Harmonikublaðið - 01.04.2003, Page 3
HARMONIKUBLAÐIÐ
RITST|ÓRAPISTILL
ISSN 1670-200X
Ábyrgðarmaður :
Jóhannes Jónsson
Barrlundi 2 600 Akureyri
Sími 462 6432, 868 3774
Netfang: johild@simnet.is
Ritvinnsla:
Hildur Gunnarsdóttir
Prentvinnsla:
Alprent
Netfang: alprent@alprent.is
Meðal efnis
• Lars Karlsson
Greinarkorn
• F.H.U.R 25 ára
• Harmonikufélag
Hornafjarðar
• Lag blaðsins
Jón Heiðar
• Fróðleikur
HögniJónsson
• Harmonikustelpan
• Um liðna tíð
• Hótel Iðufell
• Breiðumýrarbragur
Auglýsingaverð:
Baksíða 1/lsíða kr. 12.000
« l/2síða kr. 6.000
Innsíður 1/lsíð kr. 11.000
l/2síða kr. 5.500
ii l/4síða kr. 3.500
l/8síða kr. 2.500
smáauglýsing kr. 1.500
Forsíðumyndin er af Oddnýju
Björgvinsdóttur frá Akranesi.
Ágætu lesendur!
Ég vil byrja á því að óska ykkur gleðilegs harmonikusumars. Það hefur vafist fyrir mér
hvað ég ætti að ræða við ykkur í pistlinum að þessu sinni. Þegar blaðið var að hefja
göngu sína fyrir um það bil ári síðan voru aðal áhyggjurnar eða ekki fengist nægjanlegt
efni í það. Hins vegar hafði ég þá trú að þetur myndi ganga þegar byrjunarörðugleikar
yrðu yfirstignir, en sú hefur þó ekki orðið raunin.
Nú hefur gengið mun verr að afla efnis í þetta fyrsta tölublað þessa árs en vænta mátti
og hefði það með réttu átt að vera komið út mun fyrr. Það er nú svo að ekki er gaman að
gefa út blað með auðum síðum, en það er mín skoðun að ef blaðið á að standa undir
nafni megi það ekki vera minna en það er nú.
Það var ætlunin þegar blaðið hóf göngu sína að sem flestir kæmu að efnisöfluninni
og ég trúi ekki að þið lesendur góðir eigið ekki eitthvað í handraðanum sem þið væruð
til með að birta í blaðinu. Efnið þarf ekki endilega að vera mjög merkilegt, það getur
samt verið skemmtilegt og áhugavert engu að síður. Aðalatriðið er að við gerum allt sem
í okkar valdi stendur svo blaðið geti komið út áfram, því það hlýtur að vera okkur öllum
kappsmál.
Þrátt fyrir að betur megi ganga vil ég þakka þeim sem hafa sent efni í blaðið, um leið
og ég vonast til að sem flestir taki vel við sér og afli blaðinu efnis, lesendum til fróðleiks
og skemmtunar, því blaðið er okkar allra!
JJ.
Lars Karlson harmonikuleikari
ársins 2002 í Svíþjóð
Hér birtir blaðið grein sem Lars Karlson
skrifaði um ferð sína á Landsmótið á ísa-
firði í júlí síðastliðinn. Lars Karlson var
kosinn harmonikuleikari ársins 2002. í
Svíþjóð.Hann var annar gestaspilarinn á
landsmótinu. í blaðinu „Dragspels nytt"
er heilmikil úttekt á tónleikaferðum og
uppákomum hans á því ári og er þessi
stutta grein hluti af þeirri úttekt.
Gefum Lars orðið.
Dagana 3.-8. júlí.
Ég flaug ásamt Anniku Andersson og gít-
arleikaranum okkar Thomasi Andersson
til íslands. Við vorum sótt á flugvöllinn í
Keflavík og okkur skutlað til Reykjavíkur,
þar sem við tókum innanlandsflug til
ísafjarðar. Þetta er trúlega fallegasti
staður sem ég hef heimsótt.
Við fengum konunglegar móttökur og
skemmtum okkur stórkostlega vel og
fengum meðal annars að skoða frábært
fuglalíf á lítilli eyju.
Þarna fengum við auk þess að fara í
heitan pottfeða heita lind).
Aðaltónleikarnir okkar voru laugar-
daginn 6. júlí á stórkonsert sem þúsund
manns sóttu.
Minnum á fjölskylduhátíðina í Húnaveri 1 Góðir áskrifendur! Efni í næsta blað
helgina 20.-22. júní Það er mjög mikilvægt að þið látið þarf að hafa borist
Félög harmonikuunnenda vita um nýtt heimilisfang svo blaðið fyrir 20. maí.
í Húnavatnssýslu, Skagafirði og Siglufirði berist til ykkar. Útgefandi