Harmonikublaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 14

Harmonikublaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 14
Fróðleikur HARMONIKUBLAÐIÐ Landsmót SÍHU 2005 Á komandi sumri verður lands- mótið haldið í Neskaupstað dagana 7.-10. júlí. Sú breyt- ing verður frá fyrri Iandsmót- um að í sumar hefst landsmót- ið á fimmtudegi og líkur á laugardegi. Maður er manns gaman og dagskráin orðin það viðamikil að lítill tími hefur gefist til að hitta kunningjana og spjalla á síðustu landsmótum. Þetta er jú á þeim tíma sem margir eru í sumarfríi og hvers- vegna þá ekki að slaka á og njóta mótsins einum degi lengur. Stefnt er að því að mótið verði sett kl. 20:00 á fimmtudags- kvöld með tónleikum 5-6 félaga. Síðan verði glaðst að hætti harmonikuunnenda á eftir eins og stemming verður fyrir. Á föstudag verða síðan tónleikar næstu 5-6 félaga og dansleikur um kvöldið. Á laug- ardag verði tónleikar félaga. Seinnipart- inn verða svo tónleikar Sören Brix sem verður sérstakur gestur mótsins. Mótinu verði svo slitið með hefðbundnum stórdansleik í íþróttahúsinu á laugar- dagskvöld. Sören Brix er ungur Danmerkurmeist- ari í harmonikuleik og er hann aðeins 17 ára. Hann hefur getið sér gott orð og margir hafa heyrt til hans af hljómdiski sem seldur var hér á síðasta sumri. Ég sjálfur hef ekki heyrt hann spila á tónleik- um en meðal annara heyrðu Eyþór Stef- ánsson læknir og Hilmar Hjartarson til hans á tónleikum síðasta sumar í Svíþjóð og luku miklu lofsorði á piltinn. Sören er núna um þessar mundir að vinna að næsta diski og kemur með hann ferskan á Landsmótið. Það hefur verið mikið fjallað um Sören og telst hann einn sá efnileg- asti í dag. Pilturinn er jú mjög ungur en er í mikilli framför ætlar sér stóra hluti í harmonikuheiminum. f Neskaupstað er Sören Brix, Danmerkurmeistari í harmoniku- leik. mikil stemming fyrir landsmótinu og við höfum góðan stuðning Fjarðabyggðar þó þar sé í mörg horn að líta um þessar mundir. í Neskaupstað er margt skemmtilegt að sjá t.d. Náttúrugripasafn, safn Jósafats Hinrikssonar og málverkasafn Tryggva Ólafssonar. Að ganga út í Nípu utan við tjaldsvæðið er líka stórfengleg upplifun. Svo verða Harmonikuunnendur aufúsu- gestir á öldurhúsum staðarins sem og kaffihúsum og hvar sem er. í Neskaup- stað er sundlaug í hjarta bæjarins og fal- legur skrúðgarður við hliðina. Svo hafa hinir tveir kjarnar Fjarðabyggðar Eski- fjörður og Reyðarfjörður upp á margt að bjóða. Takið því frá góðan tíma og njótið þess sem Fjarðabyggð hefur uppá að bjóða. Mjög fljótlega eftir áramótin verða send bréf til allra aðildarfélaga SÍHU þar sem greint verður betur frá umgjörð, dagsskrá og fl. sem mótið varðar. Ég vona að unga fólkið okkar sem er í harmoniku- námi sjái sér sem flest fært að taka þátt í mótinu. Ég veit að það eru miklar fram- farir og gróska hjá þeim og vonandi er að koma ný kynslóð sem tekur okkur þeim eldri fram um flesta hluti. Félag Harmonikuunnenda Norðfirði hefur opnað heimasíðu og er slóðin www.harmonika.is. Þar eru upplýsingar og myndir og fl. Þegar líður nær lands- móti mun verða sett inn dagsskrá og fl. sem varðar framkvæmdina. Ef þið hafið spurningar um mótið er ég með netfang- ið omars@harmonika.is. Einnig má hringja í mig í síma 893 3323 eða heim í 564 6684. Einnig er hægt að leita beint til formanns FHUN Guðmundar Skúlasonar í síma 891 1851. Með harmonikukveðjum, Ómar Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri landsmóts SÍHU 2005.

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.