Harmonikublaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 11
HARMONIKUBLAÐIÐ
Fróðleikur
F.v. Helga Jónsdóttir söngur, Gestur Friðjónsson harmonika, Snorri Hjartarson trommur og Ole
H. Östergaard, gítar.
Danshljómsveit á Akranesi
um og eftir 1950
unarferðum, fararstjóra okkar til fullting-
is. Á kvöldin var stundum spilað í „Lobbí-
inu" á hótelinu. Síðasta kvöldið, 13. júlí,
var svo matarveisla í sérstökum sal á hót-
elinu fyrir okkur. Þá var þeim jónsvein og
ísak ásamt eiginkonum þeirra boðið.
Nokkuð var til skemmtunar og Færeyjafé-
laginu færðar þakkir fyrir frábærar mót-
tökur. Að endingu var stiginn dans.
Losa þurfti hótelherbergi ki. 10.00 á
miðvikudagsmorgni, og var því farið í rút-
unni niður í bæinn. Fólkið gat svo skoðað
sig um en rútan fór á stæði við ferjustað-
inn. Um kl. 17.00 var lagt upp heim til fs-
lands, þá hafði verið smávegis súld rétt
áður, en allan tímann í eyjunum var mjög
gott veður. Þá var einnig spilað um þorð
á heimleiðinni, en nú ruggaði ferjan
nokkuð. Ræst var um kl.7.00 til að losa
klefana.
Komið var til Seyðisfjarðar í ágætis
veðri. Strax var svo lagt upp til heimferð-
ar eftir að komið var í land. Stansað var á
Egilsstöðum og þar voru Egill fararstjóri
og kona hans Sigurlaug Sveinsdóttir,
kvödd og þökkuð frábær viðkynning og
fararstjórn. Á heimleiðinni var komið við
í „Bláa lóni" þeirra Mývetninga og það
skoðað. Komið var til Akureyrar um
Síðasta kvöldið á Hótel Færeyjum. ísak N
Jacobsen og kona hans, Edna í kvöldverðar-
boði FHUE.
kl. 16.00 þann 15. júlí, þar endaði ferðin
þar sem hún byrjaði, á bflastæðinu hjá
„Kaupangi". Þar kvöddust félagarnir, og
ég held ég megi fullyrða að allir hafi ver-
ið mjög ánægðir í ferðalok. Þá vil ég að
endingu þakka fyrir hönd FHUE, stuðning
„Fitur" og Akureyrarbæjar við þessa ferð
okkar, sem farin var bæði til menningar
og skemmtunar.
Með bestu kveðju til samferðafólksins.
Sigurður indriðason
Á þessum tíma starfaði lítil danshljóm-
sveit á Akranesi og nágrenni sem kallaði
sig „Fjarkann". Frumkvöðull að þessu
starfi var danskur maður að nafni Ole H.
Östergaard, gítarleikari og mikill áhuga-
maður um dansmúsik. Fékk hann til liðs
við sig ýmsa hljóðfæraleikara ,sem þarna
voru til staðar ,og þar á meðal undirritað-
an sem starfaði með honum og fleirum í
nokkur ár. Yfirleitt vorum við fjögur sam-
an, en þó kom fyrir að sá fimmti bættist í
hópinn. Þessi fjögur voru: Ole H Öster-
gaard gítar, Helga Jónsdóttjr, kona hans,
söngur, Snorri Hjartarson trommur og
Gestur Friðjónsson harmonika. Ríkharð-
ur Jóhannsson var annað slagið og lék á
altosax og klarinet. Óskar Indriðason var
líka stöku sinnum og lék á harmoniku.
Það var óhapp sem olli því að Ole kom
hingað til lands, en hann lenti í slysi um
borð í skipi sem hann var á og þurfti að
dvelja um hríð á sjúkrahúsi, en dvöl hans
varð lengri en því nam og dvaldi hann hér
á landi til æviloka, en hann er látinn fyrir
allmörgum árum. Ole gekk í Iðnskóla
Akraness og lauk síðan námi í vélvirkjun
hjá Vélsmiðju Þorgeirs og Ellerts á Akra-
nesi. Hann varvel látinn af starfsfélögum
sínum en hafði alla tíð sínar sérstöku
skoðanir á málunum. Ole var snjall gítar-
isti og einn örfárra á þeim tíma sem lék á
„Havai"-gítar. Mun vera til upptaka af leik
hans á það hljóðfæri er hann lék undir
fyrir sönghópinn „Öskubuskur" einhvern-
tíma á þessu árabili. Myndin sem fylgir
þessum orðum er tekin á þessum árum
og er af þeim fjórum sem oftast unnu
saman eins og fyrr er getið.
Gestur Friðjónsson,
fv. form. F.H.U.S.
VERKSTÆÐITIL
ALHLIÐA VIÐGERÐA Á
HARMONIKUMAÐ
KAMBASELI 6, RVK
HAFIÐ SAMBAND VIÐ
GUDNAÍSÍMA
567 0046
ŒBf