Harmonikublaðið - 01.10.2002, Síða 5
HARMONIKUBLAÐIÐ
VIÐTALIÐ
Tveir nemendur Fanneyjar frá árum áður. Frá vinstri Maren Lind Másdóttir og hægra megin
Brynja Valdimarsdóttir.
og við æfum lög sem hægt er að grípa til
hvenær sem er. Nemendunum sjáifum
finnast samspilstímarnir ómissandi. Ég
hef skipt niður í hópa eftir getu. Það er
mikill metnaður í þessum tímum enginn
vill verða eftirbátur annarra og sem betur
fer eru allir góðir vinir og þeir eldri hjálpa
þeim yngri. Það má segja að þessi deild
hafi skilað mjög góðum árangri. Margir
sem hafa verið lengi eru nú ágætir harm-
onikuleikarar.
Ein stúlka, Oddný Björgvinsdóttir, er
þegar farin til Noregs í tónlistarháskóla í
Osló, þar stendur hún sig mjög vel og
hún er ánægð í skólanum, Rut Berg Guð-
mundsdóttir er á sama róli og Oddný og
hún æfir marga klukkutíma á dag. Hún er
afburða nemandi. Ég gæti nafngreint
fleiri eins og Sólberg B. Valdimarsson,
Ástrósu Unu jóhannesdóttur, Láru Björg-
vinsdóttur (systir Oddnýjar), Maren Lind
Másdóttur og fleiri sem eru á leiðinni
upp skalann. Þessi hópur sem ég hef þeg-
ar nafngreint ásamt fleiri nemendum
fengu það í verðlaun ef svo má segja að
fara til Danmerkur árið 2000. Skólanum
okkar bauðst tækifæri til að senda nem-
endur út og Lárus valdi harmonikuhóp-
inn minn. Þetta var alveg frábær ferð og
ég var mjög stolt af hópnum mínum.
Haustið 2000 fengum við aldeilis góð-
an liðsauka í harmonikudeildina, en þá
byrjaði Jurf Fjodorov, rússneski tvíburinn,
að kenna hjá okkur. juri er frábær kennari
og hann tók við öllum lengra komnu
nemendunum, þeir eru allir mjög ánægð-
ir og þjóta áfram.
Næsta vor 2003 hef ég lokið 38. vetri
mínum í kennslu á hljóðfæri og aldrei
tekið mér frí, ekki einn einasta vetur, svo
nú er mál að linni. Næsta vetur fer ég í frí.
Ég hef átt afskaplega miklu láni að fagna
í starfi mínu við Tónlistarskólann á Akra-
nesi og það á ég ekki síst að þakka skóla-
stjóranum mínum, Lárusi Sighvatssyni,
sem hefur reynst mér einstaklega vel.
Svona er þetta í hnotskurn.
Fanney Magna Karlsdóttir.
EXCELSIOR
harmonikur
Úrval fylgihluta,
s.s. axlaólar
bassaólar,
belgólar
baksvuntur,
harmonikupokar,
allar stærðir.
Verið ÆS hljóðfæraverslun 2Qj
9'æsl'eðurtandsbraut 32. Leifs Magnússonar ehf.
að SUÐURLANDSBRAUT 32, 108 REYKJAVlK, SÍMI 568 8611
aw
mánudaga-föstudaga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14.