Harmoníkan - 01.10.1996, Síða 12
Harmoníkuleikararnir á þessari inynd erufrá u Anders Larsson og Lxirs Karlsson.
LEFFES HOT-BAND. Takid eftir harmoníkunum sem ent hvorttveggja í senn hnappa- og pí-
anóharmoníkur. Allt fór saman góð spilamennska, klteðnaður glœsileg söngkona.
Frá v. Kent Torbjörn Olafsen Glasö 11 ára, Ronny Daniel O. Glasö 9 ára og móðir þeirra 33
ára. Eiginmaðurinn, faðirinn og harmoníkuleikarinn varlátinn, á dánarbeði sagði lumn sína
heitustu ósk vera að synirnir lœrðu á harmoníku. Honum varð að ósk sinni.
samið sérstakan óð um harmoníkuna og
þá hamingju sem skapast við nærveru
hennar og fór með hann við athöfnina.
Þessi gifting var sú sjötta á Ransátermót-
inu frá upphafi.
Stórgoðið Roland Sedermark lék
þarna við hrifningu enda er túlkun hans
og stíll með eindæmum. Ungir sent aldn-
ir biðu í röðum eftir tónleikana til að fá
hjá honum eiginhandaráritun. Fleiri
þekkt nöfn voru þarna: Skogsby Lasse
norski munnhörpuleikarinn, Anders Lars-
son og Annika Andersson, Sigmund
Dehli, Eddi Lyshaug, John Kullberg,
Sigrid Öfjelt, Oke Bengtson, Janne og
Lennart, Lars Karlsson otl. ofl.
Úti á mótssvæðinu var allsstaðar verið
að spila og syngja í stórum og sntáurn
hópum. Dansað var á sjö dansgólfum
sem sum voru í gömlum hlöðum eða
fjósum, þarna var mikil fjölbreytni og
endalaust fjör. Svo eru tónlistarmenn að
selja afurðir sínar um allt; snældur, plöt-
ur, geisladiska og merki. Dóttir Walter
Erikson leiddi söng og spilamennsku á
mótslaginu Hilsen til Ransáter eftir
Norðmanninn Finn Halvársen. Walter
Erikson sagði að Ransáter væri himnaríki
harmoníkunnar. Það eru eflaust orð að
sönnu en það ætti að vera hvatning fyrir
íslendinga að prófa þennan stað enda
hafa mótshaldarar mikinn áhuga á að fá
fleiri Islendinga á mótið.
Það var erfítt að slíta sig frá svæðinu
og þeim góða hópi kunningja sem hafa
heimsótt okkur á Islandi eða við höfðum
kynnst f gegnum samskipti harm-
oníkunnar. Öll ævintýri taka þó enda og
svo var einnig með þetta.
Smástund með goðiiut Roland Sedermark
12