Harmonikublaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 7

Harmonikublaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 7
HARMONIKUBLAÐIÐ LAGAHOFUNDUR Gauragangur Höfundur Jón Heiðar Magnússon Jón Heiðar spilar „dinner" við borðhald á haustfundi að Varmalandi í október 1995. Spilað fyrir dansi á útileguhelgi HUV við Þverárrétt. Frá vinstri: Grett- ir Björnsson, |ón Heiðar, Þórir Magnússon og Bragi Hlíðberg. urra kóra casetto sem er mjög vandaður gripur ein sú besta sem ég hef handleik- ið um dagana, en alls hef ég átt 7 harm- onikur þau ár sem ég hef spilað. Æf/r þú mikið í dag? |á ég hef sjaldan æft meira enda hef ég góðan tíma til þess, ekki síst þar sem ég er nú hættur í föstu starfi. Ertu enu að semja lög? Það kemur fyriraf og til. Er ekki kominn tími til að þú gefir lögin þín út á geisladiski, og leikir þau sjálfur á karmon- iku? Það hefur oft verið nefnt við mig en ekki orðið af því einhverra hluta vegna. Viltu að lokum segja lesendum við hvað þú ftefur starfað síðan þú fluttir á Akranes? Ég vann fyrst í frystihúsi Haraldar Böðvarssonar í u.þ.b. 2 ár síðan vann ég hjá Vegagerðinni í 13 ár aðallega á þungavinnuvélum, loks vann ég ýmis störf var m.a. leigubílstjóri í nokkur ár og síðast vann ég á Steypustöð Þorgeirs og Helga á Akranesi. Blaðið þakkar |óni Heiðari viðtalið og óskar honum velfarn- aðar. Þann 30. September árið 2000 hélt Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð upp á 20 ára af- mæli sitt að Laugarborg í Eyja- firð. í tilefni þessara tímamóta efndi félagið til Iagakeppni og bárust 12 lög í keppnina víða að af Iandinu.Af þeim voru val- in 5 Iög til að keppa til úrslita í afmælishófinu. í fyrsta sæti varð lagið "Gauragangur". Höfundur þess er Jón Heiðar Magnússon á Akranesi. Jón Heiðar er þekktur harmoniku- leikari og lagasmiður. Lag hans „Harmonifikan" var birt í samnefndu blaði fyrir nokkrum árum. Harmonikublaðið fékk leyfi höfundar til að birta Iagið „Gauragangur" í blaðinu að þessu sinni og svara í leiðinni nokkrum spurningum. Hvar ertu fæddur? Ég er fæddur og uppalinn á Sandhól- um Saurbæjarhreppi í Eyjafirði árið 1935. Ég flutti á Akranes árið 1955 og hef búið þar síðan. HvflJ kom til að þú fluttist úr Eyjafirði á Akranes? Ég kynntist konunni minni .Kolbrúnu Leifsdóttur, sem þá var í kaupavinnu í Eyjafirði. Hún var frá Akranesi og við ákváðum að setjast að þar. Hvenœr kynntist þú fiarmoniku fyrst? Þegar ég var 12 ára gamall þá eignað- ist mágur minn Scandalli harmoniku 120 bassa fjögurra kóra og voru það fyrstu kynni mín af harmoniku. Ég fékk fljótt áhuga á að prófa hana. Þessi harmonika þótti mikið verkfæri á þeim tíma, en hljóðfærið mátti ég ekki snerta og fannst mér erfitt að sætta mig við það. Eina ráð- ið var að sæta lagi og stelast í hljóðfærið og gerði ég það hvenær sem færi gafst, og heillaðist gjörsamlega af þessu hljóðfæri. Hvenær eignaðist þú svo þitt eigið filjóð- færi? Fyrstu harmon- ikuna mína fékk ég í fermingargjöf og var hún af gerðinni Hohner 96 bassa þriggja kóra. Það má segja að hún hafi verið mér sem himnasending því nú var ég engum háður með hljóð- færi lengur. Ég æfði mig mikið og fljótlega fór ég að spila fyr- ir dansi. Ég spilaði mikið og víða næstu árin og allt til ársins 1968 er ég hætti ai- veg spilamennsku. Ég snerti ekki harm- oniku í 17 ár. En það var síðan árið 1985 að ég naut leiðsagnar Grettis Björnsson- ar. Hann var fenginn til að taka að sér kennslu hjá Harmonikuunnendum Vest- urlands og þá byrjaði ég að spila á ný. Þá gekk ég til liðs við það félag og hef spilað með því síð- an. Ég hef líka spil- að hjá Dansklúbbn- um Duna á Akra- nesi auk þess að spila áýmsum upp- ákomum sem til hafa fallið. Spilað fyrir dansi á tuttuguára afmæli HUV á Hótel Borgarnesi árið '99. Frá vinstri: Steinunn Pálsdóttir á gítar, Hannes Baldursson á bassa.í felum á bakvið Steinunni er Þórir Magnússon á trommur og lengst til hægri ér )ón Heiðar á harmoniku. Hvflðfl tegund af fiarmoniku leikur þú á t dag? Það er harmon- ika af gerðinni Bug- ari Armando fjög- DflF

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.