Harmonikublaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 11

Harmonikublaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 11
VIÐTAL HARMONIKUBLAÐIÐ Guðný Valborg Guðmundsdóttir. Á öðru ári í námi. bilið milli þeirra yngri og eldri f harmon- ikuleik og missa sem fæsta nemendur úr námi, en það setur vissar kröfur á kennar- ann. Eve María Ingvadóttir. Vegna þess að kennt er á harmoniku í almennum tónlistarskólum tilheyrir hún hópi hljóðfæra sem almennt eru viður- kennd, en hinsvegar er hljóðfærið sjálft með djúpar rætur í þjóðmenningunni og til að halda öllu saman er nauðsynlegt að ná góðu jafnvægi milli klassíska og þjóð- lega hlutans. Hvað starfaðir þú í Póllandi áður en þú fluttist til íslands? Ég var atvinnuleikari á þverflautu enda var mikil eftirspurn eftir þverflautuleikur- um á þeim tíma. Einnig kenndi ég á saxa- fón og spilaði jazz en hjartað togaði aftur í harmonikuna og núna er það aðal hljöð- færið sem ég kenni á eins og fram hefur komið. Áttu þér eitthvert sérstakt áhugamál annað en kennslu á harmoniku? |á, ég hef t.d. mjög gaman af svif- vængjaflugi (parapliding-svifhlíf) og stunda það í frítíma mínum. Að lokum, um fjölskylduna? Eins og áður hefur komið fram heitir konan mín Dórothea. Hún er píanóleikari og organisti hér á Eyjafjarðarsvæðinu. Við eigum eina dóttir saman sem heitir Eva María og er fædd á íslandi. Hún byrj- aði að læra á harmoniku fyrir tveim árum síðan þá 9 ára gömul. Svo á ég son frá fyrra hjónabandi í Póllandi.Hann fluttist til íslands fyrir tveim árum eftir að hafa útskrifast frá Academy of musik in Katowice í Póllandi og nú er hann fiðlu- Þórgnýr Valþórsson. Á öðru ári í námi. kennari við tónlistarskólann hér en kon- an hans starfar á tannlæknastofu, sem klínikdama. Þá erum við einhvers vísari um þenn- an fjölhæfa kennara.og þökkum honum fróðlegt viðtal. lóhannes jónsson Árleg Fjölskylduhátíð Harmonikuunnenda Verður í Húnaveri helgina 21. til 23. júní ŒBÍ' Aðgangseyrir yfir helgina 3000 kr. - Frítt fyrir 12 ára og yngri. Á dansleik fyrir aðra gesti 1500 kr, og á tónleika og glens 500 kr. - Föstudagur 21: - Svæðið opnar síðdegis. Næg tjaldstæði með snyrtingum og sturtum. „Gleðitjaldið“. Þar mætir þú með nikuna og tekur lagið Dansað í félagsheimilinu frá kl. 22:00 - Laugardagur 22: - Fjölbreytt dagskrá frá kl. 14:00 - Tónleikar, söngur, glens og gaman. Meðal atriða: Tónlistarfólk framtíðarinnar leika á hljóðfæri og syngja. Sárstakur gestur tónleikanna verður Jón Reynisson ,ungur skagfirðingur sem sigraði í einleikarakepni MEN0R nýverið. Pistlahöfundur og fleira. Kaffisala. Harmonikusýning - E.G. tónar á Akureyri. Sameiginleg grillveisla um klukkan 18. Félögin leggja til grill, kol og olíu. Dansleikur frá 22. Sjáumst hress í Húnaveri!

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.