Harmonikublaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 5
HARMONIKUBLAÐIÐ
Fróðleikur
Tónleikar í „Kjarna", Reykjanesbæ þar sem haldin var handverkssýning 8. júní 1997. Þátttak-
endur frá v.: Baldur jósepsson, Þórólfur Þórsson, Guðmundur Ingólfsson, Þórólfur Þorsteins-
son og Gestur Friðjónsson.
vinurinn Hermóður B. Alfreðsson sem
mörgum er kunnur. Enn sem fyrr var unn-
ið að kynningu harmonikunnar við ýmis
tækifæri m.a. með þátttöku í sumarmót-
um. Má í því sambandi nefna mót sem
mörgum er minnisstætt í Þrastaskógi
1997, bæði vegna veðurs og ekki síður
giftingarathafnar sem þar fór fram á úti-
palli, en þar gengu í hjónaband Guðný
Sigurðardóttir og Friðjón Hallgrímsson
og framkvæmdi sr. Pétur Þorsteinsson
vígsluna á sinn sérstaka hátt, í hæfilegu
votviðri, að honum þótti.
Starfað var sfðan með líkum hætti en
illa gekk að fjölga virkum félögum, auk
þess að eldri félagar náðu ekki að nýta
sér tilsögn í harmonikuleik sem skyldi og
þrengdist því hópur hinna starfandi
nokkuð. Sumarið 1999 tók F.H.U.S. þátt í
Landsmóti S.Í.H.U. á Siglufirði, þótt enn
sem fyrr væru þátttakendur fáir, en þar
mættu til leiks Baldvin E Arason, Konráð
Fjeldsted Sigurjónsson, Þórólfur Þor-
steinsson og Gestur Friðjónsson. Þess
skal getið að sumrin 2000 og 2001 voru
nokkuð viðburðasöm. Meðal annars lék-
um við á fjögurra daga Handverks- og
ferðamálasýningu í Laugardalshöll bæði
sumrin og síðar á hinni glæsilegu Ljósa-
nótt Reykjanesbæjar, sem nú er orðin
fastur árlegur siður, sem F.H.U.S. er þátt-
takandi í. Þessir atburðir urðu til þess að
ýta verulega undir og auka starfsemi
F.H.U.S. og hefur hún aukist jafnt og þétt
síðan. Æfingahúsnæði hefir F.H.U.S. ekki
eignast, en hefur notið um árabil velvild-
ar eins félaga okkar, Konráðs F Sigurjóns-
sonar, sem lánað hefiraðstöðu til æfinga.
Fastir æfingatímar hafa verið undanfarið
einu sinni í viku frá september til maf og
mæta yfirleitt 8 til 12 félagar, aukaæfing-
ar eru síðan eftir þörfum.
Á aðalfundi 14. mars 2001 lét Gestur
Friðjónsson af formannsstarfi en við tók
Þórólfur Þorsteinsson. Áfram var haldið
að bæta starfsemina, m.a. með samstarfi
við önnur nágrannafélög með því að
skiptast á um heimsóknir á skemmtifundi
og þátttöku í félagsstarfi þeirra. Næsta
þátttaka F.H.U.S. í landsmóti var á ísafirði
2002. Fór þá heldur að birta til hvað þátt-
töku félagsmanna snerti, því nú voru
komnirtil leiks Árni Baldursson, Baldvin
E Arason, Einar Gunnarsson, Gestur Frið-
jónsson, Hafsteinn Ingvarsson, Konráð F
Sigurjónsson, Víkingur Sveinsson og
Þórólfur Þorsteinsson. Var létt yfir mönn-
um að þátttöku lokinni. Eftir þetta lands-
mót má segja að þáttaskil hafi orðið og
starfið í fastari skorðum og fleiri orðnir
virkir og vonandi stækkar hópurinn enn
frekar. Starfið heldur áfram með líkum
hætti og fyrr, en verkefnin eru fleiri en
áður, má í því sambandi geta „Sjóarans
síkáta" í Grindavík, sem er nokkurra daga
glæsihátíð, en þegar mest var þurftum
við að spila þar á þrem stöðum samtímis
og veitti þá ekki af öllu liðinu í það verk-
efni. Svipuð verkefni koma upp víðar þótt
þau séu ekki jafn stór í sniðum.
Ekki eru allir atburðir jafn ánægjulegir
og höfum við fengið af því nokkurn skerf,
því við höfum þurft að horfa á bak þrem
af okkar stofnfélögum, en það voru þau:
Baldur Þórir Júlíusson, Kristinn Kaldal,
Anna Soffía jóhannsdóttir og nú síðast
Baldur Guðjónsson. Við minnumst þeirra
með virðingu, hlýhug og þakklæti. En líf-
ið heldur áfram og munum við reyna af
fremsta megni að auka og bæta okkar
starf og reyna enn frekar að miðla okkar
áhuga og reynslu til þeirra sem yngri eru
svo þeir geti tekið fullan þátt í því að
halda merki harmonikunnar á lofti um
ókomin ár.
Gestur Friðjónsson,
fv. form.F.H.U.S.
Þannló. febrúar 1994 afhenti Kristinn Kalddal fyrir hönd F.H.U.S. Tónlistarskóla Keflavíkur- og Njarðvíkur tvær kennsluharmonikur að gjöf.
Skólastjórar tónlistarskólanna, þeir Kjartan Már Kjartansson og Haraldur Árni Haraldsson, veittu þeim viðtöku en aftóku að reyna að spila fyrir
viðstadda.