Harmoníkan - 01.10.1996, Síða 7

Harmoníkan - 01.10.1996, Síða 7
Vigfús Sigurðsson með hinafrumlegu kastarolufiðlu (frumlegasta hljóðfœrið). íslenskir dans- og dægurlagahöfundar I blaðimi verða áfram kynntir dans- og dœgurlagahöfundar sem F.H.U.R. hefur rœkilega unnið að undanfarin ár að hefja til vegs og verðskuldaðrar virð- ingar á skemmtifundum félagsins. Að þessu sinni kynnum við Jenna Jóns. Tónskáldakynning: Jenni Jóns Jenni Jóns fæddist í Olafsvík 1. sept- ember 1906 en fluttist ungur til Patreks- fjarðar og Barðstrending kallaði hann sig alla tíð. Hann var aðeins átta ára gamall þegar hann eignaðist fyrstu harmoníkuna. Tónlistin virðist hafa verið honum í blóð borin og sextán ára var hann farinn að leika á dansleikjum fyrir vestan. Það var upphafið á löngum og farsælum tónlist- arferli sem stóð næstu áratugina. A þriðja og fjórða áratugnum var ekki alltaf mikið um vinnu og þá bjargaði margur harmoníkuleikarinn sér á spila- mennsku. Þannig var það með Jenna Jóns. A þessum árum lék hann víða um landið og var langdvölum á stöðum eins og Isafirði, Akureyri og Siglufirði. Það var ekki svo mikið um liðtæka hljóðfæra- leikara á þessunt tíma og þess vegna höfðu þeir ágæta möguleika til að drýgja tekjurnar. í stríðsbyrjun flutti Jenni til Reykja- víkur og þar átti hann eftir að koma fólk- inu út á dansgólfið næstu þrjátíu árin. Fljótlega eftir komuna til Reykjavíkur lagði hann harmoníkuna á hilluna en sett- ist við trommurnar sem urðu aðalhljóð- færi hans upp frá því. En hann átti aldrei í erfiðleikum með að fá meðspilara enda Friðjón Mallgrímsson maðurinn ákaflega góður liðsmaður, reglusamur og góður félagi. Meðal harm- oníkuleikara sem léku með Jenna á þess- um árum má nefna Gretti Björnsson, Agúst Pétursson og Jóhann Eymundsson, en þeir tveir síðastnefndu léku með Jenna árum saman. Til inarks um hve mikils álits Jenni naut, má skjóta hér inn lítilli sögu. Þegar hún gerðist var Grettir Bjömsson að hetja dansleikjaferil sinn. Móðurhans varekk- ert of vel við að senda hann út á nætur- lífið, en með því að Jenni tæki hann með sér og skilaði honum aftur að loknu balli fékk Grettir að stíga sín fyrstu spor sem dansspilari. Og hljómsveitirnar hans Jenna kunnu svo sannarlega að koma fólkinu til. Fræg er sagan af þorrablóti Barðstrendingafélagsins einhvern tíma á sjötta áratugnum. Það þótti svo skemmti- legt að það var endurtekið mánuði seinna. Margir minnast hljómsveitar Jenna Jóns úr Skátaheimilinu við Snorra- braut, Gúttó í Hafnarfirði, Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði og fleiri stöðum. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær fyrstu lög Jenna Jóns urðu til en það hef- ur líklega gerst fljótlega eftir að hann fór að leika á dansleikjum. Ekki var þessum lögum sérstaklega haldið til haga og það var ekki fyrr en 1953 er lagið Vöku- draumur vann til verðlauna að Jenni Jóns kemst á blað meðal dægurlagahöfunda. En lagið var tileinkað Svövu eiginkonu hans. Og eins og með vin hans Ágúst Pétursson var það eiginkonan sem eggj- aði hann til að senda lagið í danslaga- keppni S.K.T. Næstu árin komu fjölmörg lög frá þessum lífsglaða Barðstrendingi og náðu mörg þeirra miklum vinsældum. í óska- lagaþáttum þess tíma voru lög eins og Vökudraumur, Brúnaljósin brúnu og Ömmubæn fastir liðir eins og venjulega og á Hótel Sögu dönsuðu menn Lipurtá í jenkatakti þangað til þeir stóðu ekki á fótunum. Og ekki urðu textarnir til að skemma fyrir því Jenni santdi þá alla sjálfur og hann var ágætlega hagmæltur. En það var 1954 að Jenni komst á toppinn. Brúnaljósin brúnu unnu fyrstu verðlaun hjá S.K.T. Árið 1956 vann lagið "Viltu koma" önnur verðlaun. Það var svo í danslagakeppni Ríkisútvarpsins 1966 að tvö lög eftir Jenna Jóns unnu til verðlauna, sigurlagið Lipurtá og Olafur sjómaður, vals, sern tileinkaður var Ólafi Sveinssyni sem var mágur Jenna. 7

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.