Harmonikublaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 6

Harmonikublaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 6
AFMÆLI HARMONIKUBLAÐIÐ FHSN 10 ára 12. okt. 2001 FHSN, Félag harmonikuunn- enda á Selfossi og nágrenni varð 10 ára í október síðast liðnum og var haldið upp á þann menningarviðburð með talsverðri viðhöfn í Ingólfs- skála, en skáli sá er hluti af Básnum í Ölfusi, sem margir kannast við og þá ekki síst þið sem komið hafið á víðfræg böll FHSN, sem þar hafa verið haldin. Afmælishátíðin hófst með borðhaldi, sem fór afar virðulega fram og þá ekki síst vegna þess að gengilbeinurnar eru í Ing- ólfsskála klæddar á miðaldavísu, borð og bekkir úr all grófum viði (ekki þó svo að orsaki lykkjuföll eður aðrar skemmdir á fatnaði gesta), langeldur á gólfi og skildir á veggjum. Undir borðum var farið með gamanmál, það er, sagðir brandarar af ýmsu tagi og sumir þá gjarnan stílaðir á hina ýmsu veislugesti. Einn þessara brandara var látinn snúast um ónefnd hjón, sem við skulum kalla Gunnu og Nonna var hann eitthvað á þessa leið: Nonni og Gunna voru á gömlu dönsun- um í gamla Gúttó í Reykjavík. í húsinu því hagaði svo til að gengt var milli allra her- JÓN ÁRNISIGFÚSSON Á þessum diski leikur Jón Árni Sigfússon i Mývatnssveit 19 huglúf lög sem flestir þekkja. Fjögur laganna eru eftir Jón sjálfan. Með honum leikur dóttursonur hans Gunnar Benediktsson á Óbó. Gunnar hefur leikið með afa sínum frá því að hann var 9 ára. bergjanna. í miðjum ið- andi marsúrka stundi Nonni upp: „Það kom saumspretta á buxurnar mínar Gunna". Gunna brá við hart og dró bónda sinn með sér fram í forstofu, svipti þar upp hurðinni að kvennaklósettinu og sagði við Nonna: „Inn með þigl". „Nei, ertu vitlaus? Égferekki inná kvennaklósett!" „INN MEÐ ÞIG JÓN IÓNSSON!" Og Nonni fór inn. „Úr buxun- um", sagði Gunna. „Ert'orðin vitlaus manneskja", sagði Nonni. „ÚR BUXUN- UM JÓN!" Nonni fór úr buxunum og Gunna tók til við að rimpa saman saum- sprettuna. Sem hún situr þarna og kepp- ist við, er allt í einu rjálað við hurðarhún- inn. Nonni, standandi þarna á nærbux- um, í jakka og með hálstau, sýpur hveljur að skelfingu og stamar: „Þa - þa - það er einhver að koma Gunna". Gunna grípur í öxlina á Nonna, dregur hann að næstu dyrum, sviptir upp hurðinni, ýtir honum í hvelli innfyrir og skellir aftur. Hún er varla búin að loka dyrunum, þegar hún heyrir Nonna kalla angistarröddu: „Opnaðu Gunna. Ég er inni í danssalnum!" Já það var bráðskemmtilegt þetta afmæliskvöld, VERKSTÆÐITIL ALHLIÐA VIÐGERÐA Á HARMONIKUMAÐ KAMBASELI 6, RVK HAFIÐ SAMBAND VIÐ GUDNAÍSÍMA 567 0046 og hápunktur skemmtiatriðanna var þeg- ar hann kom og spilaði nokkur lög hann Matthías Kormáksson. Efnilegur sá! Fé- lagar úr FHSN spiluðu fyrir dansinum, ásamt nokkrum Rangæingum. Gfsli Bryn- jólfsson var þarna og hann spilaði líka. Hann Gísli er engum líkur í sinni spila- mennsku og merkilegt að enginn virðist hafa reynt að læra af honum þennan ein- stæða léttleika í spilamennskunni. Það er við hæfi að segja frá því hérna, að það þótti hálfgerður oflátungsháttur, þegar FHSN hélt upp á 5 ára afmælið sitt um árið. Þar voru gestaspilarar þeir Tatu Kantomaa og Guðmundur Samúelsson. Sú tillaga kom fram á stjórnarfundi hjá félagi voru, þegar farið var að ræða um að minnast áranna tíu, að haldið yrði frekar upp á ellefu ára afmælið. Sú tillaga var felld, enda héldu stjórnarmenn, aðrir en flutningsmaður tillögunnar að sá væri að gera að gamni sínu! Lýkur hér að segja frá tíu ára afmælis- fagnaði Félags harmonikuunnenda á Sel- fossi og nágrenni. ÓThÓlafsson. Leiðréttingar Misritun varð við mynd af Ragnari Vík- ingsyni efst á 4. síðu í síðasta blaði. Þar á að standa „fyrsti eigandi mun hafa verið Reynir Jónasson en ekki Jóns- son". Biðjumst við velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Þess má einnig geta að hinir snjöllu munnhörpuleikarar úr Kór eldriborgara Norðfirði, sem eru á bls. 13. í síðasta blaði heita, til vinstri: Ester Kristjáns- dóttir og til hægri Kristín Friðbjörns- dóttir.

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.