Harmonikublaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 4

Harmonikublaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 4
TÍMAMÓT HARMONIKUBLAÐIÐ Elsta harmonikufélagið 25 ára Harmonikublaðið óskar Félagi harmonikuunnenda Reykjavík til hamingju með þennan merka áfanga og þakkar Friðjóni Hallgrímssyni fyrr- verandi formanni félagsins fyrir þá samantekt um félagið sem hér fer á eftir Félag harmonikuunnenda í Reykjavík var stofnað þann 8. september 1977 og átti Karl Jónatansson hugmyndina að stofnun þess og hratt henni í framkvæmd ásamt nokkrum nemenda sinna. Karl átti síðar eftir að koma að stofnun fleiri fé- laga auk landssambandsins. Fyrsti for- maður F.H.U.R. var Bjarni Marteinsson og hélt hann um stjórnvölinn fyrstu sjö árin. |ón Ingi Júlíusson tók við af Bjarna og gegndi formennsku til 1990, er Yngvi |ó- hannsson tók við. Hilmar Hjartarson leysti hann af hólmi 1993, til næstu þrig- gja ára þegar Friðjón Hallgrfmsson var kjörinn og starfaði hann til síðasta vors, þegar Jón Ingi varð formaður að nýju. F.H.U.R. hefur ávallt reynt að auka veg og virðingu harmonikunnar með ýmsu móti. Það hefur staðið fyrir skemmtifund- um og dansleikjum á vetrum nánast frá upphafi, auk þess að fá hingað erlenda tónlistarmenn til skemmtana- og tón- leikahalds, þegar tilefni hefur þótt til. Má þar nefna Sigmund Dehli og Nya Reynir Jónasson siakar á eftir „dinnerspilið". Simon Kuran var farinn annað. Bröderna Fárm auk fjölda annarra lista- manna. Það hefurátt í samstarfi við önnur félög á landinu auk landssambandssam- starfsins. Félagið hef- ur reynt að stuðla að aukinni útbreiðslu hljóðfærisins í tón- listarskólum og í því skyni gefið nokkrar harmonikur til þeir- ra. Einn er sá þáttur sem ekki má gleym- ast í þessari upp- talningu, nefnilega harmonikuútilegurn- ar. Það hafði tíðkast í Ræða formanns, Jóns Inga Júlíussonar. Mikið var maturinn góður - og vínið, -Herra minn góður. Grettir Björns., Hilmar Hjartar., Ingvar Hólmgeirs., ÖIIi Eyþórsson, Sigga hans Ölla, Sirrý hans Hilmars og Erna hans Grettis. Eitt best spilandi borðið í húsinu. upphafi níunda áratugarins, meðal félaga í F.H.U.R. að fara til Þingvalla einu sinni á sumri. Sumarið 1988 auglýsti svo blaðið Harmonikan, sem tveir félagar í F.H.U.R., þeir Hilmar Hjartarson og Þorsteinn R. Þorsteinsson stýrðu, almenna harmon- ikuútilegu í Galtalæk og mun það vera í fyrsta skipti sem harmonikumót er aug- lýst með formlegum hætti. Síðan hafa mörg félög þróað hugmyndina enn frekar og í dag er ekkert sumar án harmoniku- móta. Þá er rétt að minnast á annan þátt í starfinu, sem mörgum félögunum þykir ómissandi, en það eru vorferðir til ann- arra harmonikufélaga. Til margra ára héldu Rangæingar til dæmis dansleik ailr Fyrrverandi formaður FHUR, Friðjón Hall- grímsson, heiðraður af núverandi formanni, Jóni Inga Júlíussyni.

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.