Harmoníkan - 28.02.1996, Page 21

Harmoníkan - 28.02.1996, Page 21
SMÁFRÉTTASÍÐAN Af dægurlagakeppni á Héraði Eins og lesendum Harmoníkunnar er kunnugt hefur Harmoníkufélag Héraðs- búa gengist fyrir þremur dægurlaga- keppnum á liðnum árum, 1992, 1993 og 1994 þar sem þátttökuréttur var takmark- aður við Austurland. Nú hefur verið ákveðið að fjórða lagakeppnin fari fram 13. apríl n.k. í Valaskjálf á árshátíð Harmoníkufélagsins. Þessi keppni er að því leyti frábrugðin þeim fyrri að í þetta sinn var öllum félagsmönnum S.I.H.U gefinn kostur á að senda lög í keppnina. Tuttugu og sex lög bárust frá félags- mönnum úr fimm aðildarfélögum, þriggja manna dómnefnd sem til var kvödd hefur lokið störfum og valið tólf lög til úrslitakeppni á fyrmefndri árshá- tíð. Ákveðið er að hljómsveitin XD3 annist flutning laganna ásamt söngvurum og finnska harmoníkusnillingnum Tatu Kantomaa sem er harmoníkuunnendum vel kunnur frá liðnum vetri. Þeir sem hug hafa á að vera viðstaddir margnefnda lagakeppni á árshátið H.F.H. eru hvattir til að tryggja sér miða í tíma því að eftir- spurn er mikil nú þegar og er bent á að hafa samband við formann félagsins, Guttorm Sigfússon í síma 4172484. Með harmoníkukveðju Guttormur Sigfússon. Látum þá ekki sleppa... Ennþá einu sinni talandi um fjölmiðla sem fjölgað hefur sem arfaklóm á haug. Að þessu sinni beini ég aðallega spjótum mínum að hljóðvarpi og sjónvarpsrásum ríkissjónvarpsins og stöðvar tvö, en auð- vitað mega aðrir miðlar vera opnari fyrir okkar starfi í harmoníkufélögunum. Svo sýnist miðað við allt þetta úrval rása að auðveldara hljóti vera að koma efni að. Hvað um verðandi landsmót SÍHU að Laugalandi á sumri komanda, væri til of mikils ætlast að ríkissjónvarpið eða stöð 2 létu sjá sig á svæðinu til að velja og safna efni til birtingar fyrir áhorfendur sína. Brýnt er að leggja inn pöntun sem fyrst, látum þá ekki sleppa lengur. Nægur tími og peningar eru til að mynda hverja hreyfingu fyrir hand-, körfu- eða fót- boltaunnendur í nánast hvaða heimshluta sem er, ekki ósjaldan í beinni útsendingu. Þessu efni er þröngvað með á öllum sýn- ingartímum svo ekki sé talað um stóran hluta helgannaþ Allt er best í hófi. Hreint út sagt er óþolandi að minnsta kosti ríkis- fjölmiðlarnir sem eru eign þjóðarinnar sinni ekki meir en raun ber vitni ýmsu því menningarstarfi sem áhugafélög vinna að,hvað þá heldur harmoníkunni þar sem að standa félög um allt landið og vitað að fólk hungrar í létta tónlistarþætti. Landssambandsfélögin ættu að hafa margt frambærilegt og sýningarhæft á næsta landsmóti, því trúi ég og treysti. Ugglaust yrði margt misheppnaðra en nota símann í tíma og kanna undirtektir, það verður að suða þetta í gegn, með góðu eða illu, ekkert verður víst skilið fyrr en skellur í tönnum. Harmoníkuunn- endur hljóta orðið að eiga inni nokkra at- hygli. H.H. Á þorrablóti... Ekki ætti endilega að vera í frásögur færandi þótt par nokkurthafi brugðið sér á þorrablót fyrirtækis eins hér í borginni. Og þó, lát heyra. Blótið var haldið í Naustinu einum þekktasta veitingastað borgarinnar og brautryðjanda í Reykjavík að halda þorrablót. Súrsuðu pungarnir hákarlinn og sviðakjammarnir reyndust óaðfmnanlegir sem og annað er heyrir til hefðbundnu þorrablóti að rammíslensk- um sið. Ekki dró úr að skemmtiatriði heimagerð hittu í mark. öllu þessu var síðan skolað niður með nokkrum svarta- dauðasnöfsum til að fullkomna stemmn- inguna. En svo var einn liður sem alls ekki féll að hinu vanabundna blóti og nærri rústaði áðurnefnda stemmningu. Ykkur dettur trúlega í hug að veislustjór- anum hafi orðið á í messunni? Nei, öðru nær hann bullaði enga vitleysu. Tölum heldur um tónlistina er leikin var fyrir gestina með borðhaldi sem öðru, hún átti hreint ekki við tilefnið. Ekki eitt einasta íslenskt lag, ekkert sem minnti á þorra og styrkurinn eins og fyrir heyrnarskerta. Gestimir mótmæltu að vonum og marg- báðu um að breyta þessu og spila ís- lenskt. Ekkert íslenskt efni var til í hús- inu. Að lokum fékkst í gegn að slökkva á græjunum. Von að spurt sé, hvernig stendur á að þekkt veitingahús sem held- ur þorrablót með réttum mat og miði þyki íslensk tónlist ekki lengur frambæri- Að vekja til lífs á ný.. Ætlar okkur að takast nokkurn veginn að gleyma tvöföldu harm- oníkunni? Það má ekki gerast. Vekj- um hana til lífs á ný. I einstaka grein- arkorni blaðsins eða í formi tilvitnana hef ég hangið eins og hundur á roði að minna á tvöföldu harmoníkuna. Hún er líka hljóðfæri. Svo undarlegt sem það er að enn þann dag í dag skuli svo fáir sýna þessu lipra hljóð- færi áhuga hér á landi. Enginn kennir á hana hér svo ég viti til. Segjum svo að ef 10-15 manna hópur jarmaði sig saman tilbúinn í slaginn að læra á slíkt hljóðfæri væri hægt að ég tel með stuttum fyrirvara að panta er- lendan kennara, t.d. norskan til lands- ins og kippa þessu í lag. Það eru nokkur veigamikil undirstöðuatriði sem nauðsyn er að tileinka sér frá byrjun ef vel á að fara. í Danmörku og Svíþjóð er áhuginn mikið stígandi. í Noregi sem án efa er í fararbroddi á þessu sviði, er mikið af ungu fólki að læra á hljóðfærið, fyrir utan alla þá sem þegar spila. Til að benda á annan möguleika er hægt að panta sér kennslubækur að utan, þá fylgir gjarnan hljómsnælda með til að einfalda lærdóminn. Fyrir þá sem hafa áhuga vil ég benda á tvo aðila sem kenna á tvöfalda harmoníku og gefa út kennsluefni. (Ingebrigt Rygg 5714 Oppheim Norge, sími 004756520192) (Lillebror Musikk Sentrumsgarden 2310 Stange Norge, sími 004762573131) Á tvöföldu harmoníkunni hafa verið gerðar tölu- verðar endurbætur frá eldri gerðum. Vel get ég hugsað mér að vera þeim innanhandar er ekki treysta sér til að panta kennsluefni sjálfir. Brettið nú upp ermamar og látið til skarar skríða að læra á þetta bráðskemmtilega hljóðfæri. H.H. leg, heldur helli yfir gestina amerísku kántrí í fleyri klukkutíma? Spyr sá sem ekki veit. Maður skal rétt vona að önnur veitingahús brenni sig ekki á sama soð- inu. Að vonum voru margir súrir yfir þessu og vonandi einsdæmi, tjáði parið mér að lokum. H.H. 21

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.