Harmonikublaðið - 01.06.2003, Side 14
Minningar
HARMONIKUBLAÐIÐ
Bréf frá Hrafnistu
Hér fer á eftir bréf sem blað-
inu barst fyrir skemmstu frá
einum af dyggustu áhangend-
um sumarmóta harmonikufé-
laganna á undanförnum árum.
Hrafnistu Reykjavík í maí 2003
Kæru harmonikuunnendur!
Ekki get ég látið frá mér penna án þess
að huga að ýmsum ferðaminningum í
gegnum árin. Við hjónin ég og konan mín
jóna Ingibjörg, sem lést í ársbyrjun 1993,
ferðuðumst mikið í gegnum árin, við átt-
um yfirleitt auka bíl til ferðalaga, t.d. hús-
bíla, er við vorum í Félagi húsbílaeig-
enda. Einnig áttum við nokkra gamla bíla
er við vorum í Fornbílaklúbbnum, sá síð-
asti sem ég átti var af gerðinni Dodge
Coronet-440 árg.1967, sem var síðasti
einkabíll Ingólfs vinar míns á Ystafelli, en
hann lést snemma á þessu ári. Þetta eru
aðeins stiklur úr lífshlaupinu.
Síðustu tíu ár hef ég ásamt Elísabetu
systur minni eingöngu snúið mér að
samkomum harmonikuunnenda víðsveg-
ar um landið og það vil ég segja að öllu
öðru ólöstuðu að hvergi hef ég skemmt
mér betur en með þessum félögum, eða
Sverrir Meyvantsson.
fundið mig betur kominn til þess að njóta
lífsins. Ég hef verið 9 sinnum með Félagi
Harmonikuunnenda Reykjavík. um versl-
unarmannahelgar, sex sinnum með
Harmonikuunnendum Vesturlands í
Þverárhíð og Fannahlíð og síðast en ekki
síst með Eyfirðingum og Þingeyingum að
Breiðumýri í Reykjadal 8 sinnum, einnig
með Selfyssingum og nágrönnum að
Minni-Borg í Grímsnesi og Básnum í Ölf-
usi, að ógleymdum rútuferðum frá
Reykjavík í Hornafjörð á slóðir Nikkólínu
fyrir vestan, í Skagafjörð og víðar. Ekki má
gleyma landsmótunum, á Siglufirði 1999,
og svo á ísafirði árið 2002 sem eru mér
ógleymanleg. Ég mun halda áfram að
vera með ykkur öllum meðan ég get þrátt
fyrir litla orku og háan aldur nærri 84ra
ára.
Ég læt hér fylgja fyrripart og botn sem
varð til á Breiðumýri 25. júlí 1998.
f.p. Harmonikunnar töfra tónar,
tengja saman tryggðabönd.
botn Nú fást ei lengur trekktir fónar,
sem fluttir voru víða um lönd.
Og vísu sem varð til á Breiðumýri í júlí
2000.
Oft er þörf fyrir loft og þel,
Þingeyingum til handa.
Eyfirðinga með þeim ég vel,
því engu vil ég granda.
Ég þakka öllum harmonikuunnendum,
mér veitta gleði á umliðnum 10 árum.
Sverrir Meyvantsson
Harmonikuunnendur
Hin árlega Breiðamýrarhátíð
H.F.Þ. og F.H.U.E.
veröur aö Breiöamýri 25.-27. júlí 2003.
Fyrirkomulag hátíðarinnar verður með svipuðu sniði og áður.
Hátíðin hefst á föstudagskvöld með einhverjum uppákomum og dansleik.
Að öllu óbreyttu munu gestir frá Noregi og Kanada koma fram á tónleikum eftir hádegi
á laugardag. Um kvöldið verður grillað og síðan dansaö frá kl. 22 til 03.
Miðaverði verður stillt mjög í hóf.
Við vonumst til oð sjá sem flesta spilora og oðra sem áhugo hafa á harmonikutónlist.
f.h. stjórna félaganna,
Aðalsteinn ísfjörð Jóhann Sigurðsson
am