Harmoníkan - 28.02.1996, Blaðsíða 19

Harmoníkan - 28.02.1996, Blaðsíða 19
Léttsveit Harmoníkufélags Reykjavíkitr Harmoníkufélag Reykjavíkur í október s.l. byrjaði Harmoníkufélag Reykjavíkur með skemmtanir í Danshús- inu í Glæsibæ. Þær voru haldnar á tveggja vikna fresti á sunnudögum milli kl. 15 og 17, og á efnisskránni einleikur eða samleikur misstórra hópa. Flestir sem fram komu voru félagar úr H.R. en einnig einhver eða einhverjir úr öðrum harmoníkufélögum. Margir eru núver- andi eða fyrrverandi nemendur Karls Jónatanssonar, á öllum aldri, allt frá byij- endum til vel sjóaðra hljóðfæraleikara. Um miðbik samkomunnar var gert kaffi- hlé en á eftir var svo stiginn dans þar sem á annan tug félaga H.R., í svo- nefndri Léttsveit léku fyrir dansi. Reikn- að hafði verið með að halda þessar sam- komur reglulega út veturinn í Danshús- inu, en einhverra hluta vegna verður ekki af því. Eftir því sem heyrst hefur, er ástæðan sú að húsráðendur töldu sig ekki hafa næg viðskipti hjá samkomugestum. Vonandi tekst stjóm H.R. að ráða fram úr þessum vanda og finna annað húsnæði. Þ.Þ. Oddur Þorkell Jóakimsson, 9 ára var yngsti einleikari dagsins. Söngdansar NótuÚtgáfan sendi nýlega frá sér nótnahefti með 15 lögum Jóns Múla Amasonar í útsetningu Magnúsar Ingi- marssonar. Lögin eru úr tveimur söng- leikjum, Rjúkandi ráði og Járnhausnum og útsett fyrir píanó, en má vel nota fyrir harmoníku þar sem bókstafahljómar eru einnig skráðir á nóturnar. Þá fylgja með textamir sem em eftir bróður Jóns, Jónas Ámason. Mörg laganna hafa náð miklum vinsældum eins og t.d. Fröken Reykja- vík, og I hjarta þér, úr Rjúkandi ráði, og Án þín, Sjómenn íslenskir erum við, og Við heimtum aukavinnu, úr Járnhausn- um. Heftið, sem nefnist Söngdansar er alls 33 tölusettar blaðsíður (A4) prýði- lega aðgengilegt, og ekki spillir útsetn- ing Magnúsar. Þ.Þ. 19

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.