Harmonikublaðið - 01.10.2002, Síða 4

Harmonikublaðið - 01.10.2002, Síða 4
VIÐTALIÐ HARMONIKUBLAÐIÐ Konan sem féll fyrir harmonikunni Fanney M. Karlsdóttir ásamt tveimur nemenda sinna. Þegar þessi mynd er tekin er Hallur lónsson (f.v.) á fyrsta ári í námi og Bjarki jóhannesson (f.h.) á öðru ári. Fanney M. Karlsdóttir er einn af okkar afkastamestu harm- onikukennurum í dag. Hún hefur kennt á fjölda hljóðfæra þann tíma sem hún hefur feng- ist við kennslu. Síðastliðinn áratug hefur hún aðallega kennt á harmoniku enda mikil fjölgun nemenda á það hljóð- færi á síðustu árum. Hún seg- ist hafa heillast af nikkunni þegar hún byrjaði að kenna á hana í byrjun tíunda áratugar- ins. Fanney hefur fallist á að segja lesendum blaðsins frá sér og kennslustörfum sínum. Ég er fædd 17.janúar 1944 á Siglufirði og ólst þar upp til 17 ára aldurs. Foreldr- ar mínir voru bæði ættuð úr Skagafirði, þau hétu Katrín Gamalíelsdóttir frá Rétt- arholti í Blönduhlíð og Karl Sæmunds- son frá Krakavöllum í Fljótum og voru þau þremenningar að frændsemi. Á Siglufirði var þó nokkuð tónlistarlíf á þessum fyrstu árum mínum og er auðvit- að enn. Faðir minn söng mikið í kór og kvartett ásamt góðum félögum sínum. Móðir mín var líka mjög tónelsk en hún var meira fyrir klassíska músik. Faðir minn var tónlistarmaður af guðs náð og spilaði á mörg hljóðfæri s.s. fiðlu, harm- oniku og sög, eingöngu eftir eyranu. Við vorum sex systkinin og fengum öll tón- listargáfu f vöggugjöf en einhvern veginn æxlaðist það svo að ég entist lengst og þá varð ekki aftur snúið, en flest lærðum við á hljóðfæri í æsku. Frá 9 ára aldri lærði ég á fiðlu og lengi var fiðlan aðal hljóðfæri mitt. Ég var í námi hjá frænda mínum Sigursveini D. Kristinssyni og honum á ég það að þakka að ég hef lifi- brauð af tónlist. Árið 1965 fór ég í Tón- menntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík og útskrifaðist þaðan vorið 1968. lafnframt því að vera í skólanum kenndi ég hjá Sigursveini og alveg til 1980. Árið 1982 flutti ég í Heiðarskóla í Leirársveit í Borgarfirði og kenndi þar til 1988. Þar kenndi ég á öll þau hljóðfæri sem börnin vildu læra á, það var mikil lífsreynsla. Nemendafjöldinn þar var alltaf frá 25-30. Þar var gott að vera. Árið 1986 byrjaði ég einnig að kenna við Tón- listarskólann á Akranesi í hálfu starfi og kenndi þar á fiðlu og blokkflautu. Árið 1988 fluti ég á Akranes og hætti í Heiðar- skóla. Nú lýkur þessum kafla og kemur að harmonikunni. Árið 1992 kom fyrsti nem- andinn. Þannig var að Óðinn Gunnar Þór- arinsson harmonikuleikari og tónskáld kenndi á harmoniku hjá okkur á Akranesi en hann flutti til Fáskrúðsfjarðar. Bjarki lóhannesson sem þá var 10 ára var að læra hjá honum var eins og vængbrotinn fugl og saknaði hans mikið. Lárus skóla- stjórinn minn bað mig fyrir hann og þar með fór boltinn að rúlla. Þó ég væri fædd með harmonikutónlist í eyrunum hafði ég aldrei reynt að spila. Ég fór því að æfa mig og til að byrja með var ég bara einni blaðsíðu á undan Bjarka. Ég hafði reynt þetta í Heiðarskóla að læra með nem- endunum á þau hljóðfæri sem hugur þeirra stóð til og það gengið vonum framar. Harmonikan heillaði mig gjör- samlga. Fyrsta veturinn var Bjarki einn en síðan bættust fljótlega fleiri við. Á skömmum tíma voru nemendur orðnir 21 og síðan alltaf á milli 21-30 svolítið rokk- andi milli ára. Alveg frá byrjun vöndust þeir á að fara hingað og þangað að spila fyrir fólk bæði á Akranesi og víðar í Borg- arfirði. Einnig til Reykjavíkur að spila fyr- ir harmonikufélögin þar. Þessi ár leið varla sú vika að ekki væri kallað eftir harmonikukrökkunum til að skemmta einhvers staðar, jafnvel líka á sumrin. Ég hef alltaf haft samspilatíma í hverri viku Frá námskeiði fyrir fjórum árum, sem Bragi Hlíðberg hélt í Tónlistarskóla Akraness fyrir harmonikunemendur. Fanney, kennari þeirra og Bragi með nemendunum. aw

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.