Harmonikublaðið - 01.10.2002, Page 14
PISTILL
HARMONIKUBLAÐIÐ
bands af mótinu og Vernharð jósepsson í
ísafjarðarbæ, að sjá um hljóðkerfi og
hljóðstjórn á mótinu.
Einmuna veðurblíða varð til þess að
fyrstu gestir komu allnokkrum dögum fyr-
ir mótið en það voru hjónin Ingrid og
Bragi Hlíðberg og má segja að þau hafi
verið frumbyggjar á tjaldstæðinu.
Strax á þriðjudag voru komnir allmarg-
ir húsbílar og tjaldvagnar, en á fimmtu-
degi má segja að látlaus straumur bíla
hafi verið til bæjarins og um kvöldið
mátti heyra harmoniku og söng hljóma
um tjaldstæðið.
Kl. 20.30 það kvöld hélt rússneski
harmonikusnillingurinn Júrf Fjodorov
tónleika í Hömrum sal Tónlistarskólans.
Margir komu í upplýsingamiðstöð
mótsins til að kaupa miða á tónleika og
fá í hendur Dagskrárblað mótsins.
Fyrsti dagur mótsins, föstudagur 5.júlí
rann upp með einmuna veður-
blfðu.Hljóðprófanir hófust kl.9.00 um
morguninn.
Mótið var sett á Silfurtorgi kl. 13.00.
Formaður Harmonikufélags Vestfjarða
Ásgeir S.Sigurðsson bauð mótsgesti vel-
komna, en formaður S.Í.H.U., lóhannes
jónsson, flutti ávarp og setti mótið.
Ungir harmonikuunnendur úr Tónlist-
arskóla ísafjarðar léku tvö lög undir
stjórn Messíönu Marsellíusardóttur. Að
lokum léku viðstaddir harmonikuleikarar
lag Baldurs Geirmundssonar „Landsmót
2002" undir stjórn höfundar. Viðtökur
1HMM©MEU=
Méíusm
(BTONÁ
VERKSTÆÐITIL
ALHLIÐA VIÐGERÐA Á
HARMONIKUM AÐ
KAMBASELI 6, RVK
HAFIÐ SAMBAND VIÐ
GUÐNA í SÍMA
567 0046
SAMJ |DS fsu^a* m
á Formaður S.Í.H.U. afhendir Ásgeiri S. Sigurðssyni formanni
Harmonikufélags Vestfjarða blómvönd í lok tónleikanna á laugardag.
Þakklætisvottur til hans og félaganna fyrir gott landsmót.
voru slíkar að lag-
ið var flutt öðru
sinni. Fjölmenni
var við setningar-
athöfnina.
Tónleikar fé-
laganna hófust í
íþróttahúsinu á
Torfnesi kl„ 14.00.
Sjö harmonikufé-
lög fluttu fjöl-
breytta dag-
skrá.einleik, dúet-
ta og hljóm-
sveitarlög.
Kl. 17.00 var opn-
að harmonikusafn
Ásgeirs S. Sig-
urðssonar og
hljómplötusafn
Sigurjóns
Hrafnabjörgum í
Gamla Sjúkrahús-
inu. Um kvöldið
voru dansleikir í danshúsum bæjarins og
á bílastæði við Landsbankann.
Laugardaginn 6. júlí hófust hljóðpróf-
anir kl. 9.00 en tónleikar harmoniku-fé-
laganna kl. 13.30. Sjö félög fluttu fjöl-
breytta dagskrá einnig komu fram gesta-
spilarar, frá Ítalíu, Renzo Ruggieri og frá
Skotlandi, David Nisbet.
Tónleikar heiðursgesta frá Svíþjóð,
Anniku Andersson, Lars Karlsson og
Tomasar Andersson hófust laust eftir kl.
17.00, fluttu þau fjölbreytta dagskrá. Kl.
22.00 hófst stórdansleikur í íþróttahús-
inu á Torfnesi. Þar var stiginn dans við
leik hinna ýmsu hljómsveita harmoniku-
félaganna til kl.3.00.
Sunnudaginn 7. júlí var sama veður-
blíðan eins og hina mótsdagana,
ánægjulegt var að sjá hve margir gest-
anna lengdu dvölina og nutu veðurblíðu
og samvista við kunningja.
Meðan mótið stóð yfir voru hljóðfæra-
verslun Leifs Magnússonar og E.G.-tónar
með kynningar á harmonikum sem þeir
eru með umboð fyrir.
Þegar við vorum að undirbúa mótið
gerðum við ráð fyrir að allt að 800 gestir
kæmu til Vestfjarða af því tilefni. Tel ég
að það hafi nokkurn veginn staðist, 7-800
manns sóttu tónleika á föstudag og laug-
ardag og liðlega 1000 manns lokadans-
leikinn á laugardagskvöld.
Varðandi umfjöllun fjölmiðla meðan
mótið stóð yfir, er þetta að segja. Svæðis-
útvarpið á ísafirði var lokað vegna breyt-
inga á húsnæði, en fréttamaður þess
Guðrún Sigurðardóttir kom a.m.k. tveim-
ur fréttum að í Sjónvarpinu með allgóð-
um myndskeiðum, Bæjarins Besta á ísa-
firði gerði mótinu góð skil, bæði með
stöðugri umfjöllun á fréttavef meðan
mótið stóð yfir og myndum í næsta blaði.
Eina blaðið sem sendi blaðamann á mót-
ið var ICELAND REVIEW og hefur þegar
birst í blaðinu vegleg frásögn með mynd-
um, Morgunblaðið og D.V. sýndu þessu
lítinn áhuga.
Við mótshaldarar erum ánægðir
hvernig til tókst. Sérstaka athygli heima-
manna vakti prúð framkoma mótsgesta
og snyrtileg umgengni á tjaldstæðum.
í október 2002
Ásgeir S. Sigurðsson.
Þessar skemmtilegu
myndir fékk blaðið
sendar frá Rafni
Jónssyni, formanni
Harmonikuunnenda
Vesturlands. bær sýna
alla formenn þeirra
frá upphafi.
EEDP