Harmoníkan - 28.02.1996, Side 14

Harmoníkan - 28.02.1996, Side 14
Landssambandsfor- maðurínn hefur orðið S. Sigurðsson formaður S.Í.H. U. Landsmótsár er runnið upp, það er árið sem allir harmoníkuunnendur ákveða sumarleyfið með góðum fyrir- vara, láta færa til og fresta ættarmótum og stórafmælum og koma saman á lands- mót harmoníkuunnenda, að þessu sinni að Laugalandi í Holtum, dagana 21.-23. júní n.k. Allt bendir til að þetta mót verði fjöl- sótt, aðildarfélögum landssambandsins hefur fjölgað frá síðasta móti, eru nú 19 talsins og mótsstaðurinn í nálægð mikilla þéttbýlissvæða. Eg vil minna á tilmæli stjórnar S.Í.H.U. til harmoníkufélaga að auka eft- ir því sem aðstæður leyfa vægi dúetta og einleikara á tónleikum á mótinu, með því verður dagskráin fjölbreyttari. Ef litið er til liðins árs koma upp í hugann von- brigði með hve stutt við fengum að njóta harmoníkuþáttarins í Ríkisútvarpinu, þátturinn naut mikilla vinsælda og mik- illar hlustunar. Bergþóra Jónsdóttir hjá tónlistardeild R.Ú.V. segir að áformað sé að taka þáttinn á dagskrá á nýjan leik nú á vordögum. Vonandi verður svo. Það gleðilega er hve víða harmoníkan kom við sögu á hinum ýmsu sumarmót- um og skemmtunum um allt land s.l. sumar, ef vel tekst til er þetta ómetanleg kynning á harmoníkunni sem hljóðfæri, festir félögin í sessi hvert í sínu héraði og eykur metnað harmoníkuleikaranna. Á síðasta hausti var m.a. rætt um hvemig koma mætti harmoníkunni meira á framfæri og auka áhuga almennings fyrir harmoníkumúsík og námi á hljóð- færið. Stjóm S.Í.H.U. var falið að skipa 3 manna nefnd til að gera tillögur um þetta. I nefndina hafa verið skipuð: Einar Guðmundsson, Borgarsíðu 37,Akureyri, formaður, - Sigrún Halldórsdóttir, Breiðabólstað, 371 Búðardal og Guð- mundur Samúelsson, Rauðalæk 18, 105 Reykjavík. Nefndin skili tillögum til að- alfundar S.Í.H.U. nú í sumar. Ég hvet alla unnendur harmoníkunnar til að hafa samband við nefndina og veita henni stuðning með góðum hugmyndum og ábendingum. Að lokum óska ég ykkur öllum gleði- legs og gæfuríks árs, með þökk fyrir ánægjuleg samskipti á liðnu ári. Asgeir S. Sigurðsson Coupe Mondiale 1995 í Svíþjóð Coupe Mondiale - hvað er nú það? Jú það er hvorki meira né minna en heims- meistarakeppni í harmoníkuleik sem haldin er á vegum C.l.A. (Confeteration Intemationale des Accordionistes) sem er deild innan UNESCO. Keppnin var að þessu sinni haldin í Avesta í Svíþjóð dag- ana 19.-21. október á síðasta ári. Alls höfðu 30 einstaklingar tilkynnt þátttöku, en keppt var í tveimur flokkum, í list- rænni tónlist - Coupe Mondiale og skemmtitónlist - Virtuoso. Tilkynningar um þátttöku voru 15 í hvorum flokki, en raunin varð sú að 18 mættu til leiks, 8 í flokki Coupe Mondiale og 10 í flokki Virtuoso. Skipuleggjendum keppninnar fannst miður hversu margir þeirra sem höfðu skráð sig, mættu ekki til leiks og töldu að eitthvað þyrfti að gera til að slíkt endurtæki sig ekki. En ástæður geta ver- ið mismunandi sem sést á því að helsta von Svía, Pirre Eriksson slasaðist á hendi og var því ekki keppnisfær. Dómarar í Coupe Mondiale voru: Kevin Friedrich U.S.A., Mika Váyrenen Finnlandi, Frédéric Deschamps Frakk- landi, Alexander Dimitriev Rússlandi og Mandic Vladimir Serbíu. í flokki Virtu- oso voru dómarar: Sören Rydgren Sví- þjóð, Juan Carlos Danmörku, Oleg Sharov Rússlandi, Frédéric Deschamps Frakklandi og Maddalena Belfiore U.S.A. Hljóðfæraleikur var allur í háum gæðaflokki og áttu dómarar í erfiðleikum með að gera upp á milli keppenda.keppn- in fór þannig fram að eftir að hver kepp- andi hafði lokið leik sínum, gáfu dómar- ar honum stig áður en næsti keppandi hóf leik, og urðu áheyrendur og næsti kepp- andi að bíða eftir niðurstöðum dóm- nefndar. Fyrstu þrjú efstu sœtin hlutu: í flokki Coupe Mondiale: 1. Vitali Dimitriev Rússlandi 2. Phileppe Bourlois Frakklandi og Bruno Maurice Frakklandi (báðir í öðru sæti) 3. Alexander Matveev Rússlandi. I flokki Virtuoso röðuðu Frakkar sér í fjögur efstu sætin en þrír efstu voru: 1. Fabrice Coussoux, 2. Julien Labro og 3. Raphael Limousin. Julien Labro sem er aðeins 15 ára, vann hug og hjörtu áheyr- enda með leik sínum og ekki síst fyrir sérstæða og líflega framkomu á sviði. Á þingfundi CIA sem var haldinn í lok keppninnar, var Nils Flacke heiðrað- ur með „Merit Award“. Á sama fundi voru einnig ákveðnir staðir til að halda næstu keppnir, og verða þær sem hér segir: 1996 í Slóvakíu, 1997 Reinach nærri Luzern í Sviss, 1988 Utrecht í Hollandi, 1999 í Serbíu (ef aðstæður leyfa) og árið 2000 aftur í Avesta í Sví- þjóð. Heimild: Dragpelsnytt Þ.Þ. 14

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.