttur frá Akureyri, en hún lést
í gær (6/10) á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri. Rósa var með okkur á vel flest-
um haustfundum ásamt manni sínum
Sigurði Indriðasyni og þekktum mörg
okkar þau mjög vel. Fundarmenn risu úr
sætum.
Verður nú vikið að helstu málum sem
stjóm S.f.H.U. hefur verið falið að vinna
að: Síðasti haustfundur samþykkti að
reynt yrði að fá hingað erlendan harm-
oníkusnilling til tónleikahalds. Ásgeir
frétti af því að Héraðsbúar væru að fá
hingað Tatu Kantomaa sem væri okkur
að góðu kunnur og því talið ástæðulaust
að hugsa um einhvem annan ef Tatu væri
til í slaginn. Það sannaðist líka enn frekar
á tónleikum hans um landið að þetta er
mikill snillingur og voru Héraðsbúum
færðar sérstakar þakkir fyrir framtakið.
Nótur frá lagakeppninni á Egilsstöð-
um:
í lok ágúst s.l. bárust (loksins) síðustu
nóturnar að keppnislögunum. Unnið er
að því á ísafirði að tölvusetja þessi lög.
Lögin verða síðan send til höfundanna til
yfirlestrar, þannig að þegar þau verða
gefin út verða höfundarnir búnir að fara
yfir þessar tölvusetningar þannig að allt
sé þetta nú rétt. Það er vonandi að þetta
nótnahefti verði komið út fyrir landsmót-
ið. Áætlað er að prenta í fyrstu minnst
100 hefti.
Þann 14. apríl s.l. varð Harmoníkufé-
lag Rangæinga 10 ára og var haldið upp
á þau tímamót 29. apríl. Ásgeir þáði boð
Rangæinga fyrir hönd S.Í.H.U. og færði
þeim við það tækifæri fána S.Í.H.U. á
áletraðri stöng >Það var eftirminnileg og
ánægjuleg hátíð<. Félag Harmoníkuunn-
enda á Suðumesjum varð 5 ára þann 21.
janúar 1995 og í tilefni dagsins voru
þeim sendar ámaðaróskir og blómvönd-
ur.
Á stjórnarfundi S.Í.H.U. á Hellu var
samþykkt að veita íslenskum harmoníku-
leikara styrk til harmoníkunáms kr.
50.000,- og hefur fjárhæðin verið afhent.
Á síðasta sumri gisti hjá Ásgeiri og
Messíönu á Isafirði ung stúlka sem er pí-
anókennari frá Kýpur. Faðir hennar
kenndi við tónlistarskóla þar, m.a. á
harmoníku. Að skilnaði var henni afhent-
ur fáni S.Í.H.U.
Fyrir ári síðan var forsvarsmönnum
félaganna sent bréf, þar sem óskað var
eftir upplýsingum um fjölda þeirra nem-
enda sem stunduðu nám í harmoníkuleik
við tónlistarskóla í þeirra heimabyggð.
Því miður bárust aðeins bréf frá 11 félög-
um. í framtíðinni væri það mjög æskilegt
að hafa einhverjar upplýsingar um fjölda
nemenda í harmoníkuleik, svo hægt sé að
bera þetta saman eftirá. Ætlunin er að
senda samskonar bréf í vetur og eru for-
svarsmenn félaganna beðnir að svara
bréfinu því þessar upplýsingar gætu orð-
ið þýðingarmiklar fyrir S.I.H.U.
Frá haustfundinum 1994, hafa þrjú ný
félög gengið í S.Í.H.U., Harmoníkufélag
Homafjarðar, Félag harmoníkuunnenda á
Siglufirði og Nikkan - Félag harmoníku-
áhugafólks í Vestmannaeyjum. Var
klappað fyrir þessum nýju félögum og
fulltrúum þeirra og þeir boðnir hjartan-
lega velkomnir í hópinn. Eitt félag er
ekki í S.I.H.U. en það er "Spor í rétta átt"
frá Vík í Mýrdal.
Harmoníkuunnendur Hveragerðis
hættu starfsemi á árinu. Gísli Brynjólfs-
son frá Hveragerði var sérstakur heiðurs-
gestur á þessum fundi, en hann hefur
sennilega verið á öllum haustfundum frá
upphafi og því „eiginlega ekki hægt að
halda fund án Gísla“ sagði Ásgeir og
menn hlógu mikið. Þar með er skýrslu
formannsins Ásgeirs S. Sigurðssonar lok-
ið.
Reikningar skýrðir
Guðrún Jóhannsdóttir gjaldkeri
Lagður var fram endurskoðaður
rekstrar- og efnahagsreikningur eins og
venja er. Því miður varð rekstrarhalli á
árinu um 130.000,- krónur, því að tekjur
urðu 120.000,- en gjöldin um 250.000,-.
Eignir eru metnar á um 1.040.000,- krón-
ur. Höfuðstóllinn er um 937.000,- krón-
ur. Mönnum fannst styrkurinn til Harm-
oníkunnar lítill en hann hljóðaði uppá
70.000,- krónur. Liðurinn „Ritföng og
Stœrstur hluti fundarmanna
8