Harmonikublaðið - 01.06.2004, Síða 13

Harmonikublaðið - 01.06.2004, Síða 13
HARMONIKUBLAÐIÐ Fróðleikur/Fréttir Eldri sveit Tónlistarskóla Akraness. F.v. Rut Berg, Ástrós Una, Sólberg Bjarki og Maren Lind. harmonikuleikara Skagafirði 22.maí 2004 S.Í.H.U." Um kvöldið voru síðan tónleikar, sem hófust kl.20.30 þar sem fyrstar léku sam- an, Mekkín Árnadóttir og Sigurlaug Við- arsdóttir frá Tónlistarskóla Skagafjarðar ásamt kennara sínum Stefáni R. Gísla- syni, lagið Fransysk visit i Bromölla. Þá komu bræðurnir Stefán og Jón Gíslasynir sem léku ásamt Harmoniku-Bítlunum lögin Dúr eða moll, skottís eftir Karl Jón- atansson, einnig lögin Two Guitars og Tico-tico. Þá var komið að hinum stór- efnilega Jóni Þorsteini Reynissyni með lagið Olive Blossoms. Fjórða atriðið á kvöldtónleikunum voru fimm ungir harm- onikuleikarar frá Tónlistarskóla Skaga- fjarðar sem léku lagið 0 Sole Mio. Þá var komið að þeim Fjodorov bræðrum, Yuri og Vadim,. Á prógrammi þeirra voru lög- in: Rag Musett, LTnosente, Cha cha cha passion, Piccalo Rag, Adios nonino, Bou- levardes de Paris, Kalina og Russian Cowboy, leikur þeirra var í einu orði sagt frábær og voru tónleikagestir, sem töldu á annað hundrað, ekki tilbúnir að sleppa þeim við svo búið.enduðu þeir leik sinn á því að leika Svörtu augun sem var rúsín- an í pylsuendanum. Tónleikunum lauk svo með Marimbahópnum sem kom fram fyrr um daginn. Þá var smá hlé áður en Harmoniku-Bítlarnir með Jón St. Gísla- son í farabroddi, tóku til við að leika dans og dægurlög voru þau flest ættuð frá Suður-Ameríku, fengu ýmsir sér léttan snúning við töfrandi tóna þeirra félaga enda ekki annað hægt. Dagskránni lauk síðan laust fyrir miðnætti eftir vel heppn- aðan dag. Móttökur Skagfirðinga voru til fyrir- myndar á þessu móti, því strax frá því að fyrstu þátttakendur komu í hús og þar til þeir síðustu kvöddu voru veitingar á borðum, fyrst í sal félagsheimilisins og síðan í eldhúsinu, fyrir þáttakendur, kennara og aðra þá sem að mótinu komu. Samband íslenskra Harmonikuunn- enda þakkar, stjórn Félags harmoniku- unnenda Skagafirði og mökum þeirra svo og öðrum félagsmönnum og öllum þeim sem komu að þessu landsmóti ungra harmonikuleikara, fyrir þá miklu vinnu sem þeir lögðu á sig svo mótið mætti verða að veruleika. Það er von mín að það skref, sem stigið var með þessu móti hvetji til betri þátttöku í framtíðinni, ung- um harmonikuleikurum og öðrum þeim sem bera hag harmonikunnar fyrir brjósti til yndis og ánægju. J.J, Friðrik Hreinn Sigurðsson. Marimbahópurinn úr Aðaldai. 1 mm 'XæWfspB- Y Beðið eftir að fara á svið. F.v. Sunna Bjarnadóttir, Hugrún Hauksdótt- ir úr Skagafirði og Júlíus Friðriksson frá Dalvík. Yngri sveit Tónlistarskóla Akraness. F.v. Dagný Björk, kennarinn Vadim, Steinunn Eik, og Jóhanna. EfS'

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.