Harmonikublaðið - 01.04.2003, Page 5

Harmonikublaðið - 01.04.2003, Page 5
HARMONIKUBLAÐIÐ TÍMAMÓT Jón Ingi formaður og Guðný Sigurðardóttir, kona Friðjóns, færa Daníel Bjarnasyni fráfarandi stjórnanda hljómsveitar FHUR þakk- lætisvott frá félaginu. síðasta vetrardag og þangað fóru oft stór- ir langferðabílar þéttsetnir félögum úr F.H.U.R.. Það er mörgum minnistæð heimferð í dagrenningu fyrsta sumardag að loknum dansleik í Gunnarshólma. Nú eru hins vegar komnar til sögunnar helg- arferðir. Sú fyrsta þeirra til Hornafjarðar, en síðan hafa Dalamenn, Skagfirðingar og síðast Húnvetningar verið heimsóttir. Fullur áhugi er á að fara slíka ferð í vor og er því hér með komið á framfæri til fé- laga, sem kynnu að hafa áhuga á slíkri heimsókn, en þátttakendur hafa verið milli sextíu og níutíu í þessum ferðum. Félagið var ekki gamalt þegar farið var að huga að hljómplötuútgáfu og hefur það nú staðið að þremur plötum og einum hljómdiski. Þau voru ekki mörg harmonikufélögin á íslandi þegar hugmyndir að landsmóti fóru að mótast. Og það var heldur ekkert verið að tvínóna við hlutina. Það lá bein- ast við að "öldungurinn” í hópnum tæki að sér framkvæmdina og því var fyrsta landsmótið haldið í Reykjavík sumarið 1982. Þá höfðu auk Reykjvíkurfélagsins verið stofnuð félög í Þingeyjarsýslum, á Vesturlandi, í Norðfirði, við Eyjafjörð, í Húnavatnssýslum og í Dölum. Fjögur síðasttöldu félögin tóku ekki formlega þátt í þessu fyrsta landsmóti, en það átti eftir að breytast. Talsverða bjartsýni hef- ur þurft til að leggja í slíkt ævintýri, en menn voru stórhuga og framkvæmdin að sjálfsögðu með allt öðrum brag, en við eigum að venjast í dag. Tónleikar voru haldnir á Lækjartorgi og dansleikir í Sig- túni við Suðurlandsbraut og í Festi í Grindavík. Mótið tókst með slíkum ágæt- um, að ákveðið var að halda næsta lands- mót að Varmalandi í Borgarfirði að tveimur árum liðnum. Síðan hafa alltaf Ungliðahljómsveitin og von félagsins. liðið þrjú ár á milli landsmóta. Til gam- ans má geta þess að svo var áhuginn mik- ill, að Reykvíkingar og Þingeyingar slógu sig saman í ferð til Noregs seinna þetta sumar. Félagið hélt afmælishátið með pomp og prakt í Veitngahúsinu Glæsibæ, föstu- daginn 25. október s.l. og var þar margt til gamans gert auk góðs viðurgjörnings í mat og drykk. Tekið var á móti gestum með fordrykk í sér- merktum afmælis- glösum, Reynir jón- asson og Símon Kur- an léku fyrir bragð- laukana, hljómsveitir félagsins léku og gamanmál flutt. Til hátíðarbrigða var finnski íslendingur- inn Tatu Kantomaa fenginn til að sýna snilli sína og í lokin var dansað við seið- andi harmonikutóna hljómsveitar Vil- helms Guðmunds- sonar. Góð aðsókn var að hátíðinni og almenn ánægja með skemmtunina. Frið- jón Hallgrímsson fyrrverandi formaður var sæmdur silfur- merki félagsins á há- tíðinni og hafa þá níu félagar notið þess heiðurs. í tilefni 25 ára afmælisins lét félagið gera alls kyns minjagripi, sem eru til sölu hjá stjórn og skemmtinefnd fé- lagsins. Núverandi stjórn skipa jón Ingi Júlíusson formaður, Ingvar Hólmgeirsson varaformaður, Hreinn Vilhjálmsson ritari, Elísabet Einarsdóttir gjaldkeri og Gunnar Kvaran meðstjórnandi. Formaður skemmtinefndar er Friðjón Hallgrímsson. F.H. Hljómsveit Vilhelms Guðmundssonar mætt á svið. F.v. Þórir Magnús- son, Þorsteinn R. Þorsteinsson, V.G. sjálfur, Mattí Jóhanns. söngkona og Hreinn Vilhjálmsson. „Og þau dönsuðu öll þarna í dynjandi galsa". Harmonikuunnendur allra landa sameinist. Ólafur Magnús Hákonsson fremstur til vinstri, síðan m.a. Keli og Svava, Aðalsteinn Guðjónsson, Guðmundur Sam- úelsson og Guðrún, Gréta Sigfúsdóttir og Jóhann og Jón Gunnarsson.

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.