Harmonikublaðið - 01.10.2002, Page 6
FRÓÐLEIKUR
HARMONIKUBLAÐIÐ
Blásnir tónar, úr trékössum, heilla
Ég held að það sé ekki ofmælt
að enginn meðlimur hljóðfæra-
fjölskyldunnar hafi valdið við-
líka umróti meðal tónlistar-
manna og harmonikan.
Skýringarinnar kann að vera að leita í
frumstæðum hljóðfærum sem samt öðl-
uðust feiknalegar vinsældir hjá almenn-
ingi svo flytjendur hinnar „æðri" tónlistar
sátu í auðum sölum, meðan harmoniku-
spilarar fylltu sína, líka hér á íslandi.
Kunnust er þó sennilega sagan af Edvard
Grieg sem lék verk sín fyrir sárafáa með-
an þeir sem spiluðu á einfaldar og tvö-
faldar harmonikur fylltu sali í Bergen
heimabæ tónskáldsins.
Tvö fslensk tónskáld þeir Páll ísólfsson
og Karl O.Runólfsson hófu afskipti sín af
tónlist með leik á harmoniku, en hvorug-
ur þessara manna getur þó talist hafa
verið harmonikunni vinsamlegur. Það er
því miður staðreynd að allir sem hafa
fjallað um tónlist á íslandi hafa hunsað
þann merka þátt sem hún hefur átt í leik
og starfi þjóðarinnar. Þeir sem fjalla um
tónlistariðkun í dag vita ekki betur en hér
hafi fyrst verið leikið á harmoníum, þó
svo. að heimidir greini frá því að leikið
hafi verið á harmoniku á hátíðinni 1874,
sumir kunna þó að rekja heimildir um að
á íslandi hafi fyrst heyrst í einhverskonar
harmoniku þegar árið 1840. Gamall mað-
ur sem ég þekkti, Gísli Sigurðsson sem
kenndi sig við Viðvík í Skagafirði, sagði
mér frá konu, Maríu Pétursdóttur, sem
eignaðist lítið hljóðfæri annað hvort
harmoniku eða consertínu og lék á fyrir
dansi.Þetta var nokkru eftir miðja
nítjándu öld. Þetta minnir mig óneitan-
lega á alla þá sem haft hafa á orði „Þá var
bara ein harmonika" og hún dugði kyn-
slóð forfeðra okkar þegar litið var upp úr
erfiði daganna.
Þó við íslendingar þekkjum harmonik-
una aðeins af rúmlega einnar aldar sögu
hennar hér á landi, er uppruna hennar að
leita í öðrum og frumstæðari hljóðfærum
sem ætlað var hlutverk með öllu ólíkt því
sem nú þekkist. Elstu sagnir greina frá
Cheng kínversku munnblásnu orgeli.sem
sagt er að landkönnuðurinn Marco Polo
hafi haft með sér til Evrópu. Kínverjar
hafa um aldir leikið á Cheng og jafnvel
hér á íslandi mun það hafa verið haft um
hönd í heimsókn þarlendra listamanna.
Cheng er gert úr leirkeri sem mislangar
bambuspípur standa uppúr. Á kerinu er
pípa eða munnstykki sem blásið er í og
hendur látnar leika um pípurnar.Tónarnir
líkjast töluvert hljóðum harmonikunnar.
Strax á miðöldum fóru menn að reyna sig
við blásin hljómborð í borginni Tula í
Rússlandi sem hefur verið nefnd fæðing-
arborg þessara tilrauna og eru slík hljóð-
færi til á söfnum. Mestu erfiðleikarnir við
ITO HAPÍU>
Högni lónsson, fimmtugur að aldri, staddur í
Frakklandi.
smíði svokallaðra tunguradda sem voru í
öllum blástnum hljómborðum var
vinnsla málmsins sem varað mestu kop-
ar. Hann hefur allt til þessa dags verið í
harmonium og munnhörpum og jafnvel
hef ég heyrt að koparblanda hafi verið
notuð í harmonikuraddir á árum áður.
Hljóðfæri með tunguröddum voru lengi
ekki hugsuð fyrir skemmtanahald heldur
voru þau ætluð til trúarlegra athafna, en
höfð létt, svo auðveldlega mætti flytja
þau. Smáorgel voru með belg sem
hreyfður var með annari hendi eða, hnik-
að til með fæti og þar var sannarlega
komin fyrirmynd harmonikunnar, sem
Q3f
varð að bíða betri tækni og leiknari
smiða.
Meðganga fæðing og uppeldi
vandræðabarns
Þó hljóðfærasmíð hafi náð hæðum ald-
irnar áður en farið var að smíða þá hljóð-
gjafa sem við köllum harmoniku einu
nafni, má ekki gleyma því að bestu
strengjahljóðfærin voru smíðuð á Ítalíu
af snillingum sem enn í dag hafa ekki
eignast jafningja sína. Svo voru orgel-
smiðirnir, sem byggðu pípuorgelin sem
enn prýða margar kirkjur og eru óviðjafn-
anleg. En það var hið smáa fjölefnalega
fangberanlega smáhljóðfæri sem virðist
hafa verið nær óframkvæmanlegt að
smíða. En það vantaði ekki áhugann því
fjöldi manna reyndi fyrir sér á árunum
1820-40. Án efa hefur sú þekking sem þá
var komin á eðli málma hjálpað til. Það
þarf jú að herða efnið sem nota á í fjaðr-
irnar (tungurnar) sem mynda tónana. Það
sem gerist er það sama og þegar maður
blæs í strá á milli handa sér, titringur
myndast líkt og í öllum þeim hljóðgjöf-
um sem við þekkjum og eru órafmagnað-
ir. Þess vegna er það áríðandi að draga
harmoniku svo að (tón)fjöðrin nái fullum
titringi.
|æja þetta var nú útúrdúr en þessa ör-
lagafullu áratugi sækja ýmsir um einka-
leyfi á „belghörpum" Buscmann í Berlín
1822, Demían í Vín 1829 sama ár hefur
Lundúnarbúanum Wheatstone tekist að
koma saman Consertinu og því hljóðfæri
er um hæl tileinkaðir konsertar og stofu-
tónsmíðar. Áfram heldur svo sagan um
alla Evrópu og berst alla leið til Túla í
Rússlandi og svo virðist sem „allir vilji
Lilju kveðið hafa" ef marka má lesefni aft-
an á grammafónplötum.
Þrátt fyrir allt komust harmonikusmið-
ir upp á lagið með að smíða góð og vel
hljómandi hljóðfæri, en það var ekki fyrr
en 1950.Þar til voru ýmsir barnasjúkdóm-
ar að hrjá „nikkurnar". Tónfjaðrir oft úr
svo mjúku stáli að þær héldu illa still-
ingu, en annað var verra; skinnin sem
höfð voru á tónplöturnar voru illa sútuð
og alltof gróf. Á hverri plötu eru tveir tón-
ar og tveir skinnrenningar sem loka fyrir
loftstreymi að þeim tónum sem ekki er
verið að nota. Það er áríðandi að skinnin