Harmoníkan - 01.10.1996, Qupperneq 3

Harmoníkan - 01.10.1996, Qupperneq 3
FRÆDSLU, UPPLYSINGA OG HEIMILDARIT FELAGA S.I.H.U. OG ANNARRA AHUGAMANNA STOFNAÐ 14. APRIL 1986 * Ábyrgð: Hilmar Hjartarson, Ásbúð 17, 210 Garðabæ, sími 565 6385 Prentvinnsla: Prenttækni hf. Blaðið kemur út þrisvar á ári í október, febrúar og maí. Gíróreikningur nr. 61090-9. Meðal innihalds blaðsins: Fyrsta konan .............. 4 Landsmótið................. 5 Vatnavextir ................ 6 Kynning: Jenni Jóns ....... 7 Aðalfundur ................. 9 Landsmótsþankar............ 9 Heimsmethafi...............10 Heimsins stærsta...........11 Krummarnir utan ...........13 Dansað að Borg ............14 Plötudómar ................15 Handrit fyrir næsta blað þurfa að berast fyrir febrúarlok 1997. Auglýsingaverð: 1/1 síða kr. 9.500 1/2 síða kr. 6.500 1/4 síða kr. 3.500 1/8 síða kr. 2.500 AUGLÝSIÐ í HARM0NÍKUNNI Breyttir tímar Kæri Iesandi Eins og fyrirsögn greinarinnar ber með sér eru framundan breyttir tímar hvað blaðið Harmoníkuna varðar. Þor- steinn Þorsteinsson sem ásamt mér hef- ur staðið að útgáfu blaðsins umliðin 10 ár hefur ákveðið að hætta starfi sínu við blaðaútgáfuna. Þessi tilhögun er gerð í góðu samkomulagi og í mestu vinsemd af hálfu okkar beggja. Um tíma velti ég í alvöru fyrir mér að hætta líka en eftir ítarlegar vangaveltur fannst mér ég bregðast áskrifendum og lesendum blaðsins á tímum þegar jafnvel mest ríð- ur á að halda úti blaði. Mér finnst eins og mörgum öðrum sem ígrunda þessi blaðamál að blaðið sé ómissandi í harm- oníkustarfinu. Stjórn S.I.H.U. tjáði sig rækilega um þetta mál á aðalfundinum í sumar ásamt fulltrúum landssambands- félaganna og tel ég ekki vert að hætta útgáfu nú. Eg lýsti vangaveltum mínum fyrir nokkrum útgefendum harmoníku- blaða á Norðurlöndum í sumar. Þeir eru á einu máli um að félagsstarf og móts- hald ásamt ótalmörgu öðru tengdu harmoníkunni væri skugginn einn af því sem annars er án útgáfu blaðs. Það er ljóst að útgáfa blaðsins verður ekki einfaldari við það að útgefandi er einn í stað tveggja. Því ætla ég mér að minnka blaðið í 16 síður. Þó mun ég leggja mig fram við að hafa efnisval þannig að ekki komi mikið niður á áskrifendum. Megin markmið blaðsins er enn hið sama þ.e. að taka púlsinn á því helsta sem er að gerast í harmoníku- lífi í landinu og öðru sem varðar menn og málefni í harmoníkubransanum. Áskriftargjaldið mun jafnframt lækka úr 2000 kr í 1500 á ári. Ég vil taka fram að lagahöfundar sem vilja láta birta lag eft- ir sig í blaðinu munu nú beðnir um að senda það fullskapað og frágengið til blaðsins. Einnig vil ég eindregið hvetja lesendur til að senda blaðinu efni. Eins og sjá má hefur ásjóna blaðsins breyst töluvert og er það von mín að það falli ykkur í geð. Ég vona að þið takið þessum breyttu aðstæðunr með bros á brá og að ég öðlist traust ykkar og stuðning í að halda úti harmonikublaði á Islandi. Það ætti að vera hagur allra unnenda harmoníkunnar hér á landi. Mér hefur komið til hugar að bjóða uppá að auki efni óskylt harmoníkunni ef svo ber undir. Ymsan fróðleik, þjóð- legan og annars konar og meira gaman- mál en áður ef smuga er fyrir það. Það er því mikilvægt að þú lesandi góður tjáir hug þinn til blaðsins um hvernig efni þér þætti spennandi að sjá í nýju Harmoníkunni. Harmoníkuunnendur, lítum björtum augum til framtíöar. Hilmar Hjartarson Harmoníkan geymir minningarnar! Ábending til áskrifenda, áhugamanna og safnara. Tii eru flestir árgangar þlaðsins frá upp- hafi ef ykkur vantar inn í blöð. Hver árgangur kostar kr. 1000.- en hvert blað kr. 350.- Símar: 565 6385 & 896 5440 3

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.