Harmonikublaðið - 01.10.2002, Side 11
HARMONIKUBLAÐIÐ
AÐALFUNDUR
Narfastaðir í Reykjadal, þar sem aðalfundur S.Í.H.U. var haldinn.
harmonikuunnenda Noröfirði, (F H U N)
Guðmundi Skúlasyni, nokkur heilræði til
að fara með heim og hafa við undirbúnig
næsta landsmóts.
Einar Guðmundsson og Guðmundur
Samúelsson fóru í gegn um skýrslu sína
en þeir störfuðu í nefnd um eflingu harm-
onikukennslu.
Á eftir skýrslu þeirra urðu fjörugar um-
ræður og tjáðu sig margir um þessi mál. í
þessum umræðum komu fram margar
hugmyndir t.d að láta útsetja nokkur lög á
hverju ári sem myndu nýtast aðildarfélög-
unum og ekki hvað síst yngsta fóikinu sem
er að læra á harmoniku í tónlistarskólum.
Mikill áhugi er einnig fyrir því að halda
„unglinga landsmót" þar sem „pollamóts"
hugmyndin yrði notuð. Skagfirðingar tóku
að sér að athuga þessi mál nánar og verð-
ur gaman að sjá hvort hægt verður að út-
færa þessar hugmyndir og koma í fram-
kvæmd vonandi strax á næsta sumri.
Nokkrar umræður urðu um harmoniku-
kennslu í tónlistarskólum um nýja nám-
skrá og námskeið fyrir harmonikukennara.
Og síðast en ekki síst um harmonikuþætti
í útvarpinu sem erfitt virðist vera að fá
pláss fyrir í dagskránni.
í lok fundarins flutti undirritaður
kveðju frá Harmonikufélagi Færeyja. Fær-
eyingar hafa mikinn áhuga á að koma á
meiri samskiptum á milli landanna. Þeir
hafa komið í heimsókn til íslands og nokk-
ur harmonikufélög frá íslandi hafa heim-
sótt Færeyjar .F H U N hefur verið í góðu
sambandi við Harmonikufélag Færeyja í
nokkur ár og gagnkvæmar heimsóknir hafa
verið á milli félaganna.
Enn hefur ekki verið ákveðið hvar næsti
aðalfundur verður haldinn en það mál
hlýtur að skýrast bráðlega.
Margt fleira var rætt á þessum annars
ágæta aðalfundi að Narfastöðum en of
langt mál yrði að fjalla um það allt hér.
Að fundi loknum fór fólk að taka sig til
fyrir kvöldverð sem snæddur var að
Breiðumýri. Þar nutum við glæsilegrar
veislumáltíðar ásamt skemmtiatriða frá
heimafólki og síðan var dansað fram eftir
nóttu.
Ég vil nota tækifærið til að þakka ölium
fundargestum og mökum þeirra sem voru
með okkur að Narfastöðum dagana 27. til
29. september síðastliðinn fyrir ánægju-
lega helgi. Sérstakar kveðjur vil ég senda
Aðalsteini ísfjörð og hans fólki í
Harmonikufélagi Þingeyinga fyrir frábærar
móttökur.
Neskaupstað 12. október 2002,
Egill Jónsson.
Garðar Olgeirsson
Garðar Olgeirsson
er þjóðkunnur harmonikuleikari og
hefur samið mörg fyrirtaks lög.
Á þessum diski leikur hann all-
skyns gömludansalög.
Góður diskur
sem allir ættu að eignast!
Verð kr. 1.500,- • Pöntunarsími: 486-6646
Minning
Bjarni Halldór Bjarnason
Fæddur 01.10. 1921
Halli frá Gerðistekk eins og
hann var venjulega kallaður
var fæddur þar og alinn
upp. Hann var sjötti í röð
ellefu systkina og þurfti
snemma að rétta hjálpar-
hönd og vann öll venjuleg
sveitastörf og sótti jafn-
framt sjóinn. En hann gaf
sér samt tíma til að sinna
áhugamáli sínu en það var
að spila á harmoniku. Hann
byrjaði mjög ungur að spila og allt eftir
eyranu. Hann spilaði á böllum, þorra-
blótum og öðrum skemmtunum. Stund-
um þurfti hann að bera harmonikuna á
bakinu um langan veg og taldi það ekki
eftir sér.
Það var ekki fyrr en seinni árin sem
hann fór að lesa nótur og semja lög.
Halli samdi nokkur lög og eftir að hann
hætti að vinna hafði hann betri tíma til
að sinna þessu áhugamáli sínu. Nú síð-
ustu árin var heyrnin farin að gefa sig og
var það mjög bagalegt og átti hann erfitt
Dáinn. 14. 06. 2002
með að spila með öðrum.
Halli hafði mikla ánægju
af því að fara á harmon-
ikulandsmótin og aðrar
skemmtanir þar sem spil-
að var á harmoniku og ekki
hvað síst að hitta allt fólk-
ið sem þar var. Hann átti
orðið marga góða kunn-
ingja sem komu þar og
spilaði gjarnan með þeim.
Þann l.maí 1980 var
stofnað „Félag harmonikuunnenda
Norðfirði" og var Halli einn af stofnend-
um þess og mjög virkur félagi.
Halli var kvæntur Svanhvíti Sigurðar-
dóttur frá Reyðarfirði og eignuðust þau
8 börn og eru afkomendur þeirra orðnir
47 talsins.
Eiginkonu og afkomendum öllum
votta ég mína innilegustu samúð.
Hvíl í friði kæri vinur.
Elín Ólafsdóttir.
m®'