Harmonikublaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 13
HARMONIKUBLAÐIÐ
FRÓÐLEIKUR
Dætur ]óns minnast þess, að þegar
hann kom heim að loknum vinnudegi,
settist hann við flygilinn og að smástund
liðinni, var komið fullskapað lag. Hann
var maður augnabliksins og þetta voru
hans óskastundir. Heima fyrir var hann
síður en svo einn á báti. Eiginkonan og
dæturnar urðu oft fyrstar til að syngja
lögin beint af pönnunni, ef svo má segja,
þannig að það var oft glatt á hjalla að
Austurvegi 12. Þar átti svo sannarlega við
kvæðið „í Hlíðarendakoti", sem Þorsteinn
Erlingsson kvað um, „Margt eitt kvöld og
margan dag máttum við í næði, æfa sam-
an eitthvert lag eða syngja kvæði".
Vakningin sem varð til með danslaga-
keppni S.K.T. var tími alþýðu-tónskáld-
anna. ]ón Jónsson frá Hvanná var einmitt
í þeim hópi. Hann var orðinn þekkt tón-
skáld í sinni heimabyggð, en nú fékk öll
þjóðin að njóta laga eins og „Capri Katar-
ína" og „Selja litla", sem vann önnur verð-
laun í danslagakeppni S.K.T. auk margra
fleiri sem, því miður heyrast alltof sjald-
an, þó veruleg bragarabót hafi verið gerð
á því allra síðustu ár og þá ekki síst með
útgáfu disks, sem inniheldur eingöngu
lög eftir |ón frá Hvanná. Eftir Jón liggur
fjöldi sönglaga og kirkjutónlist. Hann var
sannkallaður listamaður og léttur í lund,
þó stundum gæti hann sett í brýrnar, en
hver hefur ekki þurft að setja í brýrnar
sem á fjórar dætur?
En líftíminn sem ]óni var skammtaður
var ekki langur. Aðeins 44 ára gamall
veiktist hann og lamaðist öðru megin. Á
þeim tíma var allt endurhæfingarstarf í
mótun og því lítil von um bata. Hann hélt
andlegum styrk þrátt fyrir áfallið, en þung
raun hefur það verið fyir svo lífsglaðan
mann í blóma lífsins að vera kippt út úr
hringiðunni. Hann samdi þó töluvert eft-
ir þetta, en síðustu nfu árin urðu honum
erfið. Hann lést þann 26. mars 1963 á
fimmtugasta og þriðja aldursári. En hann
gaf okkur tónlist, sem við eigum eftir að
njóta um mörg ókomin ár.
|ón Jónsson var tvíkvæntur. Fyrri konu
sína Halldóru Halldórsdóttur missti
hann eftir stutta sambúð. Seinni kona
hans var Rannveig Hermannsdóttir frá
Ystu Móum í Fljótum. Þau eignuðust fjór-
ar dætur.
Verð kr. 2000.-
Pöntunarsímar:
557 3904/892 5215
Hiördís Geirsdóttir
er búin að syngja fyrir íslendinga
í fjörutíu ár og er enn að.
Hér sýnir hún allar sínar bestur hliðar, með
dyggri aðstoð bestu tónlistamanna landsins
og syngur lögin sem hún hefur heillað
þúsundir með, í gegnum tíðina.
Þennan má ekki vanta í safnið!
Okkar uíðfræga og síuinsæla
SUmflRBÚSTflÐABflll
uerður að BORG í GRÍmsnESI,
laugardaginn 17. ágúst nk. og hefst kl. 22.
Félagar úr FHSIl ásamt ýmsum gestum
teika fyrir dansi.
Tónlist fyrir alla! • Gömlu og nýju dansarnir!
- FÉLHG HnfUnOnKULEIKHRn n SELFOSSI OG nÓGREnni-
FHSN
Frá Harmonikufélagi Þingeyinga
Hin árlega Breiðamýrarhátíð H.F.Þ. og F.H.U.E.
verður að Breiðumýri 26.-28. júlí 2002
Fyrirkomulag hátíðarinnar verður með svipuðu sniði og áður.
Hótíðin hefst á föstudagskvöld með einhverjum uppákomum og dansleik.
Eftir hádegi á laugardag verða tónleikar með norðlenskum harmonikuleikurum.
Um kvöldið verður grillað og dansað frá kl. ca. 22-03. Miðaverði verður stillt mjög í hóf.
Við vonumst til að sjá sem flesta spilara, einnig aðra sem áhuga hafa á harmonikutónlist.
Við viljum einnig vekja athygli ykkar á því, að í september n.k. munum við sjá um haustfund
S.Í.H.U. sem haldinn verður að Narfastöðum og Breiðumýri í Reykjadal.
Upplýsingar verða sendar til allra formanna þegar nær dregur.
F.h. stjórnar,
Aðalsteinn ísfjörð
[ffiS'