Harmonikublaðið - 01.04.2002, Qupperneq 15

Harmonikublaðið - 01.04.2002, Qupperneq 15
HARMONIKUBLAÐIÐ AFMÆLISFAGNAÐUR Harmonikufélagiö Nikkolína - 20ára starfsafmæli 1981-2001 Harmonikufélagið Nikkolína var stofnað 7. nóv. 1981 og var aðal hvatamaður að stofnun þess og fyrsti formaður Kristján Ólafsson, þáverandi tónlistarkennari við Tónlistarskóla Dalasýslu. Tilgangur félags- ins var auðvitað að efla veg þessa hljóð- færis, sem um langan aldur hefur verið gleðigjafi á mannamótum í Dölum eins og víða annars staðar á landinu. Félagar þurfa ekki endilega að vera kunnáttumenn í harmonikuleik, heldur einungis að hafa gaman af spili og söng og dansi, auk þess að hafa áhuga á eflingu félagslífs. Æfingar voru reglulega strax frá upp- hafi, en sumir eiga langt að fara á æfingar og hefur stundum gengið á ýmsu. í fundar- gerð frá janúar 1983 segir: "Byrjað var með nótnasamlestri fjögurra laga, en síðan var frjáls tími og spilaði hver sem betur gat. Einna harðsóttust varð ferð félaga úr Hörðudal og urðu þeir að handmoka alla leiðina, svo leiðin mun nú vera fær öllum sem á eftir koma. Ragnar Ingi mætti á fundinn sunnan úr Reykjavík og þykir fund- armönnum þetta "ferðaharðfylgi” bera skýran vott um brennandi áhuga á mál- inu." Nikkolína hefur víða farið á umliðnum árum og starfsemin eflst í gegnum tíðina. Félagar hafa verið frá upphafi duglegir við að koma harmonikutónlist á framfæri. Skemmtifundir og kaffikvöld hafa verið haldin, spilað hefur verið á Daladögum, Jörvagleði, Þorrablótum, Leifshátíð (í rign- ingu) og við ýmis önnur tækifæri. Alls staðar gleðja harmonikutónar. Fyrsta formlega þátttaka félagsins á Landsmóti SÍHU var að Laugum í Þingeyj- arsýslu, sumarið 1990 og síðan hefur engu landsmóti verið sleppt. Einnig hefur verið spiiað vítt og breitt um landið, í söngferðum með kórum sýsl- unnar og einnig í mjög ánægjulegum sam- skiptum við önnur harmonikufélög. Má þar nefna Borgfirðinga, Rangæinga, Þingey- inga, Húnvetninga, Skagfirðinga, Reykvík- inga, Eyfirðinga. Síðastliðið sumar var farið í frábæra ferð til ísfjarðar. Nikkolína fór svo með Þorrakórnum til Færeyja fyrir tveimur árum í tónlistar- og skemmtiferð og er því ferillinn orðinn býsna fjölskrúðugur og líflegur. Vonandi verður framhald á því jafn gott og farsælt og það sem að baki er. Núverandi formaður félagsins er Árni Sigurðsson, bóndi í Köldukinn en hljóm- sveitarstjóri er Halldór Þ. Þórðarson, skóla- stjóri Tónlistarskóla Dalasýslu. Einn alltaf góður, Ríkharður (óhannsson með saxafónin Húnaver 2002 Harmonikuunnendur munið Húnaver 2002 Jónsmessuhelgina 21-23. juní. Við tökum vel á mótiykkur. Félög harmonikuunnenda Húnavatnssýslu, Skagafirði og Siglufirði. Verð kr. 2000.- Pöntunarsímar: 557 3904/892 5215 Hjördís Geirsdóttir er búin að syngja fyrir íslendinga í fjörutíu ár og er enn að. Hér sýnir hún allar sínar bestur hliðar, með dyggri aðstoð bestu tónlistamanna landsins og syngur lögin sem hún hefur heillað þúsundir með, í gegnum tíðina. Þennan má ekki vanta í safnið! Hið árlega og sívinsæla VORBALL verður í BÁSNUM, Ölfusi, laugardaginn 11. maí nk. Hefst það kl. 22 og stendur til kl 02. Félagar úr FHSN spila, ásamt ýmsum gestaspilurum. Tónlist fyrir alla. Cömlu og nýju dansarnir Fjölmennum! AÐALSTEINN ÍSFJÖRÐ MÚRARAMEISTARI © 464 1541 • FAX 464 1541 • FARSÍMI 853 8398 GARÐARSBRAUT 45b • 640 HÚSAVÍK Steypusögun - Kjarnaborun Get bætt við mig verkefnum Leitið tiiboða Vil minna á geislaplötuna „í Ásbyrgi". FELAG HARMONIKUUNNENDA A SELFOSSI

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.