Harmonikublaðið - 01.04.2002, Síða 5

Harmonikublaðið - 01.04.2002, Síða 5
HARMONIKUBLAÐIÐ VIÐTAL saman með stuðningi gítarleikara frá Akur- eyri. Nú síðustu árin höfum við Jón Árna- son frá Syðri-Á í Ólafsfirði, sá ágæti spilari, spilað saman og erum að enn þegar þetta er ritað. Það má segja að ég sé sjálfmenntaður, lærði í einar 3 vikur en gafst upp, og sé auðvitað alltaf eftir því, enda erfiðara að læra lög með því að hlusta bara á plötur eins og ég hef orðið að gera. Harmonikan er skemmtilegt hljóðfæri og býður upp á mikla möguleika. Einhvern veginn finnst mér að hún sé eitthvað að dala hér fyrir norðan nú í seinni tíð. Mér finnst alveg vanta yngri menn í þetta, þar sem ég þekki til, ja frá Þingeyjarsýslu vestur í Húna- vatnssýslu eru þetta nánast allt fullorðnir menn, og margir komnir á aldurinn 60-70 ára og eldri. Þegar ég var að alast upp voru 5 eða 6 sem spiluðu í Grímsey íbúar voru 70-80. Sama var að segja úr nágrannaeynni Flatey. Þar voru 4 eða 5. Þess vegna skil ég ekki hvað fáir koma fram á sjónarsviðið, í 16.000 manna bænum Akureyri þeir hljóta að vera til, sem ég held nú. Það verður að gera eitthvað til að ná þessum mönnum inn ef þetta á ekki að deyja út. Sennilega væri eitt ráðið að halda einhverja skemmtifundi og reyna að hvetja menn. Við vitum að það byrjar enginn nýr á því að fara beint upp á svið og spila fyrir dansi með bara einhverjum, þetta þarf allt að móta og æfa. Þetta var allt annað þegar var aðeins um eitt hljóðfæri að ræða. Já von- um að þetta eigi eftir að lagast. Að lokum sendi ég öllum harmonikuunnendum bestu kveðjur. Tekið á dansleik í gamla Alþýðuhúsinu á Akureyri sem nú er Hús aldraðra. Á myndinni eru frá vinstri Hannes Arason, Hafliði Ólafsson, Ingimar Harðarsson og Ragnar. Tekið á saumastofudansleik að Bjargi við Bugðusíðu á Akureyri. Á myndinni eru frá vinstri Ragnar, Ingimar Harðarsson, |ón Árnason, Ásmundur Kjartansson og Númi Adolfsson. FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ HÚNAVER 2002 Frá Félagi Harmonikuunnenda í Skagafirði. Fjöldskylduhátið harmonikuunnenda í Húnaveri er árviss útihátið sem haldin var fyrst í júní 1998. Nánari tímamörk eru Jónsmessuhelgin ár hvert sem núna árið 2002 ber upp á 21.- 23. júní. Þessi hátíð í Húnaveri er hlið- stæð þeim útihátíðum sem haldnar eru víða um land hjá þeim ýmsu félögum sem starfandi eru samanber útihátíð á Breiðu- mýri sem þeir Þingeyingar og Eyfirðingar halda með glæsibrag. Aðstandendur Húnavershátfðar hafa verið Húnvetningar og Skagfirðingar. Nú er það þannig að á milli Húnvetninga og Skagfirðinga annars vegar og Eyfirðinga og Þingeyinga hins vegar er eitt félag harm- onikuunnenda það er á Siglufirði. Þegar við aðstandendur Húnavershátíð- ar litum yfir þetta svona landfræðilega sáum við að Siglfirðingar voru þarna nokk- uð afskekktir. Höfðum við því samband við þá og buðum þeim að vera þáttakendur í Húnaveri 2002 og þáðu þeir það. Bjóðum við þá velkomna í samstarfið og hlökkum til að starfa með þessu iíflega og mikla tónlistarfólki sem þarna býr. Sigl- firðingar eiga eftir að lífga enn frekar upp á annars ágætar og velheppnaðar útihátíðir undanfarinna ára. Dagskrá Húnavershá- tíðar 2002 getum við ekki tíundað núna en reiknum með að hún verði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Auglýsingar mun- um við senda til allra formanna félaganna þegar nær dregur. Kær kveðja og hlökkum tii þess að sjá sem flesta í Húnaveri 2002 f.h. félaganna FHS, HUH , og HU Siglufirði GunnarÁgústsson

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.