Harmoníkan - 01.10.1996, Síða 4
Fyrsta konan í formannssæti Sambands
íslenskra Harmoníkuunnenda
Á aðalfundi S.Í.H.U. 20. júní í sumar
var Sigrún Bjarnadóttir kosin formaður
landssambandsins. Þessi félagsskapur
sem gerist æ umfangsmeiri og teygir
arma sína í nær öll umdæmi landsins,
þarfnast dugmikillar manneskju til efl-
ingar velferðarmála innan harmoníkufé-
laga landsins. Sigrún tók við af Ásgeiri
S. Sigurðssyni frá Isafirði og er hún
fimmti formaður S.Í.H.U. frá upphafi.
Hér á eftir mun hinn nýkjörni formað-
ur kynntur fyrir ykkur góðir lesendur
Harmoníkublaðsins:
Sigrún er fædd á Árbakka í Landssveit
þann 15. júní 1944. Foreldrar hennar eru
Elínborg Sigurðardóttir og Bjarni Jó-
hannsson. Hún giftist Val Haraldssyni frá
Efri Rauðalæk í Holtum þann I. júní
1968. Börn þeirra eru Þorsteinn vélamað-
ur á Hvolsvelli, Elínborg kennari á
Hvolsvelli og Olafur kerfisfræðingur í
Reykjavík. Barnabörn þeirra eru 8 tals-
ins.
Sigrún stundaði nám við Kvennaskól-
ann í Reykjavík og útskrifaðist stúdent
þaðan 17 ára. Árið 1992 útskrifaðist hún
frá Kennaraháskóla Islands en það nám
tók hún f fjarnámi með vinnunni (kennsl-
unni). Hún hefur verið nemandi Tónlist-
arskóla Rangæinga á harmoníku frá ára-
mótum 1993.
Nýkjörinn formaður hefur komið víða
við um daganna. Hún var við landbúnað-
arstörf á Árbakka hjá foreldrum sínum til
ársins 1968. Þá flutti hún að Hellu og
hefur búið þar síðan. Hún starfaði sem
saumakona staðarins til ársins 1976 en þá
hóf hún kennslu og hefur kennt hand-
mennt í Grunnskólanum Hellu síðan.
Tónmenntakennslu í Grunnskólann við
Hellu hefur hún einnig annast frá árinu
1985. Einnig starfaði hún við bókasafn
skólans um nokkurra ára skeið.
Aðspurð segist Sigrún hafa starfað að
félagsmálum frá fermingu. Fyrst í Ung-
mennafélaginu Merkihvoli í Landssveit,
þá í Kvenfélagi Oddakirkju og í Héraðs-
vökunefnd Rangæinga. Þegar Harm-
oníkufélag Rangæinga var stofnað 1985
varð hún ritari í fyrstu stjórn félagsins.
Við formennsku tók hún 1989 og hefur
verið formaður félagsins síðan. Auk þess
hefur Sigrún verið varaformaður í stjórn
Sambands Islenskra Harmoníkuunnenda
fráárinu 1993-1996.
Sign'tn Bjarnadóttir
Þegar Sigrún var 10 ára gömul byrjaði
hún að fikta við orgel eftir eyranu. 13 ára
keypti Jóhann bróðir hennar harmoníku
og fór hún strax að fikta við hana. Ári
síðar bættist svo gítar í hóp hljóðfæranna.
Sigrún segir: "Fljótlega fórum við systk-
HEIMUR HARMONÍKUNNAR í
Ríkisútvarpinu
I þættinum Heiinur harmoníkunn-
ar sem verið hefur á dagskrá Ríkis-
útvarpsins nokkurn tíma í umsjá
Reynis Jónassonar og til stóð að
leggja niður í septemberlok hefur
verið bjargað frá útrýmingu um sinn
a.m.k., vegna fjölda áskorana. Út-
sendingatímar breytast frá miðviku-
dögum til þriðjudaga kl. 13.20 og
endurtekning þáttanna færist frá
laugardögum til föstudaga kl.21.00.
Fyrsti þátturinn með breyttum út-
sendingartínta fór í loftið þriðjudag-
inn 8. október kl. 13.20. Vonandi
lendir eitthvað þarflausara efni undir
niðurskurðarhníf Ríkisútvarpsins en
„Heimur harmoníkunnar". (ATH.
það nýjasta er að þættirnir verða
aðeins út október).
Reynir Jónasson
inin að spila á árshátíðum og öðrum slík-
um samkomum. Því hélt ég áfram fram
yfir tvítugt þangað til börnin fóru að fæð-
ast".
Harmoníkufélag Rangæinga var stofn-
að 1985 og hófst þá harmoníkuspilið að
nýju eftir um það bil 20 ára hlé. Fyrsta
harmonrkan var 80 bassa Weltmeister en
árið 1989 eignaðist Sigrún Borsini Lars
Ek model sem hún á enn. Á fimmtugs-
afmæli Sigrúnar gáfu félagar í Harm-
oníkufélagi Rangæinga henni Dino Baf-
fetti harmoníku svo að nú á hún til skipt-
anna.
Þann tíma sem leið milli spilaskeið-
anna átti Sigrún ekki harmoníku en aftur
á móti gítar og rafmagnsorgel. Undir lok-
in var líka komið píanó á heimilið því
dóttirin var komin í píanónám.
Helstu áhugamál hennar eru harm-
oníkutónlist af ýmsum toga, ferðalög,
handavinna eftir hefðbundnum og óhefð-
bundnum leiðum og margt tleira sem hér
verður ekki upp talið.
Ég vil óska Sigrúnu Bjarnadóttur til
hamingju með hið veigamikla embætti.
Hilmar Hjartarson
Á HV0LFI UTAN VEGAR
Tveir sænskir lögreglumenn trúðu
vart eigin augum er þeir voru í eftir-
litsferð um Ákerbergsvágen nærri
Stokkhólmi. Þar hafði bifreið lent á
hvolfi utan vegar og fætur af manni
stóðu útundan bílnum. Eftir að hafa
kallað til sjúkrabíl í gegnum tal-
stöðina fór annar lögreglumaðurinn
að flakinu til að kanna ástand þeirra
sem í bflnum höfðu verið. Ökumaður
hafði verið einn í bflnum og var hægt
að draga hann út úr flakinu. En lög-
regluþjónninn varð afar undrandi
þegar í ljós kom að ökumaðurinn,
sem var Stokkhólmsbúi, var með
harmoníku spennta um axlirnar og
amaði ekkert að honum utan þess að
vera ringlaður eftir veltuna. Lög-
reglan bað fyrir þau skilaboð til
harmoníkuleikara að sleppa því að
spila á hljóðfærið á meðan þeir væru
að aka - og er því hér með komið á
framfæri.
4