Harmonikublaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 12

Harmonikublaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 12
FRÓÐLEIKUR HARMONIKUBLAÐIÐ Jóit Jónsson frá Hvanná Jón Jónsson fæddist að Hvanná í Jökuldal 9. júlí 1910. Hann var fjórði af sex börnum þeirra hjóna Jóns Jónssonar bónda á Hvanná og konu hans Gunn- þórunnar Kristjónsdóttur Kröyer. Þó ekki sé vitað um að sérstakur tónlistaráhugi hafi verið á Hvanná eignaðist Jón yngri orgel á unglingsárum og virðist sem hann hafi haft meiri tónlistaáhuga en aðrir á heimilinu. En hann hafði annað og meira sem var ósvikinn tón- listargáfa. í Tungu og Fellahreppi austur við Lag- arfljót var á þessum árum nokkuð um Harmonikuþáttur á Rás 1 Þann 5. júní nýliðinn hóf göngu sína í Ríkisútvarpinu.rás eitt, harmoniku- þáttur eftir langt hlé. Þetta verða átta þættir í syrpu. Þættirnir eru á mið- vikudagsmorgnum kl. 10.15 og endur- teknir kl. 20.20 sama dag. Óvíst er um framhald þessara þátta, en áfram verður þrýst á um gerð fleiri slíkra. Hinn ungi og snjalli harmoniku- leikari Matthías Kormáksson sér um þættina, en hann naut leiðsagnar Sig- urðar Alfonssonar sem á árum áður sá um harmonikuþætti í Ríkisútvarpinu. það, að fólk kæmi saman til að syngja og spila, þegar lausar stundir gáfust frá erli hversdagsins. Á bænum Bót í Tungu- hreppi var þá að alast upp Stefán Péturs- son, sem síðar átti eftir að setja svip á tónlistarlíf Héraðsbúa. Hann hafði lært að lesa nótur og hjá honum lærði Jökul- dælingurinn ungi undirstöðuatriði í nótnalestri. Stefán vartveimur árum eldri en Jón, svo líklegt er að um einhverskon- ar sameiginlegt sjálfsnám hafi verið að ræða. Á fyrstu áratugum aldarinnar var skólakerfi íslendinga töluvert öðrum brag en við þekkjum í dag. Þá var gagnfræða- próf stór áfangi að öðru meira, og oft þurfti ungt fólk að bíða lengi til að kom- ast í gagnfræðaskóla. )ón var um tvítugt þegar hann hóf gagnfræðanám og til þess lá leiðin til ísafjarðar. Þar fékk hann inni hjá frændfólki. En með dvölinni á ísafirði voru örlög unga mannsins ráðin. Hann bjó á ísafirði alla tíð eftir þetta, ef frá er talinn einn vetur, sem hann stundaði farkennslu í sinni gömlu heimabyggð á Jökuldal og tveir vetur, við nám í Samvinnuskólanum í Reykjavík. Samhliða því námi sótti hann tíma í píanóleik. Þar með var lokið hefð- bundnu tónlistarnámi. Einhverjum hefði dugað þetta skammt, en með jafn ríka tónlistargáfu og )ón hafði, er hægt að koma miklu í verk. í miðri kreppunni var svo Jón ráðinn aðalbókari Kaupfélags ísfirðinga. Menn- ingarlíf hafði blómstrað vel og lengi á ísa- firði og tóku ísfirðingar þessum unga tónlistarmanni tveim höndum. Potturinn og pannan í tónlistarlífi kaupstaðarins, )ón jónsson frá Hvanná við píanóið. var eldhuginn Jónas Tómasson. Með þeim Jóni tókust ágætis kynni og oft kom það fyrir að Jón hljóp í skarðið, þegar Jónas var bundinn við annað. Þá lék Jón oft í danshljómsveitum á ísafirði. Meðal þeirra sem léku með Jóni á þessum árum var Jenni Jóns, en hann dvaldi oft á ísa- firði á þessum árum. Jón frá Hvanná hóf lagasmíðar ungur að árum, þó ekki færi mikið fyrir því til að byrja með. En smám saman óx honum ásmegin og lögin streymdu úr penna hans eitt af öðru. Allan sinn starfsaldur á ísafirði starfaði hann sem aðalbókari hjá Kaupfélaginu, en með tónlistinni hvíldi hann hugann eftir afstemmingar dagsins. Á ferð og flugi með F.H.U.R. kom út fyrir fjórum árum og hefur að geyma leik hljómsveitar félagsins undir stjórn Þorvaldar Björnssonar. Meðal laga á diskinum F.H.U.R. marsinn, Hreðavatnsvalsinn og Tangóasyrpa. Ómissandi diskur í safnið. Verð kr. 1.500,- ^fa-ðqqfluqi M I II IIAKMONIUUINNIS !'l' M Pöntunarsímar: 568 6422 / 894 2322 Garðar Olgeirsson er þjóðkunnur harmoniku- leikari og hefur samið mörg fyrirtaks lög. Á þessum diski leikur hann allskyns gömludansalög. Góður diskur sem allir ættu að eignast. Verð kr. 1.500,- • Pöntunarsími: 468-6646 Gömlu dansarnir iéiaatUainU Líka Garðar Olgeirsson Dflr

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.