Harmonikublaðið - 01.06.2003, Page 13

Harmonikublaðið - 01.06.2003, Page 13
HARMONIKUBLAÐIÐ Skemmtun Árshátíð F.H.U.E. 2003 Árshátíð Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð var haldin laugardaginn 15.mars s.l. í húsi Karlakórs Akureyrar- Geysis. jóhann Sigurðsson formaður félagsins setti samkomuna og bauð gesti velkomna. Ýmislegt var til skemmtunar eins og vera ber, en hæst bar að tveir aldnir félagar voru heiðraðir, þeir Guðni Friðriksson og Karl jónatansson . Guðni Friðriksson er fæddur 31.3.1920 í Sveinungsvík í Þistilfirði.Þegar hann var 15 ára eignaðist hann sína fyrstu harm- oniku.hún var tvöföld og kostaði 5 kr. Veturinn 1938-39 er Guðni í Héraðsskól- anum að Laugum í Reykjadal, þar fær hann tilsögn í nótnalestri hjá Páli H. jónssyni. Sumarið 1940 hittast þeir Guðni og Karl jónatansson í vegavinnu á Melrakkasléttu. Um haustið heldurGuðni til Eyjafjarðar með Karli, sem þá var flutt- ur að Ytra-Krossanesi með fjölskyldu sinni. Sumarið 1941 leika þeir saman í hljómsveit á Hótel Siglunesi. Samvinna þeirra stendur allt þar til Kari flytur til Reykjavíkur 1943. Höfðu þeir spilað hér vítt um sveitir m.a. fyrir breska og banda- ríska herinn. Þann 4.maí 1947 spilar Guðni á tónleikum með nýkrýndum Norðurlandameistara í harmonikuleik Lýði Sigtryggssyni. Þá hefur Guðni feng- ist nokkuð við kennslu, m.a. var hann við kennslu hjá Karli Jónatanssyni í Reykjavík og enn er Guðni að leiðbeina þeim sem til hans leita. Þegart.d. Félag harmoniku- unnenda í Reykjavík gaf út sína fyrstu hljómplötu léku Guðni og Karl 2 lög saman á þeirri útgáfu. Á plötuumslaginu segir að Guðni hafi nú verið ókrýndur meistari harmonikunnar á Akureyri og víðar um áratuga skeið. Guðni var einn af stofnendum Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð og sat í fyrstu stjórn þess. Prófdómari í harmonikuleik var Guðni við Tónlistarskóla Akureyrar um nokkurt skeið, þá lék hann í Lúðrasveit Akureyrar og einnig í Harmonikukvintettinum landsfræga undir stjórn Atla Guðlaugs- sonar. Eiginkona Guðna var Anna Bergþórs- Minning Jóhanncs Garðar Jóhannesson Fáein minningarorð. Garðar eins og hann var jafnan nefn- dur fæddist 8. júlí 1925 og hann lést 5. maí sl. eftir stutt en erfið veikindi. Garðar var sonur hins þekkta har- monikuleikara og viðgerðarmanns jóhannesar G. jóhannessonar. Harmonikuna gerðu þeir feðgar að æfilöngum félaga og voru báðir land- skunnir fyrir vandaðan leik á dansleikjum og í útvarpi. Því miður var fátt eitt hljóðritað með leik þeirra, ef frá er talinn samleikur feðganna með hljómsveit jónatans Ólafssonar, sem enn má heyra á Rás 1. Garðar lék með hljómsveitum [0 Þessir tveir skemmtu gestum á árshátíðinni. F.v.: Ingvi Vaclav og Pétur Bergmann Árnason. dóttir en hún lést árið 1997. Þau eignuð- ust 4 dætur auk þess sem Guðni ól upp stjúpsoninn Bergþór sem nú er látinn. Karl jónatansson er fæddur 24.febrúar 1924 á Blikalóni á Melrakkasléttu, hinu harðbýla norð-austurhorni landsins. Þar bjó Karl til 10 ára aldurs en flutti þá að Krossanesi við Eyjafjörð. Þegar Karl var 11 ára lánaði afi hans honum fyrir fyrstu almennilegu harmonikunni. Sá stutti hafði fram að þessu notast við litla harm- oniku sem hann hafði keypt tveim árum fyrr fyrir tvær kindur. Lánið endurgreiddi hann með launum sem hann þáði fyrir spilamennsku á mannamótum. Karl lærði að mestu að spila á eigin rammleik en hlaut þó nokkra leiðsögn hjá föður sínum Jónatan Hallgrímssyni og Þóri eiginmanni móðursystur sinnar. Karl var 19 ára er hann fluttist til Reykjavíkur, þar tók hann að sér ýmis störf tengd hernáminu ásamt því að spila á harmoniku sem hann hefur gert alla tíð síðan auk þess að kenna á hljóðfærið. Árið 1948 giftist hann Sólveigu Björg- vinsdóttur og eiga þau tvo syni. J.S. FHUR um árabil og á plötur félagsins ma. lög föður síns. Meðfram spila- mennskunni vann hann fullan vin- nudag, um árabil hjá Ofnasmiðjunni og síðar í Pólum. Góður félagi er genginn og hans er saknað af þeim sem harmonikunni unna. Garðar jóhannesson var jarðset- tur frá Bústaðakirkju þann 15. maí sl. Við athöfnina lék Reynir lónasson á harmoniku lög eftir lóhannes, föður Garðars, „Kveðju og Endurminningu". H)

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.