Harmoníkan - 28.02.1996, Qupperneq 16

Harmoníkan - 28.02.1996, Qupperneq 16
HARMONIKAN Þessi grein er þýdd úr bókinni „ The Golden Age of the Accordion en í for- mála útgefanda segir m.a.: Fyrir um það bil 40 árum var skrifuð í Bandaríkjunum frábœr bók af Toni Charuhas (seinna Toni Charuhas Meek- ins) sem heitir „The Accordion“ (Harm- oníkan), sem var ritgerð í lokaverkefiii til meistaragráðu í tónlist við Catholic Uni- versity of Amerika. Bókin var gefin út 1955 af Accordion Music Publishing Company, en eigandi þess er Pietro Deiro yngri. Bókin er vísindaleg rann- sókn á uppruna harmoníkunnar en hefur verið ófáanleg frá 1972. Hér á eftirfer formáli Pietro Deiro yngri að bókinni og síðan 1. kafli hennar. Formáli Pietro Deiro yngri Uppruni og þróun harmoníkunnar hefur verið allmikið á reiki og ekki alltaf rétt farið með og vefengd af harmoníkuunnendum. Höfundur rek- ur hér í greinargerð uppruna harm- oníkunnar í Kína og í gegnum grísku og rómversku tímabilin, þar sem hún er í samfélagi við önnur hljóðfæri, sem horfin eru fyrir löngu, og endar síðast sem píanó-harmoníka, sem við með ástúð nefnum smá-orgel. Hún inni- heldur heildar upplýsingar um harm- oníkuna, sögu hennar, uppbyggingu og hugsjónir. Þó hún sé upprunalega skrifuð fyrir aðdácndur harmoníkunn- ar, er hún einnig aðgengileg fyrir aðra sem eru að byrja að gera sér grein fyr- ir hvað harmoníkan er raunverulega öflugt hljóðfæri. Þú munt verða undr- andi á því sem fram kemur, það er, hve stór gjá er á milli þess að bara spila á harmoníku og vita sögu hennar og þróun. 1. kafli - Uppruni og þróun. Píanóharmoníka okkar tíma hefur náð stórum áföngum í hinum viðurkennda tónlistarheimi. Frá einföldu hljóðfæri sem á var spilað á ferjubátum, í veitinga- húsum og fyrir þjóðdönsum, hefur hún unnið sér sess á öllum skólastigum, í tón- leikasölum og með sinfóníuhljómsveit- um. Eins og það er óraunsætt að bera saman frumgerð vatnsorgels við nútíma pípuorgel, er það fjarstæðukennt að jafna saman fyrstu klunnalegu harmoníkunni snemma á 19. öldinni, við margslungna og tilfinningaríka harmoníku síðari tíma. Það tók mörg ár fyrir orgelið að verða að píanóharmoníku, sem að sumu leyti er „barn“ í heimi hljóðfæranna, þó svo að segja megi að vöxtur hennar og þróun hafi verið gífurleg á stuttum tíma. Þrátt fyrir þá staðreynd getur hún haldið fyrri stöðu sinni ein og sér, framleiðendur reyna stöðugt að bæta hana og gera hana fullkomnari. Áður en við höldum áfram að ræða um harmoníku nútímans, skul- um við leita aftur í aldirnar og rekja upp- runa hennar. Miðað við gerð harm- oníkunnar gæti maður ímyndað sér að hún sé nýlegt hljóðfæri og saga hennar tæplega mjög gömul, sem spanni senni- lega ekki nema rúmlega hundrað ár. Svo er þó ekki, því hlutar hennar eru frá því fyrir fæðingu Krists. Við segjum „hlutar“ því píanóharmoníkan er gerð úr mörgum samsettum hlutum. Cheng I meginatriðum hefur hún tónfjaðrir, er með belg, hljómborð og hnappa, og er einnig hægt að bera hana með sér. Hvern þessara hluta má rekja til mismunandi tímabila í fornsögunni. Til að rekja þró- un píanóharmoníkunnar er best að leita aftur til byijunarreits og fylgja þróuninni til nútímans. Frækorn það sem að lokum þróaðist í það að verða harmonrka er að finna í „Cheng“. Það er fornt kínverskt hljóðfæri sem nær aftur til tímabils goð- sagna í Kína. Það er leikið á það með því að blása í trémunnstykki sem er tengt við grasker sem í eru settar 17 bambuspípur, mismunandi langar. Ekki er vitað fyrir víst hvenær það kom fyrst fram á sjónar- sviðið, þó svo að Curt Sachs, frægur sagnfræðingur og bókavörður, álíti það frá tíma Nya-Kwa keisara sem var uppi um árið 3000 fyrir Krist. Það var hugsað sem eftirlíking af fuglinum Fönix, búkur, höfuð og vængir. Hvergi er minnst á það fyrr en um 1100 f. Krist og elsta myndin sem er til af því er á Háskólasafninu í Philadelphia, sem er minningarstólpi með ártalinu 551. Samkvæmt kínversk- um munnmælum er hinsvegar tónlist tal- in vera fundin upp árið 2953 f. Krist, af Fu-Shi,fyrstan af fimm guðdómlegum stjórnendum. Nu Wa sem að sögn var systir hans og samkvæmt goðsögninni æðst allra kvenna, réð ríkjum eftir hann. Heimildir eru til um að hún hafi fundið upp hljóðfærið Cheng. En þar sem allar nýjungar í kínverskum helgisögnum og goðafræði eru undantekningarlaust sagð- ar vera hugverk keisaranna eða keisara- ynjanna, ber að taka mátulega mikið mark á þeim. Látum þetta því duga um hver fann það upp, en snúum okkur að gerð þess. Þó að Cheng eða Sheng (á japönsku) hafi upphaflega verið gert úr graskersflösku er í dag notaður viður sem skorinn er í álíka form. Stúturinn er not- aður sem munnstykki og loftrör en flöskuhólfið deilir lofti í pípumar. Loft úr mannslunganu streymir í flöskuhólfið sem fær tónfjaðrimar til að sveiflast. Það er samskonar sveifla sem myndar hljóðið í harmoníkunni og flokkar hana með öðr- um hljóðfærum sem hafa sveiflandi tón- fjaðrir. Þegar minnst er á hljóðfæri með tónfjaðrir hefur sagnfræðingurinn Geir- inger nefnt fimm tegundir hljóðfæra með tónfjaðrir, eina sem hefur einfaldan (harðan) frísveiflandi tón. Þessi gerð tóna er nefnd opinn tónn. Hann er sagður op- inn vegna þess að hann er með sveigjan- lega fjöður (tungu) sem sveiflast án þess að rekast í, og sveiflan er framkölluð með lofti sem myndar hljóðið. Tónhæð og gæði tónsins fer eftir efninu í fjöðr- inni. Hljóðfæri eins og t.d. harmóníum, haiTnoníka, konsertína og munnharpa eru með slíka tóna. Hér höfum við frummyndina að harm- oníkunni. Það er þó langur vegur í þró- uninni til harmoníku nútímans. Hlutar hennar komu fram í líMylgdum í Kína, í 16

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.