Harmonikublaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 10
AÐALFUNDUR
HARMONIKUBLAÐIÐ
Aðalfundur S í H U 2002
Stjórn S.Í.H.U. Frá vinstri: Alda Friðgeirsdóttir meðstjórnandi, Gunnar Ágústsson gjaldkeri,
jóhannes Jónsson formaður, Guðrún Guðjónsdóttir meðstjórnandi og Egill jónsson ritari.
Frá ritara S.Í.H.U!
Laugardaginn 28. september síðastlið-
inn var aðaifundur Sambands íslenskra
harmonikuunnenda (S.Í.H.U.) haldinn að
Narfastöðum í Reykjadal S-Þingeyjarsýslu.
Fundurinn var að þessu sinni í boði Harm-
onikufélags Þingeyinga sem tóku á móti
gestum sínum með miklum myndarskap.
Sá sem þetta skrifar var reyndar að koma á
aðalfund SÍHU í fyrsta skipti og þá sem rit-
ari sambandsins þannig að það var mikil
tilhlökkun og satt best að segja nokkur
kvíði sem ég bar í brjósti vegna þessa
fundar. Flest andlitin þarna voru mér
ókunn en þó þekkti ég þarna nokkra en
kvíði minn hvarf eins og dögg fyrir sólu því
þarna var mér og konu minni tekið með
einstakri vinsemd eins og reyndar öllum
sem þangað voru komnir.
Flestir voru mættir að kvöldi föstudags-
ins 27. september og á Narfastöðum beið
okkar glæsileg gisti og fundaraðstaða og
seinna um kvöldið nutum við gómsætrar
veislumáltíðar í boði Harmonikufélags
Þingeyinga. Eftir matinn skemmtu menn
sér fram eftir kvöldi og að sjálfsögðu
drógu menn fram harmonikurnar og síðan
var dansað sungið og að sjálfsögðu rabb-
að saman um væntanlegan aðalfund.
Ekki má gleyma því að þarna var fulltrú-
um aðildarfélaganna og stjórn S.Í.H.U.
fært að gjöf fallegur minjagripur frá Harm-
onikufélagi Þingeyinga sem unninn hafði
verið af listamanni á Húsavík.
Laugardagurinn 28. september rann
upp frekar kaldur og blautur en við sem
vorum mætt til aðalfundar þurftum engu
að kvíða því öll aðstaða og umgjörð fund-
arins var með miklum ágætum. Um há-
degið breyttist veður og var þá farið með
maka fundargesta í óvissuferð til að stytta
þeim stundir á meðan fundað væri.
Aðalfundur S í H U hófst síðan á slag-
inu kl 13.30 með ávarpi formanns Jóhann-
esar lónssonar. Jóhannes hóf mál sitt á því
að minnast Bjarna Halldórs Bjarnasonar
frá Neskaupstað sem lést fyrr á árinu.
Bjarni Halldór var einn af stofnendum Fé-
lags Harmonikuunnenda Norðfirði stofn-
að 1. maí 1980 og mjög virkur í þeim fé-
lagsskap á meðan heilsa hans leyfði.
Bjarni samdi nokkuð af ágætum lögum
fyrir harmoniku og var lagahefti með
nokkrum lögum eftir hann gefið út í tilefni
80 ára afmælis hans 1. október 2001.
Að ávarpi loknu var gengið til dagskrár.
Til fundarins mættu formenn og fulltrúar
aðildarfélaga S.f.H.U. ásamt stjórn sam-
bandsins, 2 nefndarmenn og einn áheyrn-
arfulltrúi, þannig að alls sátu fundinn 35
manns. í skýrslu stjórna fór Jóhannes for-
maður vítt og breytt yfir starfsemi sam-
bandsins á árinu. Að því loknu var komið
að Landsmótinu á ísafirði sem haldið var
í byrjun júlí á síðastliðnu sumri. Jóhannes
þakkaði ísfirðingum fyrir vel heppnað mót
og hrósaði Ásgeiri Sigurðssyni. fyrir harm-
onikusafnið sem hann og Messíana kona
hans hafa komið upp á ísafirði. Safn þetta
vakti verðskuldaða athygli landsmóts-
gesta og vonandi að það fái að vaxa og
dafna í framtíðinni. Við þetta tækifæri var
Ásgeiri formlega afhentur styrkur frá
S.Í.H.U. að upphæð kr 150.000,- til upp-
byggingar harmonikusafnsins. Einnig
ræddi formaður um „Harmonikublaðið"
sem hóf göngu sína á þessu ári. Útgáfa
blaðsins hefur gengið vel til þessa og alls
verða blöðin þrjú á þessu ári. Jóhannes
hefur sjálfur ásamt konu sinni Hildi séð
um útgáfu blaðsins þar sem ekki fékkst
neinn til að sjá um útgáfuna eins og upp-
haflega var áætlað.
Eftir að skýrsla stjórnar hafði verið flutt
og Gunnar R. Ágústsson gjaldkeri skýrt
reikninga sambandsins urðu fjörugar um-
ræður um þessi helstu mál starfsársins.
Margir tóku til máls og virtust flestir
ánægðir með það sem gert hefur verið en
á fundinum komu fram tillögur um breytt-
ar áherslur við öflun áskrifenda að blaðinu
og samþykkti fundurinn að formenn aðild-
arfélaganna ræddu þau mál hver í sínu fé-
lagi.
Á aðalfundinum áttu að verða for-
mannsskipti en enginn bauð sig fram til
starfsins og kom þá áskorun frá fundar-
mönnum til lóhannesar lónssonar sitjandi
formanns að gefa kost á sér aftur sem
hann og gerði. Var lóhannes þar með kos-
inn formaður til næstu þriggja ára. Einnig
voru endurskoðendur sambandsins sem
nú heita víst „skoðunarmenn" endurkjörn-
ir. Ákveðið var ennfremur að árgjald aðild-
arfélaga sambandsins yrði óbreytt frá því
sem það hefur verið eða kr. 5000,-
Þá var komið að þeim Ásgeiri Sigurðs-
syni og Frosta Gunnarssyni að greina frá
hvernig til hefði tekist með Landsmótið á
ísafirði síðastliðið sumar. í máli þeirra fé-
laga kom fram að ísfirðingar hefðu verið
mjög ánægðir með framkomu landsmóts-
gesta og engin teljandi óhöpp hefðu orð-
ið í tengslum við mótið. Einnig greindu
þeir fundinum frá fjárhagslegri útkomu
mótsins og er óhætt er að segja að þar á
bæ höfðu menn staðið sig vel en eins og
allirvita þá liggur gríðarleg sjálfboðavinna
á bak við allan þennan undirbúning og
eiga ísfirðingar hrós skilið fyrir framlag sitt
til þessa landsmóts. Eftir að þeir félagar
höfðu lokið máli sínu tóku margir til máls
og bæði þökkuðu ísfirðingum og skömm-
uðust líka svolítið yfir ýmsu sem betur
hefði mátt fara. En almennt voru fundar-
gestir ánægðir með hvernig til hafði tekist.
Næsta landsmót S í H U verður haldið
í Neskaupstað árið 2005 og notaði Ásgeir
tækifærið til að gefa formanni Félags
EQf&'