Harmonikublaðið - 01.06.2004, Side 12

Harmonikublaðið - 01.06.2004, Side 12
Fróðleikur HARMONIKUBLAÐIÐ Landsmót ungra harmonikuleikara 2004 Kennararnir F.v. Stefán R. Gíslason, Anna )ónsdóttir,Sigurður Daníels- son, Hlín Torfadóttir, Vadim Fjodorov, Jakub Kolosowski og Yuri Fjodorov. Á myndina vantar Lárus Sighvatsson og Rögnvald Valbergs- son. Fyrsta landsmót ungra harm- onikuleikara er staðreynd. Mótið var haldið í Skagafirði 22. maí síðastliðinn. Nemend- ur frá fjórum Tónlistarskólum mættu til leiks, alls 25 talsins. Þátttakan var minni en vonast hafði verið eftir þegar farið var af stað með hugmyndina um svona mót, en mjór er mikils vísir.Mótið tókst í alla staði vel og var mótshöldurum til sóma. Fyrsta landsmót ungra harmonikuleik- ara var haldið í Skagafirði laugardaginn 22. maí, nánar til tekið í félagsheimilinu Árgarði. Upp úr hádegi tók fóik að drífa að harmonikuleikara, kennara og áhuga- sama mótsgesti. Dagskráin hófst svo kl. 15.00 með því að formaður Sambands ís- lenskra Harmonikuunnenda setti mótið, bauð hann gesti velkomna og minntist lítillega á aðdraganda mótsins, því næst tók kynnir mótsins, Kristín Snorradóttir á Sauðárkróki, við og kynnti þá ungu harm- onikuleikara, sem fram komu á tónleik- unum, þeirvoru áaldrinum 8 til 19 ára og léku ýmist einir sér eða fleiri saman, stundum ásamt kennurum sínum. Fyrst kom fram Harmonikuhljómsveit Tónlist- arskóla Skagafjarðar, hana skipuðu: Finn- ur Sigurðsson 16 ára, Guðmundur Árni Sigurbergsson 15 ára, Hjálmar Björn Guðmundsson 14 ára, Sigurður Ingi Ein- arsson lóáraogSveinnSmárason lóára, þeir léku lögin: Greensleeves og Kalinka. Næstur kom jón Þorsteinn Reynisson 16 ára frá Tónlistar- skóla Skagafjarð- ar og lék El Relicario og Tockötu í d moll. Hans Friðrik Guð- mundsson 12 ára Tónlistarskóla Dalvíkur lék lagið Æfing og Friðrik Hreinn Sigurðs- son 8 ára sama skóla lék pólkst þjóðlag frá Fjalla- landi. Þá var kom- ið að Rakel Fríðu Thoroddsen 12 ára Tónlistarskóla Raufarhafnar sem lék lagið Signi sól. Þá kom hljómsveit yngri nemenda Tónlistar- skóla Akraness, hana skipuðu Dagný Björk Egilsdóttir 12 ára, lóhanna Gísla- dóttir 15 ára og Steinunn Eik Egilsdóttir 16 ára þær léku ásamt kennara sínum Vadim Fjodorov lögin Kindly Beatle og Y'avait du jass, síðan lék Dagný Björk ein lögin :Ciel d'Anjou og Two Guitars næst á svið mætti hljómsveit eldri nemenda Tónlistarskóla Akraness hana skipuðu: Ástrós Una jóhannesdóttir 19 ára, Maren Lind Másdóttir 17 ára Sólberg Bjarki Valdimarsson 19 ára og Rut Berg Guð- mundsdóttir 19 ára, þau léku lögin Libertango og Leikfangafíll, með þeim lék kennari þeirra Yuri Fjodorov, því næst lék Maren Lind Samba tonic og Rut Berg Fiick Flack, hljómsveitin lék síðan lagið Fransisk visit í Bromölla. Þá var komið að lögunum.O Sole Mio og Waldkonzert þar sem allir harmonikuleikararnir léku sam- an. Þessir tónleikar, sem um eitt hundrað manns sóttu, tókust mjög vel og sýndu þeir áheyrendum hvers við megum vænta í framtíðinni af þessum glæsilegu ung- mennum. Dagskrá þessari lauk svo með því að ungmenni frá Hafralækjarskóla í Aðaldal skemmtu gestum með leik á Marimbahljóðfæri sem er ættað frá Afr- íku, var leik þeirra vel tekið af mótsgest- um. Eftir tónleikana bauð Félag harmon- ikuunnenda Skagafirði öllum þátttakend- um , kennurum og fleirum til kvöldverðar að Bakkaflöt, sem er hótel og veitingahús í næsta nágrenni við Árgarð. Eftir kvöld- verðinn var öllum þátttakendum færður fáni Félags harmonikuunnenda Skaga- firði og afhentur peningur sem viður- kenning fyrir þátt sinn í tónleikunum. Á peninginn var letrað „Landsmót ungra Fallegur hópur harmonikuleikara. Skagfirðingar í aftari röð f.v )ón Þorsteinn Reynisson, Sigurður Ingi Einarsson, Finnur Sigurðsson, Sveinn Smárason, og Guðmundur Árni Sigurbergsson. Fremri röð f.v. Hugrún Hauksdóttir, Hjálmar Björn Guðmundsson og Sunna Bjarnadóttir.

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.