Harmonikublaðið - 01.04.2003, Síða 13

Harmonikublaðið - 01.04.2003, Síða 13
HARMONIKUBLAÐIÐ FRÁSAGNIR Hugleiðing um liðna tíð Höfundur þessarar greinar Haraldur Þórarinsson Kvistási í Kelduhvefi er mikill áhuga- maður um tónlist ekki síst harmonikutónlist. Hann er þó eflaust þekktastur fyrir að hafa verið fréttaritari Ríkisútvarps- ins í áratugi. Hann sendi blað- inu þetta greinarkorn sem hér fer á eftir. Það mun hafa verið seint á árinu 1949 að ég gekkst undir svokallað meirabílpróf á Akureyri. Snemma á próftímanum varð ég fyrir því óhappi að fá stórt fótasár og taldi víst að nú yrði ég að hætta við próf- ið. En þá var mér bent á að hafa samband við lækni einn sem var gamall vinur og sveitungi föður míns. Þessi góði maður virtist kunna ráð við mínum kvillum, sagði hann mér að koma til sín annan hvern dag, því hann ætlaði að sjá um sárið, svo ég gæti lokið próf- inu. Síðast er ég kom til hans sagðist hann vera búinn að ganga frá mínum málum, ég ætti að fara strax eftir prófið til Guðmundar Karls Péturssonar yfir- læknis með minn veika fót í uppskurð. Ég fékk legurúm í húsi því sem kallað var sóttvörn, ásamt tveim öðrum mönnum. Góðvinur minn Gunnar Steindórsson vitjaði mín þá daga sem ég lá (á sótt- vörn). Strax fyrsta daginn spurði hann, hvar er harmonikan?Þess ber að geta að einn eða tvo vetrarparta áður en ég fór í meiraprófið var ég hjá Friðriki jónssyni tónskáldi á Halldórsstöðum í Reykjadal, að reyna að læra á harmoniku. Ég gerði mér fljótt Ijóst að námið myndi ganga svona upp og ofan. Áður en ég fór í nám- ið hjá Friðriká Halldórsstöðum leitaði ég til Árna Björnssonar frá Lóni í Keldu- hverfi og bað hann að útvega mér harm- oniku en honum treysti ég manna best til þessara hluta. Á þessum árum var ekki mikið úrval. Árni vildi kaupa fyrir mig það besta sem hann fann og auðvita réði hann því. Harmonikan sem hann keypti var af gerðinni „Paolo soprani" og fannst mér hún vekja athygli þeirra er hana sáu.Harmonikuna bar ég síðan á bakinu úr Kelduhverfi yfir Tunguheiði að Hall- dórsstöðum. Þegar ég fór til Akureyrar hafði ég hana með mér, það vissi Gunnar þegar hann heimsótti mig og hann lynnti ekki látum fyrr en hann fékk að sækja hana. Gunnar kom með harmonikuna og eitthvert lag hefur mér trúlega tekist að kvelja úr hljóðfærinu. Stuttu seinna kom yfirlæknirinn á stofugang ásamt ungum og sprækum aðstoðarlækni. Guðmundur Karl tók eftir nikkunni og hófust nú nokk- urskonar réttarhöld um tilveru og eignar- rétt þessarar ágætu harmoniku. Ég var orðinn alvarlega hræddur um stórkost- legt brot á sjúkrahúsreglum, en lenti fljótt í minnihluta um eignarréttinn og varð því að spila polka fyrir læknana. Yfir- hjúkrunarkona sjúkrahússins frétti um polkadansinn og sendi tvær gangastúlkur til að sækja mig til að spila þrjú lög á að- algangi sjúkrahússins. Þessu neitaði ég, því ég væri ekki kominn hingað til að láta spila með mig. Ekki þurfti lengi að bíða eftir yfirhjúkrunarkonunni, sem kom mér í skilning um að með þessu gerði ég góð- verk, því margt af þessu fólki hefði aldrei séð svona hljóðfæri. Ég reyndi að spila þessi þrjú lög samkvæmt umtali, eins þurfti ég að fara með harmonikuna inn á hverja stofu. Þá skildi ég að mér hafði tekist að gera góðverk því svo mörg tár mátti sjá renna frá augum. En nú styttist óðum til jóla og tími til að athuga um heimferð. Um landleiðina þurfti ekki að hugsa vegna snjóa. Strand- Haraldur Þórarinsson. ferðaskip átti að leggja af stað austur frá Akureyri eftir tvo tíma svo ég fór að út- vega mér far með því. Ég var búinn að koma mér fyrir í skipinu þegar sendimað- ur frá sjúkrahúsinu kom og bað mig endi- lega að koma upp á sjúkrahús með harm- onikuna. Þessari bón varð ég að neita vegna leiðinda veðurs og ótta um að missa af skipinu. Þessari stund gleymi ég aldrei því svo vont þótti mér að geta ekki gert þessa litlu bón. H.Þ. Kvistási Fróðleikskorn Danski harmonikusnillingurinn Mogens Ellegaard sagði eitt sinn: Allir aðdáendur klassískrar tónlistar hata harmonikuna og allir unnendur harmonikunnar hata kiass- íska tónlist.Sem betur fer er þetta nú ekki alveg rétt, en satt er það að ótrúlegir fordóm- ar eru og hafa verið ríkjandi á báða bóga. Ég hef alveg sérstaklega tekið eftir því hvað þeir sem telja sig hafa fetað veg hinnar æðri tónlistar eru ótrúlega þekkingarlausir. Til eru samt góð dæmi um hið gagnstæða. Reynir Jónasson hélt kveðjutónleika eftir 29 ára starf sem organisti Neskirkju, sunnudaginn 22.september sl.Reynir varð svo sjö- tugur fimmtudaginn í sömu viku. Fjölnargir hlýddu á tónleikana og var Reyni að lokum geysivel fagnað. Risu tónleikagestir úr sætum og klöppuðu lengi og innilega. Bragi Hlíðberg er 9 árum eldri en Reynir og því er að vænta stórafmælis þessa stór- merka manns á vetri komandi. Ég er því miður hræddur um að íslenskir harmonikuunnendur hafi ekki lært að meta Braga sem vert er. Aftur á móti hafa margir úr klassíska geiranum haft þau orð um hann í mín eyru að Ijóst er að þeir telja hann snilling á alþjóðavísu. Ég hvet þá sem ekki hafa enn orðið sér úti um síðasta geisladisk Braga að hlaupa til og eignast eintak. Þar eru m.a. Sakkijarven polkinn sem er þjóðlag frá Finnlandi og Belfiore eftir Frossini leikinn af einstakri snilli, snerpan og sá skýrleiki sem Bragi hefur ávalt tileinkað sér setja flutn- inginn í hæsta gæðaflokk. H.I.

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.