Harmonikublaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 3
HARMONIKUBLAÐIÐ
RITSTJÓRAPISTILL
ISSN 1670-200X
Ábyrgðarmaður :
Jóhannes Jónsson
Barrlundi 2 600 Akureyri
Sími 462 6432, 868 3774
Netfang: johiId@simnet.is
Ritvinnsla:
Hildur Gunnarsdóttir
Prentvinnsla:
Ásprent
Netfang: gudjon@asprent.is
Meðal efnis
• Félag Harmonikuunnenda
Suðurnesjum
• Grein (rá Helgu Kristbjörgu
• Lag blaðsins
• Færeyjaferð FHUE
• Danshljómsveit á Akranesi
• Karlarnir
• Landsmót SÍHU 2005
Auglýsingaverð:
Baksíða 1/1 síða kr. 12.000
1/2 síða kr. 6.000
Innsíður 1/1 síða kr. 1 1.000
1/2 síða kr. 5.500
1/4 síða kr. 3.500
„“„ 1/8 síða kr. 2.500
smáauglýsing kr. 1.500
Forsíðumynd:
Sigurður Hallmarsson á Húsavík.
,— •
Efni í næsta blað
Þeir sem hugsa sér að senda
efni í næsta blað, sem koma
á út í aprfl n.k. þurfa að
skila því fyrir 15. mars.
Frá ritstjóra
Ágæti lesandi!
Þegar fresturinn til að skila inn efni í
þetta blað rann út og ekki hafði borist
nema sem nam efni á tvær blaðsíður fór
ég að velta því fyrir mér hver tilgangurinn
væri með útgáfunni. Til hvers að halda út
blaði ef menn sjá sér ekki fært að senda
efni í það. Eins og ég hef áður minnst á
var það von okkar sem að útgáfu blaðs-
ins stöndum, að lesendur og annað
áhugafólk um málefni harmonikunnar
léti í sér heyra og nýtti sér þannig blaðið
til að miðla fróðleik sem það byggi yfir
og tengdist harmonikunni, eða benti á
efni, jafnvel áhugaverða viðmælendur,
eða hvað annað, sem ætti heima í svona
blaði. Hugsunin á bakvið útgáfu þess var
einmitt sú að blaðið tengdi saman fólk
sem hefði svipuð áhugamál með velferð
harmonikunnar að leiðarljósi. Eins og
reynslan sýnir virðist áhuginn ekki mikill
eða annað hitt að fólk er orðið vant því
að láta mata sig á efni, í stað þess að
leggja sjálft eitthvað til málanna. Ég
vona að svo sé ekki því þá er ég hræddur
um að blaðið leggi fljótt upp laupana. En
þrátt fyrir þessa stöðu hafa margir brugð-
ist vel við á síðustu stundu og hefur það
bjargað blaðinu fyrir horn í þetta sinni,
þökk sé þeim. Ef við viljum halda útgáfu
þess til streitu ættum við að velta þess-
um staðreyndum fyrir okkur. En ef til vill
ervandinn ekki svona mikill, kannski þarf
að nota aðra aðferð við efnisöflun, hætta
að binda sig við frestinn sem gefinn er til
skila á efni í blaðið og vinna markvissar
að efnisöflun.
En nú er mál að taka upp léttara hjal.
Mörgum hefur verið hugleikið það
ástand sem var í harmonikumálum fyrir
ekki svo mörgum árum, það er því
ánægjulegt að vita af því að nú er margt
af okkar unga fólki að hasla sér völl með-
al þeirra bestu hér á landi. Má þar sem
dæmi nefna Matthías Kormáksson sem
farinn er til náms í Ameríku, þó ekki
harmonikunám en mun hafa tekið hljóð-
færið með sér til vonar og vara, Helgu
Kristbjörgu frá ísafirði sem nemur á
harmoniku í mjög þekktum skóla í Frakk-
landi og Oddnýju Björgvinsdóttur frá
Akranesi sem er á þriðja ári í Tónlistarhá-
skólanum í Osló. Þetta er bara toppurinn
á ísjakanum því fjöldi af ungu fólki er að
ná góðum árangri á hljóðfærið, má þakka
það fjölda góðra kennara sem hér starfa.
Það má því segja að það séu jólin í þessu
efni nú um stundir og með það í huga
óska ég ykkur lesendur góðir gleðilegra
jóla og velfarnaðar á landsmótsári.
II.
Kvöldljóð
Nú nýverið kom út hljómdiskurinn
"Kvöldljóð" þar sem Pálmi Stefánsson á
Akureyri (Pálmi í Tónabúðinni) leikur á
harmoniku og fl. hljóðfæri ásamt og við
undirleik nokkurra félaga sinna. Diskur-
inn hefur að geyma 15 lög bæði íslensk
og erlend sem mörg hver hafa hljómað í
eyrum landsmanna um árabil. Leikur
Pálma svo og annarra hljóðfæraleikara er
vandaður og gott jafnvægi er á milli
hljóðfæranna. Diskurinn ber vitni um
smekkvísi og vönduð vinnubrögð og er
góður til hlustunar þeim sem unna hug-
ljúfri tónlist. J.J.