Harmonikublaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 6

Harmonikublaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 6
FRÓÐLEIKUR HARMONIKUBLAÐIÐ Af starfi Harmonikufélags Hornafjarðar Hljómsveit Harmonikufélags Hornafjarðar á „opinni æfingu" í Pakkhúsinu á Höfn í maí 2002. Fremri röð frá vinstri: Zophonías Torfason Höfn, iónína Einarsdóttir Höfn, Sigurður Þorsteins- son Höfn, stjórnarmaður í félaginu. Önnur röð f.v.: Gunniaugur Þröstur Höskuldsson Höfn, stjórnandi hljómsveitarinnar og stjórnarmaður í félaginu, Björn Sigfússon Brunnavöllum í Suð- ursveit, formaður félagsins, Sigurgeir jónsson Fagurhólsmýri í Öræfum, Einar Guðni jónsson á Kálfafellsstað í Suðursveit. Aftast situr Ragnar Eymundsson Höfn við trommurnar og Ásmund- ur Þórir Ólafsson Höfn stendur með bassann. Félagsstarfið hjá okkur sunnan jökla hef- ur fengið nokkuð fastmótaðan svip í ár- anna rás. Félagið er það yngsta á landinu (eins og sjá má hér í upptalningu aftan á forsíðu blaðsins) og allt frá stofnun þess 1994 hefur verið staðið að samæfingum félagsmanna og kemur fastur kjarni sam- an um það bil hálfsmánaðarlega frá sept- ember og fram í apríl. Vetrarstarfinu lýkur svo með harmonikuhátíð sem oftast hef- ur verið haldin fyrir páska og er það nokk- urs konar uppskeruhátíð félagsins sem er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Þangað er venjan að bjóða einhverjum þekktum einleikara sem leikur fyrir samkomugesti. Félagsmenn leika einnig þau lög sem þeir hafa æft yfir veturinn og síðan er dansað fram á nótt við undirleik hljóm- sveitar sem samanstendur af tiltækum hljóðfæraleikurum, svo sem félagsmönn- um og stundum gestaeinleikaranum á hátíðinni ef hann er til í að taka lagið fyr- ir dansi. Oftast hefur hátíðin verið haldin á Veitingahúsinu Víkinni á Höfn, einu sinni að Hrollaugsstöðum í Suðursveit og nokkrum sinnum í Mánagarði í Nesj- um. Fjöldi gjaldskyldra félaga er um 30 og svo eru nokkrir eldri félagar sem ekki greiða árgjald. Sá kjarni sem sækir reglu- bundið samæfingar hefur verið á bilinu 5-7 nikkarar og svo hefur bassaleikari og Beltuna Leaderiv amplisound 4ra kóra casetto nikka hvít. Mjög nýleg og lítið spiluð. Upplýsingar gefur Kristján Sigfússon í síma 4681218 eða 8471906 trommuleikari bæst í hópinn þegar líður nær opinberu samspili. Þessi 5-7 manna hópur hefur verið dreifður um alla Aust- ur-Skaftafellssýslu, frá Höfn og suður í Öræfi, og hafa liðlega 100 km skilið þá að sem um lengstan veg þurfa að sækja æf- ingar. Við höfum því reynt að mætast stundum á miðri leið og æfum þá í Hrollaugsstöðum en annars er aðal æf- ingastaður okkar í húsnæði Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu á Höfn. Félagarn- ir þurfa þannig að leggja á sig mikil ferða- lög til að hittast og spila saman en það er auðvitað þess virði eins og allir þekkja sem eru í þessum sömu sporum og við. Félagið hefur reynt að útbreiða harm- onikutónlist á starfstíma sínum, þannig hefur það verið lyftistöng að fá einhvern landsþekktan snilling til að leika á Harm- onikuhátíðinni hjá okkur. Þegar ferðaá- ætlun hefur hentað þá hefur tækifærið verið notað og þessi einleikari fenginn til að spila fyrir nemendur Tónskólans að deginum og þá öllum heimilt að koma og hlusta. Þetta hefur mælst vel fyrir og áhugi fyrir því af hálfu okkar í stjórn fé- lagsins að stuðla enn frekar að kynningu á harmonikunni og þeirri fjölbreyttu tón- list sem leikin er á hljóðfærið. í Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu hafa verið að jafnaði 3-5 nemendur í námi í harmonikuleik undanfarin ár, flestir ungir að árum, og hafa þeir komið fram opin- berlega, þar á meðal á Harmonikuhátíð og þá í samleik. Það er greinilegur vaxtar- broddur meðal yngri kynslóðarinnar hér á félagssvæðinu, eins og líka má sjá víða um land, og mikilvægt að styðja við bak- ið á þeim einstaklingum sem taka ást- fóstri við hljóðfærið. Á sama hátt og það er okkur félags- mönnum og íbúum í Hornafirði mikils- vert að fá góða gesti í heimsókn til okkar þá er ekki síður stórkostlegt að fá að heimsækja aðra og sjá og heyra þá spila. Undirritaður ætlar því að lokum að þakka fyrir hönd okkar félagsmanna kærlega fyr- ir mjög góða skemmtun og frábærar mót- tökur á landsmótinu sl. sumar á ísafirði og óska um leið þess að starf harmoniku- félaga og áhugamanna um harmoniku- tónlist blómgist enn frekar á komandi tímum. Zophonías Torfason, gjaldkeri Harmonikufélags Hornafjarðar. am

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.