Harmonikublaðið - 01.04.2002, Page 11

Harmonikublaðið - 01.04.2002, Page 11
HARMONIKUBLAÐIÐ BREFAHORNIÐ Svíþjóðarbréf Heiðursgestir á Landsmóti 2002 Ég vil byrja á því að þakka fyrrverandi út- gefendum " Harmonikunnar” fyrir margar góðar stundir og fróðlegt efni. Konan mín sagði alltaf að þetta væri eina tímaritið sem ég læsi spjaldanna á milli sama dag og það kom og það var alveg rétt. Nú hefur verið stutt hlé á útgáfu blaðsins góða og hefur valdið mér miklum söknuði. Samtímis vil ég óska nýjum útgefend- um til hamingju og vona að margir unn- endur harmonikutónlistar láti ljós sitt skína og sendi greinar til blaðsins. Við get- um ekki reiknað með að einn eða tveir haldi svona tímariti á floti. Eftir langt há- skólanám án þess að snerta harmoniku og síðar framhaldsnám í skurðlækningum í Svíþjóð fékk ég gullið tækifæri að hitta per- sónulega mína fyrirmynd í harmonikuleik, (ohn Molinari, í Hyvinkáá í Finnlandi 1985. Þar voru alþjóðlegir tónleikar og margir snjallir listamenn komu á sviðið, m.a. Tatu Kantomaa 11 ára gamall, sem spilaði fjörugann poika og fór mjög létt með það! Við hjónin hrifumst mikið af þessum unga snillingi og mér varð að orði" þessi dreng- ur verður stórmeistari”! Næst þegar ég heyrði Tatu spila var 17.júní 1992 á Hotel Lapponia í heimaborg hans Rovaniemi. Þá hafði ég hitt hann persónulega á heimili hans Tuulenkatu 8 daginn áður og fengið hann til að spila fyrir félaga úr Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík sem stadd- ir voru þarna á "Íslandsviku-hátíð". Ég man vel eftir hrifningu áheyrenda, sérstaklega Reyni Jónassyni, sem sat næst mér við borðið, við bókstaflega gleymdum að borða og ég man ekki hvaða matur var! Á leiðinni til Rovaniemi kom ég við hjá Dani- el Isaksson í Luleá og þeir komu til íslands ári síðar á Landsmótið á Egilsstöðum. Þessari Iöngu bílferð gleymi ég aldrei. Framhaldið af kynnum okkar við Tatu þekkja allir, sem lesa þessar línur. í gegnum árin hér í Svíþjóð hef ég haft tækifæri til að hlusta á marga góða sniil- inga og reyndar "plata" nokkuð marga til að heimsækja ísland. Má þar nefna Lars Ek, Nils Flácke, Anders Larsson,Anniku Andersson, Sigrid Öjefelt, Conny Báckström og Bröderna Fárm. Ég vona að margir hafi notið vel og geymi góðar minn- ingar um þessa ágætu gesti. Annika Andersson Á Landsmót harmonikuunnenda á ísa- firði koma á þessu ári (2002) eftirfarandi snillingar: Annika Andersson, 28 ára, sem var valin ,Arets dragspelare" 2000 í Svíþjóð. Flestir kannast vel við hana frá fyrri heimsóknum til íslands og hlakka vonandi til að hitta hana aftur. Ég heimsótti hana nýlega og við ræddum m.a. lagaval fyrir tónleikana. Mér skilst að þetta verði góð blanda af skandinavískri tónlist, bæði frá Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi, einnig nokkur iög eftir aðra þekkta snillinga (Frossini.Deiro o.fl.) Annika hefur náð mikilli leikni að mínu mati og enginn vafi á að hún hrífur sína áheyrendur. Lars Karlsson, 30 ára, var valinn ,Arets dragspelare" 2002 og það er í fyrsta sinn, sem nikkari með diatoniska harmoniku verður fyrir valinu. Báðir foreldrar Lars spila á nikku og einnig föðurafi hans. Fjöl- skyldan rekur stóra verslun með hljóm- flutningstæki og harmonikurTKarlsons Musik” í Fjárás, suðaustan við Gautaborg. Lars hefur leikið á diatóniska nikku frá 10 ára aldri og komið fram í útvarpi og sjón- varpi í Skandinavíu, unnið keppnir á mörg- um stöðum m.a. norrænn meistari 1993 Lars Karlsson (durspel) Lars hefur gefið út margar geisia- plötur síðustu árin og gefst mótsgestum á ísafirði væntanlega kostur á að kaupa plöt- ur þar ? Auk þess að vera mjög líflegur og skemmtilegur spilari, hefur hann samið fjölda laga bæði fyrir „durspel" og venju- lega nikku. Væntanlega birtist eitt lag á nótum í þessu blaði ? Honum hefur tekist að fá „venjulega" harmonikuleikara til að hlusta (með hrifningu!) á díatóniska harm- oniku og fært þetta hljóðfæri mörg stig uppávið. Þar að auki er Lars prýðilegur bassaleikari og kemur til með að taka þátt í tónleikum Anniku, bæði með bassa og nikku (durspel og stradella). Tomas Andersson, Bróðir Anniku, er þriðji listamaðurinn, sem kemur til fsa- fjarðar með sinn Gítar. Hann hefur spilað mikið með hinum tveimur og er meðlimur í „Lars Karlssons Band". Þetta er sérstök ánægja fyrir Lars og Anniku, því þá geta þau fullæft dagskrána hér úti og finna mik- ið öryggi í nærveru hans. Dagskráin verður fjölbreytt, bæði sóló, dúettar og tríó! Njótið vel! Eyþór H. Stefánsson Gautaborg 17/3 2002 m

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.