Harmonikublaðið - 01.10.2002, Síða 12
FRÓÐLEIKUR
HARMONIKUBLAÐIÐ
Vestfjarðaferð
Harmonikufélagsins Nikkolínu
Það mun hafa verið um 20. apr-
íl 2001 að við Ásgeir á ísafirði
ræddumst við um tímasetningu
á ferð Nikkolínu til að endur-
gjalda heimsókn Vestfirðinga í
Dali í ágúst 2000. Niðurstaða
þessa samtals var að stefnt
skyldi að sameiginlegum
Jónsmessudansleik félaganna
í Víkurbæ í Bolungavík,23.júní.
Þegar farið var að kanna málið kom í
Ijós að Halldór stjórnandi Nikkolínu hafði
einmitt gengið í hjónaband þessa helgi
fyrir 40 árum og frú Ólafía óskaði eftir að
hafa hann fyrir sig þessa helgi. Þá ósk varð
að sjálfsögðu að virða. Enn var hringt íÁs-
geir formann og þá var laugardagskvöld-
inu 30.júní slegið föstu.
Næst var að huga að gistingu og far-
kosti, þá kom í ljós að þessa helgi var á
ísafirði upp sama staða og í Betlehem
forðum að ekkert var rúm á gistihúsum
bæjarins.Ritari Nikkolínu fékk þá vitrun
um gistihúsið Finnabæ í Bolungavík, sem
hefði þá eiginleika að það væri stækkað
eftir þörfum hverju sinni. Það var
Nikkolínu fastnað um hæl og svo fenginn
bíll frá HP með hérumbil loforði um Brand
bílstjóra.
Það var sól og blíða þegar 18 manna
hópur lagði af stað úr Búðardal með
Brand við stýrið, um hádegisbil 29.júní.
Stefnan var fyrst tekin á Bjarkarlund, þar
vildi formaðurinn ólmur stoppa, hann
hafði nefnilega gleymt þar forláta flís-
peysu merktri íslandspósti þegar hann var
að keyra félaga Sigvalda, sem hafði spilað
þar á lónsmessudansleik af sinni alkunnu
Sigvaldi Fjelsted heldur uppi fjörinu í
Víkurbæ í Bolungarvík.
snilld. |ú, peysan var í fatahenginu og for-
maður tók gleði sína að fullu.
Stoppið varð svo aðeins lengra því
nikótín-skortur var farinn að gera vart við
sig. Síðan var haldið sem leið lá fyrir
Þorskafjörð og vestur hálsa, Brandur benti
ferðalöngum á ýmislegt markvert er fyrir
augu bar, þar sem Ragnheiður á Skerðing-
stöðum baðst undan leiðsögn um sínar
bernskuslóðir.
Næst var áð á mörkum Austur-og Vest-
ur-Barðastrandarsýslna í yndislegu veðri
og síðan í Flókalundi þar sem menn
hresstu sig á ýmsum veitingum. Eftir
ánægjulegt stopp í Flókalundi var svo
haldið á Dynjandisheiði. Þegar af heiðinni
kom blasti Dynjandi við í allri sinni dýrð
og þegar fór að sjá til bæja kom í Ijós að
Jóhann í Stóru-Tungu kannaðist ýmist við
ábúendur eða einhverja sem ættaðir voru
af öllum bæjum allt í Dýrafjörð. Við vega-
mótin að Núpi fóru þau Jóhann og Agnes
systir hans úr rútunni en þau áttu heim-
boð þarna í sveitinni.
Áfram var haldið sem leið lá um
Gemlufallsheiði til Önundarfjarðar og
áfram um Vestfjarðagöng og beina leið út
á Bolungarvík þar sem menn skiptu sér
bróðurlega í herbergin í Finnabæ. Þar voru
í móttökunefnd Ásgeir formaður, Sæmi
málari og Baldur Geirmundsson. Brandur
bílstjóri var svo sendur í lúxus gistingu
heima hjá Sæma á ísafirði.
Eftir kvöldmat í Finnabæ gerði fólk ým-
ist að skoða staðinn, spila á harmoniku,
eða menn vættu kverkar í bjór. Síðan var
farið niður á pöbb að undirlægi Halldórs
og spiluð nokkur lög.
Á laugardagsmorguninn var risið
snemma úr rekkju og haldið eftir morgun-
verð inn á ísafjörð og niður að höfn, nú
átti að sigla út í Vigur. Þegar við mættum
á bryggjuna voru þar fyrir Ásgeir og Sæ-
Verð kr. 2000.-
Pöntunarsímar:
557 3904/892 5215
Hjördís Geirsdóttir
erbúin að syngja fyrir íslendinga
í fjörutiu ár og er enn að.
Hér sýnir hún allar sínar bestur hliðar, með
dyggri aðstoð bestu tónlistamanna landsins
og syngur lögin sem hún hefur heillað
þúsundir með, í gegnum tíðina.
Þennan má ekki vanta í safnið!
Til
sölu!
Díotonisk 3 kóra óspiluð takka harmonika.
einnig Sero-Sette 3 kóra sem ný takkanikka
og Serenelli kasettó 4 kóra pianónikka.
Upplýsingar i sími 462-6252.
Á ferö og fiugi
með F.H.U.R. kom út fyrir fjórum árum
og hefur að geyma leik hljómsveitar félagsins
undir stjórn Þorvaldar Björnssonar.
Meðal laga á diskinum
F.H.U.R. marsinn,
Hreðavatnsvalsinn
og Tangóasyrpa.
Ómissandi diskur í safnið.
Verð kr. 1.500,-
Pöntunarsímar:
568 6422 / 894 2322
c/H ferð og flttcfi
M 1 II MAKMONIk U l N N I N D II M