Harmonikublaðið - 01.04.2003, Qupperneq 11

Harmonikublaðið - 01.04.2003, Qupperneq 11
FRÓÐLEIKUR HARMONIKUBLAÐIÐ Tékka og Kínverja smíða fyrir sig. Hohner hefur látið framleiða ódýrari gerðir fyrir sig í Austur-Þýskalandi og Tékklandi. Þetta hefur valdið þeim misskilningi að nöfn hljóðfæranna beri ávallt með sér hvaðan þau koma, en það er nú öðru nær. Ég hef orðið þess var að sumir eldri menn eru vissir um að Excelsior verk- smiðjan sé með þeim elstu á Ítalíu, en það er rangt því hún var stofnuð 1950 og bandarísk að uppruna. Einkaleyfi komu f veg fyrir að það nafn yrði notað í Evrópu, hétu þær fyrstu árin Accordiana og Wexcelsiola uns þeir keyptu rétt til nafns- ins. Nafnið átti C.M.Iversen í Osló og það olli misskilningi. Harmonikurnar sem Akre og Tollefsen spiluðu á samanber Excelsior mazurkan eftir Akre, þær voru frá Ballone Burini einni elstu harmoniku- smiðju Ítalíu og voru nefndar í auglýsing- um: Excelsior det förste trappetrins trekkspillet i Norge. Akre spilaði á norsk grip en Tollefsen á sænsk. Akre lærði hjá meistara Pietro Frosini sem líka hafði norsk grip fyrir hægri hendi en eintóna bassa, og lék aldrei verk sín eins og þau voru seinna skrifuð. Norsk grip hafði líka annar nemandi meistarans, Ragnar Sundquist, sem seinna gerðist umsvifa- mikill sem eigandi Raggie Special fram- leiðslunnar sem enn er vinsæl í Svíþjóð þó gömul sé orðin. Tónar settir og vaxbornir. Á lagernum. í trésmiðjunni. Signor Piccetti í miðið verkstjóri og framkvæmdastjóri. Per Albin Hag- ström stofnandi Hagström sem starfaði í Noregi og Danmörku auk Sví- þjóðar dó kornung- ur og þá tóku aðr- ir við rekstrinum. Önnur slík fyrirtæki Dise og Bengtspil í Svíþjóð og H. Hen- chien í Noregi störf- uðu fram á sjöunda áratuginn, en lögð- ust þá niður og framleiðslan flutt- ist til Ítalíu og þá fyrst fór smíði á hnappaharmonik- um að aukast veru- lega þar suðurfrá. Á svipuðum tíma var það að Rússar fóru að koma yfir járntjaldiðog halda tónleika og taka þátt í alþjóða- keppnum. Fyrst í Samsetningadeiid. stað voru þeir með lítil og fornleg hljóðfæri, með ól yfir hægri öxlina, en spiluðu af öllum lífs og sálar kröftum. Mér var tvívegis boðið að sjá og heyra þessa spilara og líka kom jury Kassakoff og lék einleik í Þjóð- leikhúsinu. Þá varð ljóst að harmonik- an var orðin jafnoki hvaða hljómborðs- hljóðfæris sem var. Það leið heldur ekki á löngu þar til hver snillingur- inn kom á fætur öðrum, sem lært höfðu í Trossingen í Þýskalandi. Þeir höfðu greinilega mun stærri og þyn- gri harmonikur með 8 eða 9 bassa- röðum og virtust eiga fullt í fangi með að valda hljóð- færinu. Mogens Ellegaard var um tíma kennari við þennan skóla og rogað- ist sjálfur með 18 kílóa bákn. Það kom mér þvf ekki á óvart þegar hann fékk sér bajan (Bajan er harmonika) frá Júpiter smiðjunni í Pétursborg. Þau voru mörg- um kílóum léttari en Hohner og að öllu leiti meðfærilegri. Það varð mér hins veg- ar undrunarefni að hann fór samstundis til Castelfidardo með hljóðfærið og samdi við Pigin verksmiðjuna um að smíða eftirlíkingar bajansins. Útkoman varð að vísu töluvert þyngri eða um 17 kíló. Ástæðan var sú nýbreytni Rússa, að í stað þess að hafa tvo samtóna (út og inn) á einni plötu eins og venja er að hafa, þá eru margir á sömu plötunni líkt og er í munnhörpum. Það sem og annað minnkar stærðina. Nú hefur átt sér stað byltingakenndur samruni því fremsta bajanverksmiða Rússlands Sirius og Pigini í Castelfidardo hafa sameinast. Því miður er framleiðsl- an nokkuð dýr, eða tvær til þrjár miljónir. í tilefni þúsundasta Pigini konsertbajans- ins verður efnt til hátíðar í borginni Sengallia eigi alllangt frá Castelfidardo og kannski er Pigini að flytja þangað.

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.